Skýrslur

Nýting á slógi – Staðan í dag

Útgefið:

12/04/2016

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Magnea Karlsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Ráðgjafaskýrsla fyrir HB Granda.

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Nýting á slógi – Staðan í dag

Í ljósi kostnaðar við urðun á fiskislógi og breyttra reglugerðar varðandi losun lífræns úrgangs, hafa fyritæki einblínt á notkunarmöguleika slógs í verðmætar afurðir. Vinnslu á slógi má skipta í tvo flokka eftir verðmæti afurða. Annarsvegar er talað um lágtækniiðnað og hins vegar um hátækniiðnað. Dæmi um lágtækniiðnað er framleiðsla á meltuþykkni sem nýtist beint til áburðarnotkunar á tún og gróðursnauð svæði, ásamt áburði til notkunar í ylrækt. Annað dæmi er meltugerð til notkunar í votfóðri loðdýra. Vinnsla á ensímum úr maga og skúflöngum þorsks eru dæmi um hátækniiðnað, þar sem krafist er flókins vinnsluferils og afurðir þ.a.l dýrari. Sem dæmi má nefna Pensím sem reynst hefur vel gegn ýmsum húðsjúkdómum eins og exemi og psoriasis, ásamt próteinum og peptíðum sem hafa verið notuð í matvælaiðnaði og í lyfjaiðnaði.

Þessi skýrsla var unnin fyrir HB Granda og er trúnaðarmál og eign verkkaupa.

Regarding the costs of disposal of fish viscera and a new regulation concerning the emission of organic waste, the fishindustry have focused on the possible use of viscera into valuable products. Processing of viscera can be divided into two categories based on the value the products. First there is low tech industry and on the other hand high tech industry. Example of low tech industry is the production of silage to be used as a fertilizer to the soil and vegetation compositions area or to horticultural plants. Another example is silage for feed in fur breeding. Processing of enzymes from the intestine of cod are example of high tech industry, which require complex processing procedure of raw materials to high value products. For example, Pensím which has effective against various skin diseases such as eczema and psoriasis, together with proteins and peptides that have been used in the food industry and the pharmaceutical industry.

This report was prepared for HB Grandi and is confidential and the property of the company.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Slegist um slógið ‐ Nýting á slógi frá fiskvinnslum / Utilization of offal from the fish industry

Útgefið:

25/02/2014

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Bjarni H. Ásbjörnsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS‐rannsóknasjóður í sjávarútvegi – R 201‐10

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Slegist um slógið ‐ Nýting á slógi frá fiskvinnslum / Utilization of offal from the fish industry

Meginmarkmið verkefnisins var að nýta á arðbæran hátt það slóg sem berst að landi í Þorlákshöfn með afla sem ekki er slægður úti á sjó. Stefnt var að stofnun sprotafyrirtækis, sem leggur áherslu á nýtingu slógsins til áburðarframleiðslu, samfara atvinnusköpun og sparnaði á gjaldeyri.   Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að hægt er að nýta skyrmysu til sýringar á slóginu að hluta til ásamt maurasýru. Prófanir á notkun fiskislógs sem áburði á gróðursnauðu landi og ræktuðu túni sýndu að vöxtur grass og gróðurþekja jókst töluvert.

The aim of this project was to utilize fish viscera from Þorlákshöfn in a profitable way. The aim was the establishment of entrepreneurs, which emphasizes the use of fish viscera to produce fertilizer, along with job creation and saving of foreign exchange.   The results included the use of whey along with formic acid for acidification of the viscera. The results of using fish viscera on barren land and agricultural headlands showed that the growth of grass and vegetation cover increased considerably.

Skoða skýrslu
IS