Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed.
Merki: Gæði
Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed.
Skoða skýrslu
Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed.
Skoða skýrslu
Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed.
Skoða skýrslu
Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed.
Skoða skýrslu
Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed.
Skoða skýrslu
Hámörkun gæða frosinna karfaafurða / Quality optimization of frozen redfish products
The aim of the study was twofold. Firstly, to explore the influence of time and temperature during frozen storage on lipid deterioration of red fish. That was done by comparing the effect of temperature fluctuation and abuse during frozen storage, as can be expected during transportation, on the physicochemical characteristics and lipid stability of redfish fillets. Secondly, to investigate the effect of 4 days postcatch and 9 days postcatch, and seasonal variation on the quality and storage stability of frozen red fish.
Storage temperature and storage time affected the physical- and chemical properties in redfish, e.g free fatty acids, TBARS and TVB-N. Season of capture affected both the nutritional value and stability of golden redfish. The light muscle of fish caught in November was richer in EPA and DHA than in the fish caught in June. The fish caught in November was also more unstable through frozen storage, due to a more unsaturated nature of the fatty acids present, indicating that special care needs to be applied during handling and treatment of golden redfish caught at this time. The light muscle had a higher nutritional value than the dark muscle and is a good nutritional source for human consumption. However, the dark muscle was prone to lipid oxidation which may have a negative influence on the more valuable light muscle. So there seems to be need to separate them.
Skoða skýrslu
The effects of food container depth and coverage on the quality of superchilled rainbow trout
Ferskur eldisfiskur er almennt slægður og pakkað í frauðplastkassa með ís fyrir útflutning í kæligámum. Í ljósi þess að mikil þróun hefur átt sér stað hvað varðar ofurkælingu og jákvæð áhrif hennar á gæði fiskafurða, þá hafa aðrar hagkvæmari og umhverfisvænni pökkunarlausnir verið skoðaðar, þar á meðal einangruð matvælaker. Meginmarkmið verkefnisins var að meta áhrif mismunandi pökkunaraðferða á gæði fersks regnbogasilungs. Slægðum fisk með haus var pakkað í frauðplastkassa og einangruð ker af mismunandi dýpt (29-60 cm). Auk samanburðar á misdjúpum kerum, þá voru mismunandi útfærslur við lokun á kerum einnig skoðaðar. Fylgst var með tilraunafiskum efst og neðst í hverju keri. Kerin voru geymd í hitastýrðu umhverfi við um -1 °C og gerðar mælingar eftir 8 og 13 daga frá pökkun. Sá fiskur sem pakkað var í frauðplastkassa var ýmist ofurkældur fyrir pökkun eða kældur á hefðbundinn hátt með ís. Það var gert til að meta áhrif ofurkælingar á ferskan regnbogasilung. Til að meta gæði regnbogasilungsins var fylgst með örveruvexti, áferð og losi í flökum. Niðurstöðurnar sýndu að þær pökkunarlausnir sem skoðaðar voru í verkefninu höfðu tiltölulega lítil áhrif á heildarörverufjölda, en ekki reyndist marktækur munur á milli tilraunahópa við lok geymslutímabilsins. Almennt var lítill sem enginn munur á milli hópa m.t.t. áferðar og loss í flökum. Aftur á móti sýndu niðurstöðurnar að nauðsynlegt er að loka kerunum, en tegund loks hafði ekki marktæk áhrif. Ofurkæling fyrir pökkun hafði marktæk áhrif á los. Fiskur sem var kældur á hefðbundinn hátt og pakkað í frauðplastkassa með ís hafði marktækt meira los samanborið við þegar hann var ofurkældur og pakkað í ker eða frauðplastkassa án íss. Niðurstöðurnar sýna að ekki er marktækur munur á milli frauðplastkassa og kera af mismunandi dýpt miðað við þær gæðabreytur sem skoðaðar voru í þessu verkefni. Þær gefa því til kynna að flutningur á ofurkældum regnbogasilungi í kerum er raunhæfur möguleiki m.t.t. stöðuguleika hráefnisins og afurðargæða.
The overall aim of the study was to explore the effects of different packaging solutions on the quality of fresh rainbow trout. Different packaging methods included expanded polystyrene boxes (EPS), insulated food containers of 29 to 60 cm depth with various combination of covers. Each container was split up into two groups, top- and bottom layer. Both fish chilled on ice and superchilled fish were considered. Microbial growth and sensory characteristics (fillet gaping, softness and elasticity) were used to evaluate the quality of the rainbow trout fillets after 8 and 13 days of storage at around -1 °C. The different packaging solutions had no effects on the microbial quality of the fish. Moreover, no listeria activity was detected. Sensory evaluation showed minor differences between containers of different depths and/or EPS boxes, as well as between top and bottom layers. However, the presence of cover proved to be of great importance, but the type of cover turned out to be not relevant. The effects of superchilling before packaging on fillet gaping was evident in present study since fish packed in EPS box with ice resulted in more gaping than superchilled fish packed in EPS boxes and/or containers without ice.
Skoða skýrslu
The effects of insulated tub depth on the quality of iced Atlantic cod / Áhrif dýptar einangraðra kera á gæði ísaðs þorsks
Markmið verkefnisins var að rannsaka gæði þorsks sem hafði verið slægður einum degi eftir veiði, ísaður og pakkað í 12 mismunandi stór ker, 4×250 L, 4×460 L og 4×660 L. Fylgst var með tilraunafiskum efst og neðst í hverju keri. Kerin voru geymd í hitastýrðu umhverfi við 1 °C og gerðar mælingar eftir 6, 10, 13 og 15 daga frá pökkun. Til að meta gæði þorsksins var notast við vatnstap í kerum eftir geymslu, vinnslunýtingu og skynmat. Niðurstöður sýndu að vatnstap var mest í 660 L keri og minnst í 250 L keri. Enginn munur var á vinnslunýtingu. Í öllum tilfellum var minna los í botni kers miðað við toppinn, líklega vegna mismunandi stærðar fiska í toppi og botni. Enginn munur var á niðurstöðum úr mati með gæðastuðulsaðferð (QIM) milli kera en þeir skynmatsskalar sem til eru ná ekki til þeirra eiginleika sem greinilegur munur sást á. Mikill munur sást á fiskum í topplagi og fiskum í botnlagi í öllum tilvikum, en ísför og marin flök voru fyrirferðameiri á botnfiskum. Í framhaldi tilraunarinnar verður í áframhaldandi rannsóknum á gæðum ísaðs og ofurkælds fisks í mismunandi stórum kerum hannaður nýr skynmatsskali sem tekur á þessum þáttum, þ.e. förum eftir ís og marskemmdum í flökum.
The aim of this project was to examine the quality difference of Atlantic cod that had been iced and packed into 12 different sized food containers (tubs), 4×250 L, 4×460 L and 4×660 L. Each tub was split up into two groups, top-and bottom layer. Drip loss, processing yield, and sensory evaluation were used to evaluate the quality of the cod. The results showed that the greatest drip loss was in the 660 L tub, and the least in the 250 L tub. There was no difference in processing yield. Sensory evaluation showed no difference between tubs, except that the fillets from fish in the bottom layer of all containers had less gaping than fillets from the top layer of fish, most likely due to size differences of top-and bottom layer fish. No current sensory evaluation scales account for different amounts of ice marks and crushed fillets that was detected between fish in the top-and bottom layer of the tubs. The results of this project will be used in continuing research of iced and superchilled fish in different sized containers to develop a new sensory scale that will account for these qualities.
Skoða skýrslu
Overview of available methods for thawing seafood / Lausnir sem standa til boða við uppþíðingu á sjávarfangi
There is a constant demand for quality raw materials that can be used for producing seafood products for high paying markets in Europe and elsewhere in the world. Suppliers of demersal fish species in the North Atlantic are now meeting this demand by freezing the mainstay of their catches, in order to be able to have available supplies all year around. This is partly done because of seasonal fluctuations in catches, which are harmful from a marking point of view. The fact that all these raw materials are now frozen demands that methods used for freezing and thawing can guarantee that quality of the raw material is maintained. There are a number of methods available to thaw fish. The most common ones involve delivering heat to the product through the surface, as with conduction or convection. These methods include water and air-based systems. More novel methods are constantly on the rise, all with the aim of making the process of thawing quicker and capable of delivering better products to the consumer. These procedures are however, often costly and involve specialized workforce to control the process. All in all, it depends greatly on what kind of conditions a company is operating under regarding which thawing methods should be chosen. This report identifies the most common methods available and provides information on their main pros and cons.
Stöðug eftirspurn er frá fiskvinnslum víða um heim eftir góðu hráefni úr Norður Atlantshafi til framleiðslu á afurðum fyrir kröfuharða markaði. Til að mæta þessari eftirspurn og með hliðsjón af miklum árstíðabundnum sveiflum í veiðum á vissum fisktegundum hafa fyrirtæki gripið til þeirra ráða að frysta hráefnið til notkunar síðar meir. Það kallar á góðar aðferðir til að frysta hráefnið, en ekki er síður mikilvægt að þíðing hráefnisins sé góð. Til eru margar aðferðir til að þíða fisk og aðrar sjávarafurðir. Algengast hefur verið að nota varmaflutning í gegnum yfirborð með varmaburði eða varmaleiðni. Þær aðferðir byggja að mestu á því að nota vatn eða loft sem miðil til þíðingar. Nýrri aðferðir eru til sem reyna að gera ferlið fljótvirkara og þannig skila betri afurð til neytenda. Þessar aðferðir eru þó oft kostnaðarmiklar og fela í sér mikla sérhæfingu starfsfólks. Þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir máli um hverslags rekstur er að ræða og hvernig aðstæður fyrirtæki búa við hverju sinni þegar þíðingaraðferðir og tæknilegar lausnir eru valdar. Í þessari skýrslu eru tilgreindar allar helstu þíðingaaðferðir og þær tæknilegu lausnir sem eru á markaðinum í dag, ásamt því sem helstu kostir og gallar þeirra verða tilteknir.