Skýrslur

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu / Exploratory fisheries and exploitation of Mueller‘s pearlsides

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Hólmfríður Hartmannsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu / Exploratory fisheries and exploitation of Mueller‘s pearlsides

Gulldepla hefur sést í litlum mæli við Ísland undanfarin ár, en óvenju mikið hefur sést af henni við suðurströnd Íslands veturna 2008/2009 og 2009/2010. Nokkur skip byrjuðu með tilraunir til að veiða hana í desember 2008 og janúar 2009 með þokkalegum árangri og fór aflinn í bræðslu. Í verkefninu var ýmsum möguleikum velt upp hvað varðar nýtingu á gulldeplunni og væri áhugavert að skoða sumar þeirra betur með tilliti til verðmætaaukningar sem þær gætu leitt af sér. Farið var yfir möguleikann á að nýta gulldeplu í surimi, niðursuðu, fóður í fiskeldi, beitu, gæludýranammi eða framleiðslu lífvirkra efna. Sérstaklega var áhugavert að sjá hversu ljósar afurðir úr gulldeplu reyndust verða þegar lífvirk efni voru unnin úr henni, miðað við upphafshráefnið og einnig hvað bragð og lykt reyndist vera ásættanlegt.

Mueller‘s pearlside has not historically occurred on Icelandic fishing grounds, but from 2008 pelagic fishers found an increase on the south coast of the country. Exploratory fishing trips were undertaken by a few ships in December 2008 and January 2009. The catch rate was acceptable and the catch was processed into fishmeal. In the project, multiple potential uses for pearlside were investigated and some produced results that indicated it would be worth to research further due to the increased value they may lead to. For example, applications included surimi, canning, aquaculture feed, bait, pet treats or products with bioactivity. The most interesting result was how light the fish protein extracts were compared to the raw mince material when the bioactivity was explored, and also that the taste and smell were very acceptable.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukið verðmæti sjávarafurða með áherslu á nýtingu í mjöl og lýsisvinnslu til vöruþróunar / Increasing value of seafood with an emphasis on products for use in fish meal and fish oil production to product development

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Magnús Valgeir Gíslason, Sigurjón Arason, Sindri Sigurðsson

Styrkt af:

Byggðastofnun, Þróunarsvið, Mótvægisstyrkur Matvælasviðs Vaxtasamnings Austurlands

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Aukið verðmæti sjávarafurða með áherslu á nýtingu í mjöl og lýsisvinnslu til vöruþróunar / Increasing value of seafood with an emphasis on products for use in fish meal and fish oil production to product development

Árið 2008 var gulldepla fyrst veidd í teljanlegu magni, gulldepla er mjög viðkvæm fyrir saltupptöku frá veiðum að vinnslu. Til að lækka saltinnihald í mjöli var soð úr vinnslunni sett í gegnum himnusíunarbúnað sem var settur upp eftir grófskilvindu. Þessi búnaður náði að lækka saltinnihald úr 11% niður í 4,5%. Himnusíunarbúnaður er dýr og mikill viðhaldskostnaður er við keyrslu á honum í ferlinu. Þess vegna var frekar ráðist í að breyta verklagi  við veiðar, geymslu og löndun án þess að breyta framleiðsluferli við mjölvinnslu og þessi aðgerð hefur haft í för með sér að saltmagn í gulldeplumjöli hefur lækkað úr  10 – 12 % sem er of hátt, niður í 5 – 6 %.

Silvery lightfish was first caught 2008 near Iceland. Salt diffusion is a problem in silvery lightfish from catch to processing. To lower the salt content in fishmeal the stickwater was put through a membrane filter after coarse centrifuge, with this method the salt content was lowered from 11% down to 4,5%. The membrane filter system is expensive and maintenance cost is relatively high. These are the main reasons for changing procedure while catching, storing and landing without changing the fishmealprocess. This procedure has made  salt content in silvery lightfish meal dropp from 10 – 12 % witch was to high down to 5 – 6 %.

Skoða skýrslu
IS