Improved reefer container for fresh fish / Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk – LOKASKÝRSLA
Meginmarkmið verkefnisins Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk var að endurbæta kæligáma og verklag við flutninga á ferskum sjávarafurðum með endurhönnun og prófunum. Markmiðið er að hönnunarúrbætur skili kæligámum sem ná jafnara hitastigi gegnum flutningaferlið. Leitast skyldi við að ná viðunandi endurbótum á kæligámum sem í dag er notast við með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu‐ og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Eimskip Ísland og Samherji. Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að þörf er á endurbótum í sjóflutningskeðjum og sýnt var fram á að hægt er að ná fram úrbótum með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum. Hitastýringu við sjóflutninga má bæta með því að velja markhitastig og kæligáma sem hæfa best til flutninga ferskra fiskafurða. Kortlagning á hitadreifingu kæligáma sýndi fram á breytileika bæði í flutningsferlinu og með tilliti til staðsetningar innan gámsins en hönnunarúrbætur sem miðuðu að því að þvinga loftflæði innan gámsins skiluðu jafnari hitadreifingu. Einnig var sýnt fram á mikilvægi verklags við hleðslu kæligáma og meðhöndlun þeirra frá framleiðanda til kaupanda.
The purpose of the project Improved reefer container for fresh fish is to use simple redesign and experimental testing to improve temperature control in reefer containers and work procedures of fresh fish products during transport. The design improvements are aimed at producing a reefer with more stable temperature through sea freight and transport. The aim is to get satisfactory improvements with simple and cost effective procedures. Improved temperature control in fish chill chains leads to increased product quality, stability and safety and thereby increased product value. The project was done in collaboration with Matís, University of Iceland, Eimskip Ísland and Samherji. This report describes the main results and products of the project. The results of the project showed that there is room for improvement in sea transport cold chains and with design improvements experiments it was demonstrated that they can be improved with simple and cost effective procedures. The results showed that the temperature control during sea freight may also be improved by selecting the reefer types most suitable for fresh fish transport and selecting different set point temperatures during summer and winter. The mappings of temperature distribution inside the reefers showed spatiotemporal variability and design improvements achieved a more uniform distribution by means of forced air circulation. Field tests demonstrated the importance of correct operating procedures during loading of reefers and their handling from processor to end location.