Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. Third Annual Report

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdottir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Heleen van Dijk, Meike Wentholt, Lynn Frewer, Bjorn Thorgilsson, Heida Palmadottir, Andy Hart

Styrkt af:

ESB

QALIBRA-Heilsuvogin. Third Annual Report

Þessi skýrsla er þriðja ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1.04.2008 til 31.03.2009. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. rannsóknaráætlun ESB. Um er að ræða þriggja og hálfs árs verkefni sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís ohf) stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Markmið QALIBRA- verkefnisins er að þróa magnbundnar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvælum á heilsu manna. Þessar aðferðir verða settar fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Portúgal og Ungverjalandi.

“QALIBRA – Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” is a project funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It started in April 2006 and will end in 2009. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA will develop methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implement them in webbased software for assessing and communicating net health impacts. The objectives of QALIBRA are to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods, and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts. The participants in the project are: Matís, Iceland, coordinator, Central Science Laboratory, United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service, Hungary, National Institute for Agriculture and Fisheries Research, Portugal.

Skoða skýrslu

Skýrslur

HEILSUFÆÐI: Samantekt á helstu flokkum heilsufæðis og vísindalegra sannana á virkni þeirra

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Þóra Valsdóttir

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

HEILSUFÆÐI: Samantekt á helstu flokkum heilsufæðis og vísindalegra sannana á virkni þeirra

Matvæli sem eru talin geta bætt heilsu manna má flokka sem heilsufæði t.d. óbreytt lífrænt ræktuð matvæli, fæðubótarefni og markfæði. Í fyrri hluta þessarar ritgerðar er farið yfir skilgreiningar og reglugerðir, efnivið og virkni vinsælla heilsuvara og leyfðar heilsufullyrðingar ræddar. Samkvæmt reglugerð eru fæðubótarefni matvæli sem eru ætluð sem viðbót við venjulegt fæði en markfæði er hinsvegar oft skilgreint sem matvæli sem hefur verið breytt í þeim tilgangi að heilsusamleg áhrif þeirra aukist. Í seinni hluta ritgerðarinnar eru sérstaklega tekin fyrir prótein í heilsuvörum með áherslu á lífvirkni peptíða. Lífvirk peptíð hafa jákvæð áhrif á heilsu umfram hefðbundið næringargildi. Þau geta haft lífeðlisfræðileg áhrif á virkni í meltingarvegi, hjarta- og æðakerfi, ónæmiskerfi og taugakerfi. Farið er yfir áhrif peptíða í þessum kerfum. Möguleikar fiskvöðvapróteina á heilsuvörumarkaði eru hugleiddir. Nú á dögum er mjög mikið magn af vannýttum aukahráefnum úr sjávarfangi og hafa rannsóknir því beinst mikið að því að finna leiðir til að nýta og auka verðmæti þeirra. Markfæðismarkaður er blómlegur um þessar mundir og því spáð að hann fari stækkandi. Sjávarafurðir hafa jákvæða heilsuímynd meðal neytenda og því gætu heilsuvörur sem innihalda fiskvöðvaprótein slegið í gegn. Það krefst þó þess að rétt bragð, áferð og lífvirkni skili sér til neytendans, auk þess sem kynna þyrfti neytendum vörurnar á markvissan og öflugan hátt.

Food that has the potential of improving health can be categorized as health food e.g. organic food, dietary supplements and functional food. Definitions, regulations, composition and functionality of popular health food and permitted health statements, are discussed. According to regulation dietary supplements are food that are intended as an addition to a normal diet, however functional food is commonly referred to as food that has been fortified to enhance its positive effects on health. The latter part of this paper discusses proteins in health foods with emphasis on bioactive peptides. Bioactive peptides have a positive effect beyond their regular nutrition value. They have been shown to have a biological effect in the alimentary canal, the heart and the vascular system, the immune system and the nervous system. The mechanisms involved are reviewed. The potential of fish protein in the functional food market will also be addressed. Today, great quantity of marine by-products are underutilized. Therefore, emphasis has been within the research community on finding methods to utilize and enhance their value. Currently the functional food market is blooming and is expected to grow in the following years. Marine products have a positive health image among consumers, thus health products containing fish proteins could be a great success. To be realized, this requires that the right taste, texture and bioactivity is delivered to the consumer accompanied by a good advertisement campaign.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. Second Annual Report

Útgefið:

01/06/2008

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdottir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Heleen van Dijk, Meike Wentholt, Lynn Frewer, Bjorn Thorgilsson, Heida Palmadottir, Andy Hart

Styrkt af:

ESB

QALIBRA-Heilsuvogin. Second Annual Report

Þessi skýrsla er önnur ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1.04. 2007 til 31.03. 2008. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB. Um að ræða þriggja og hálfs árs verkefni sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís ohf) stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Markmið QALIBRA- verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þessar aðferðir munu verða settar fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum.

Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Portúgal og Ungverjalandi.

“QALIBRA – Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” is a project funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It began in April 2006 and will end in 2009. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA will develop methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implement them in web-based software for assessing and communicating net health impacts. The objectives of QALIBRA are to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts.

The participants in the project are:

Matís, Iceland, coordinator, Central Science Laboratory, United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service, Hungary, National Institute for Agriculture and Fisheries Research, Portugal.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kolmunni sem markfæði

Útgefið:

01/03/2008

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Rannís

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Kolmunni sem markfæði

Markmið verkefnisins var að svara rannsóknaspurningunni: Hvaða lífvirkni er hægt að fá fram hjá peptíðum unnum úr kolmunna með ensímum? Lífvirkni er forsenda þess að unnt sé að nota kolmunna sem markfæði. Sem hráefni voru notuð einangruð kolmunnaprótein. Rannsóknin sýndi að niðurbrotin kolmunnaprótein hafa lífvirkni. Hins vegar reyndust skynmatseiginleikar afurða ekki nægjanlega góðir og heimtur lágar. Var það sérstaklega sökum þess hversu erfiðlega gekk að afla fersks kolmunna sem hráefnis. Í seinni skrefum verkefnisins var því ákveðið að nota þorsk. Markmiðið var að kanna sérstaklega hvort einangruð þorskprótein höfðu aðra eiginleika en hakk m.t.t. skynmats og blóðþrýstingslækkandi eiginleika afurða. Niðurstaðan var að ekki fannst munur á þessum eiginleikum í rannsókninni. Í verkefninu var kannað samspil vatnsrofs með ensímum og vinnslueiginleikar og lífvirkni. Samspil vatnsrofs kolmunnapróteina einangruð með nýrri aðferð og lífvirkni þeirra hefur ekki verið framkvæmd áður og var þar um alþjóðlegt nýnæmi að ræða. Í verkefninu var aflað mikillar þekkingar á sviði ensímniðurbrots og lífvirknieiginleika próteinafurða.

The aim of the project was to answer the question: What kind of bioactive properties do peptides produced by enzyme hydrolysis of blue whiting have? Some sort of bioactivity is needed if they are to be used in functional food. The substrate for the hydrolysis was isolated blue whiting proteins. Well-known, commercially available enzymes were used to hydrolyse the proteins to different degrees of hydrolysis (%DH). The blue whiting hydrolysates showed bioactive properties, but their sensory characteristics were not good. Furthermore, the yield of the process was low. The reason for this was a shortage of fresh raw material. Thus, in the next steps cod was therefore used. The main aim was to study whether different sensory and bioactive characters were achieved when isolated proteins were used compared to mince. The results of the project indicate that there is no difference. In the project the connection between enzyme hydrolysis and functional and bioactive properties was examined. Main emphasis was on the effect of using isolated proteins as raw material for enzyme hydrolysis. In the project important knowledge in the field of enzyme hydrolysis and bioactivity was gained that will facilitate future research.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. First Annual Report

Útgefið:

01/06/2007

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Lynn Frewer, Bjorn Þorgilsson, Heiða Pálmadóttir, Andy Hart

Styrkt af:

Evrópusambandið (ESB), Matis, CSL, RIVM, WU, UPATRAS, Altagra, IPIMAR

QALIBRA-Heilsuvogin. First Annual Report

Þessi skýrsla er fyrsta ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1. apríl 2006 til 31. mars 2007. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB. Um að ræða þriggja og hálfs árs verkefni sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís ohf) stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Makmið QALIBRA- verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvælum á heilsu manna. Markmiði era ð þessar aðferðir muni verða settar fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Portúgal og Ungverjalandi.

This is the first periodic activity and management report for the project QALIBRA – “Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits”. The report covers the period from 01.04.06 to 31.03.07. QALIBRA is partly funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It began in April 2006 and will end in 2009. The objectives of QALIBRA are to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts. The participants in the project are: Matís, Iceland, coordinator, Central Science Laboratory, United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service, Hungary, National Institute for Agriculture and Fisheries Research, Portugal.

Skoða skýrslu
IS