Skýrslur

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara (Saccharina latissima)

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Símon Sturluson

Styrkt af:

AVS (V11 002‐11)

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara (Saccharina latissima)

Í þessari skýrslu er greint frá öflun upplýsinga um aðferðir til meta helstu gæðaþætti hráefnis, vinnslu og verkun beltisþara og stýringu á þeim til manneldis. Sýnataka og mælingar á hráefni og unnum vörum voru síðan framkvæmdar til að prófa og meta viðkomandi aðferðir. Skýrslan er hluti af verkefninu Þróun matvara úr beltisþara sem hefur það að markmiði að öðlast þekkingu og færni við meðhöndlun og vinnslu beltisþara og sýna fram á möguleika á verðmætasköpun úr honum.

Methods were evaluated for measuring the main quality indicators of sugar kelp (Saccharina latissima) as raw material for food applications.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla á þurrkuðum sölvum til manneldis. Gæðaþættir og gæðaviðmið / Processing of dried dulse for consumption. Quality parameters and requirements.

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Vinnsla á þurrkuðum sölvum til manneldis. Gæðaþættir og gæðaviðmið / Processing of dried dulse for consumption. Quality parameters and requirements.

Að mörgu þarf að huga þegar skal afla og vinna söl og aðra þörunga til manneldis. Mismunandi kröfur og viðmið eru meðal vinnsluaðila, kaupenda og neytenda varðandi hvernig söl eiga að vera og hver æskileg gæði þeirra eru. Í þessari skýrslu er upplýsingum safnað saman um opinberar kröfur og þekkt viðmið um vinnslu á þurrkuðum sölvum til manneldis sem vinnsluaðilar og kaupendur geta nýtt sér til að setja vöru- og gæðaviðmið fyrir þessar vörur. Þrátt fyrir að um hefðbundna vöru sé að ræða er enn mikið verk óunnið til að öðlast fullnægjandi þekkingu á mörgum þáttum í framleiðslu á þurrkuðum sölvum og hvernig best er að stýra þeim (s.s. varðandi geymslu á fersku hráefni). Leiðbeiningar um vinnslu á þurrkuðum sölvum munu því halda áfram að þróast og breytast eftir því sem þekkingu fleygir fram.

Many things need to be considered when collecting and processing dulse and other seaweed for human consumption. Requirements on how dried dulse should be and their required quality, vary between buyers and consumers. Information was collected on official requirements and known paradigms on the processing of dried dulse. Despite being a traditional product, extended knowledge on the influence of different processing parameters on the properties of dried dulse and how they can be controlled, is needed. Instructions on processing of dried dulse will therefore continue to develop as knowledge on the matter extends.

Skoða skýrslu

Skýrslur

A brief summary of processing fish proteins

Útgefið:

01/11/2008

Höfundar:

Arnljótur B. Bergsson, Margrét Geirsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Þóra Valsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

A brief summary of processing fish proteins

Oxun er áríðandi viðfangsefni við proteinvinnslu. Skýrslan er samantekt með vali á vinnslubreytum og eiginleikum fiskpróteina og í lok skýrslunnar má finna tillögur varðandi áhrif vinnslubreyta á eiginleika próteinanna. Í skýrslunni má finna drög að áhættuþáttagreiningu með gæðaþáttum prótein-, ísolat- og hýdrólýsatvinnslu.

Oxidation is high profile topic in protein processing. This report is a summary on the influence of process and a selection of process parameters and properties, quality and yield of fish proteins, isolates and hydrolysates and it includes suggestions regarding the effect of processing parameters on these protein properties. The report lists up a draft for hazard analysis of quality parameters in protein, isolate, and hydrolysate processing.

Skýrslan er lokuð í 2 ár / Report closed for 2 years

Skoða skýrslu
IS