Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla – B‐hluti. Notkun myndgreiningar við rannsóknir á samsetningu vöðvaþráða í lömbum / Development of analytical methods – The use of image analysis for analysing lamb muscle
Rannsóknir hafa sýnt að mikill munur er á gæðum matvara eftir uppruna þeirra og mismunandi meðhöndlun og því mikilvægt að geta fylgst með gæðum vinnsluhráefna og matvöru með sem auðveldustum og áreiðanlegustum hætti. Myndgreining er áhugaverður kostur sem getur gefið upplýsingar sem eru aðgengilegar og sýna vel uppbyggingu vefja og áhrif mismunandi þátta á samsetningu og eiginleika afurða. Skýrslan er samantekt um aðferðir til greiningar á mismunandi gerðum vöðvafruma í lömbum. Í samantekt má segja að litanir hafi tekist vel og að unnt hafi verið með greinilegum hætti að aðskilja mismunandi gerðir vöðvaþráða í hrygg‐ og lærisvöðva lamba. Undanskilin er þó sú aðferð sem nýtt hefur verið til aðgreiningar á vöðvaþráðum af Gerð II í undirgerðirnar IIA og IIB, en í ljós kom að svörun með þeirri aðferð var ekki afgerandi og því rétt að benda á notkun annarra og nákvæmari aðferða.
Research reveal variable quality of food products, depending on the origin, processing and other treatment of the product. Hence, it is considered of importance to be able to easily monitor the quality of the raw material. Image analysis is considered an interesting choice of analytical method which allows detection of tissue structures and analysis of the effects of various factors on tissue structure and various quality parameters. The report compiles methods used for identifying different types of cells in the muscle of lambs. The main results show that it is possible to distinguish different types of muscular fibers in lambs. Classification of the Type II fibers, based on their oxidative activity using the NADH‐TR method, however, proved inaccurate. More accurate methods such as the SDH method are therefore recommended.