Skýrslur

QALIBRA – Cluster Meeting Report and Minutes from the 2nd Cluster meeting of the QALIBRA and BENERIS projects

Útgefið:

01/02/2008

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Björn Þorgilsson

Styrkt af:

European Commission, Matís, CSL, RIVM, WU, Upatras, Altagra, Ipimar

QALIBRA – Cluster Meeting Report and Minutes from the 2nd Cluster meeting of the QALIBRA and BENERIS projects

Þessi verkefnaskýrsla greinir frá sameiginlegum fundi í tveimur evrópskum verkefnum sem nefnast QALIBRA og BENERIS. Fundurinn var haldinn í Helsinki í Finnlandi 6. til 9. nóvember 2007. Bæði verkefnin heyra undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB og deila sumum verkþáttum. Tilgangur fundarins var:

1) Úttekt tveggja eftirlitsaðila frá ESB á vinnu verkefnanna fyrstu 18 mánuðina

2) Tryggja upplýsingaflæði milli verkefna og ræða áframhaldandi samstarf

3) Umsögn og tillögur vísingaráðgjafanefndar verkefnanna um vinnuna og framhaldið

QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er þriggja og hálfs árs verkefni sem Matís stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Makmið QALIBRA – verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvælum á heilsu manna. Markmiðið er að setja þessar aðferðir fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á vefnum. Markmið BENERIS verkefnisins er að skapa aðferðafræði til að meðhöndla flóknar ávinnings-áhættu aðstæður, og nota þær síðan til að meta ávinning/áhættu sem ákveðnar tegundir matvæla geta haft í för með sér. Fyrsta tegund matvæla sem unnið verður með við þróun þessarar aðferðafræði er sjávarfang. Þessi skýrsla greinir frá umræðum og helstu niðurstöðum fundarins.

This report is a summary of the 2nd Cluster meeting of the QALIBRA and the BENERIS projects in Helsinki, Finland, November 6-9th, 2007. Both projects are funded by the EC´s 6th framework programme, and have the same contract starting dates and a common workpackage (WP6) for cluster activities. Both projects began on April 1st 2006 and will run until October 2009, or for 42 months. This report contains results of the discussions that took place and the actions defined, while the overheads presented during the meeting are compiled in an Annex to the report. The overall objective of QALIBRA is to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts. The overall objective of BENERIS is to create a framework for handling complicated benefit-risk situations and apply it for analysis of the benefits and risks of certain foods. The first food commodity to be used in the development of the methodology is seafood.

The objective of the Cluster meeting was:

1) Evaluation (by two independent experts appointed by the EC) of activities from the beginning of the projects until the meeting

2) Sharing of information on scientific progress and plans between Qalibra and Beneris, as well as planning of further cluster activities

3) Obtain feedback and advice from the Qalibra/Beneris Scientific Advisory Panel (SAP)

This report contains results of the discussions that took place and the actions defined.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða

Útgefið:

01/01/2007

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Friðrik H. Jónsson, Inga Þórsdóttir, Fanney Þórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða

Verkefnið hafði það að markmiði að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum viðhorfs- og neyslukönnunar hjá fólki 17-26 ára og var gögnum safnað á tvennan hátt árið 2006. Upplýsingar frá Hagstofu Íslands sýndu að 61,5% fólks á þessum aldri voru í skóla og var könnunin lögð fyrir þann hóp í kennslustundum. Alls náðist í 800 framhaldsskólanema og 399 háskólanema. Úr 2300 manna tilviljunarúrtaki úr hópi vinnandi fólks (100% starfshlutfall) á aldrinum 17-26 ára frá Hagstofunni fengu 2252 spurningalistann sendan í pósti. Alls svöruðu 536 (24%) netkönnuninni. Samtals voru þetta 1735 svarendur af 2000 (86,7%) sem stefnt var að í upphafi. Spurningalistanum má skipta upp í tíu hluta. Í fyrsta hluta var spurt um viðhorf til heilsu og fæðuflokka. Í næsta hluta var spurt um fiskneyslu, neyslu fisktegunda, ýmissa matvæla og innkaup á fiski. Í þriðja hluta var spurt um smekk á mismunandi fiskréttum. Spurt var um hvað skipti mestu máli við innkaup á fiski í fjórða hluta. Í fimmta hluta var spurt um þætti sem hafa áhrif á fiskneyslu. Í sjötta hluta voru forsendur fiskneyslu metnar, þ.e. hvetjandi og letjandi þætti. Í þeim sjöunda var spurt um utanaðkomandi áhrifavalda á fiskneyslu. Í áttunda hluta var þekking á næringargildi og meðhöndlun fisks metin. Í níunda hluta var kannað hvaðan neytendur fá upplýsingar um fisk og það traust sem þeir bera til slíkra upplýsinga. Að lokum var spurt um bakgrunn viðmælenda. Spurningarnar voru greindar m.t.t. kyns, aldurs, menntunar, búsetu, fjölda barna yngri en 18 ára á heimili, hvort einstaklingarnir áttu börn eða ekki og heimilistekna. Að meðaltali borðar ungt fólk á aldrinum 17- 26 ára fisk sem aðalrétt 1,3 sinnum í viku eða um það bil fimm sinnum í mánuði sem er töluvert undir því sem ráðlagt er. Í ljós kom að matarvenjur í æsku hafa mótandi áhrif á fiskneyslu fólks og einnig búseta, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem og búseta í útlöndum á unga aldri. Fólk á aldrinum 17- 26 ár virðist hafa verið alið upp við fiskneyslu sem hefur veruleg áhrif á þeirra fiskneyslu. Einnig kom fram að sá hluti þessa fólks sem farið er að heiman borðar minnst af fiski. Þeir sem búa á landsbyggðinni hafa ekki fiskbúðir eða ferskfiskborð í matvörubúðunum í sínu byggðarlagi og hafa þar af leiðandi ekki úr jafn mörgum fiskréttum að velja í verslunum og borða frekar hefðbundnar fisktegundir og rétti. Fiskibollur, fiskur í raspi og soðinn fiskur, sem allt má telja fremur hefðbundna rétti virðist falla að smekk ákveðins hóps neytenda. Annar hópur er hrifnari af svo kölluðum földum fiski (létt sósa, þykk sósa, plokkfiskur og ofnréttir), og þriðji hópurinn kýs framandi rétti (mexíkóskt, suðrænt, indverskt og japanskt). Kynbundinn munur er þó nokkur í viðhorfum og svara karlmenn að þeir séu minna fyrir hollan mat, fisk, grænmeti, pastarétti en eru hins vegar meira fyrir kjöt og skyndibita en konur. Konur eru meira fyrir fisk og njóta matarins betur með fiski heldur en án hans. Þær eru samt almennt minna fyrir mat en finnst meira gaman að elda mat. Fjölskyldan er sterkur áhrifavaldur varðandi fiskneyslu, mest er leitað til hennar um upplýsingar og mest traust er borið til hennar. Svo virðist sem ungt fólk treysti vísindafólki til að gefa áreiðanlegar upplýsingar, en lítið er leitað til þeirra um upplýsingar. Upplýsingar sem ungt fólk fær koma að miklu leyti af netinu og öðrum miðlum. Þetta þarf vísindafólk að nýta sér í meira mæli við að koma upplýsingum á framfæri sem eiga erindi til almennings.

Skoða skýrslu
IS