Skýrslur

Bestun á blæðingu laxfiska og áhrif þess á afurðagæði og umhverfi

Útgefið:

08/06/2020

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Hildur Inga Sveinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Umhverfissjóður sjókvíaeldis (ANR18011143), Rannís

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Bestun á blæðingu laxfiska og áhrif þess á afurðagæði og umhverfi

Mikil reynsla og þekking er í bestun á blæðingu á þorski, en blóðleifar í flökum eru álitin gæðavandamál; bæði hvað varðar útlit og eins valda blóðleifar þránun við geymslu. Eitt af markmiðum verkefnisins var að besta blæðingu laxfiska en ekki tókst að ljúka því þar sem framhaldsstyrkur fékkst ekki. 

Laxeldi er umhverfisvæn próteinframleiðsla og mikilvægt að lágmarka umhverfisáhrif framleiðslunnar. Eitt af markmiðum verkefnisins var að þróa búnað til að hreinsa vinnsluvatn áður en því er skilað út í náttúruna. Nýr búnaður hefur verið settur upp hjá Arnarlaxi, en fyrirtækið er samstarfsaðili verkefnisins.

Unnið var að frumathugunum til að þróa verðmæti til framtíðar úr efnum í vinnsluvatni og verður það verkefni framtíðar að klára þá vinnu.   

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukahráefni frá laxeldi – möguleg nýting og virðisauki

Útgefið:

05/09/2016

Höfundar:

Lilja Magnúsdóttir, Sæmundur Elíasson, Birgir Örn Smárason, Jón Örn Pálsson, Sölvi Sólbergsson

Styrkt af:

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Aukahráefni frá laxeldi – möguleg nýting og virðisauki

Með auknu laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum eykst einnig það magn af fiski sem drepst á eldistímanum og þar sem ekki má nota slíkt hráefni sem fóður fyrir önnur dýr en loðdýr er það allt urðað. Í stað urðunar má hugsanlega nota þetta hráefni til lífgasframleiðslu og lífgasið síðan notað til orkuframleiðslu. Mikið magn af dauðfiski mun falla til á svæðinu á næstu árum og því brýnt að finna ásættanlega lausn með tilliti til áhrifa á umhverfi og loftslag. Í verkefninu voru allir hráefnisstraumar á sunnanverðum Vestfjörðum greindir með tilliti til lífgasframleiðslu auk þess sem skoðaðir voru mögulegir staðir fyrir lífgasver og flutningsleiðir hráefnis rýndar. Í ljós kom að til að unnt sé að starfrækja lífgasver með dauðfisk sem aðalhráefni þarf að finna kolefnisríkt hráefni til íblöndunar til að niðurbrotslífverur þær sem brjóta niður hráefnið geti sinnt sínu hlutverki. Kolefni fæst meðal annars úr byggi og grænmeti.

As the salmon farming in Westfjords increases the problem of dead fish and how to dispose of it increases as well. One of the solutions is to use the dead fish to produce biogas. In order to be able to produce biogas it is necessary to find resources that are high in carbon to blend with the fish. At the moment no resources of high carbon are available in the Westfjords.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó / Use of canola oil in winterdiets for Atlantic salmon

Útgefið:

01/02/2014

Höfundar:

Jón Árnason, Jón Örn Pálsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Arnþór Gústafsson

Styrkt af:

AVS sjóðurinn tilvísunarnr. R 089‐12

Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó / Use of canola oil in winterdiets for Atlantic salmon

Tilraun var gerð með mismunandi magn repjuolíu (0, 50 og 80%) í vetrarfóður fyrir 570 gramma lax sem alinn var í sjó með 28,2‰    seltu (26  ‐  34‰) við meðalhita 4,5˚C (3,8 – 5,6˚C). Fiskurinn tvöfaldaði þunga sinn á 152. daga tilraunatíma. TGC3 var að meðaltali 2,9. Fitugerð fóðursins hafði mjög lítil áhrif á vöxt, fóðurtöku, fóðurnýtingu og magnefna innihald í fiskflökum. Samsetnig fóðurfitunnar hafði ekki mikil áhrif á lit í flökum þó svo að fiskur sem fékk fóður með eingöngu lýsi gæfi marktækt (p= 0,017) ljósari flök en fiskur sem fékk fóður með repjuolíu. Fitugerðin í fóðrinu hafði hins vegar veruleg áhrif á fitusýrusamsetningu fitu í bæði fóðri og fitu í flökum einkum á það við um innihald EPA, DHA og hlutfall n‐6 og n‐3 fitusýra. Niðurstöðurnar sýna þó að áhrifin í flaka fitunni eru mun minni en í fóður fitunni, einkum á þetta við fitusýruna DHA. Svo virðist sem stýri DHA    úr fóðurfitunni í flakafitu fremur en að nota hana sem orkugjafa.

An experiment with different inclusion of Canola oil (0, 50 and 80%) in diets for 570 grams Atlantic salmon that was reared in sea water with average salinity of 28,2‰  (26 ‐ 34‰) at average temperature of 4,5˚C (3,8 – 5,6˚C). The fish doubled its weight during the 152 days trial period. TGC3 was on average 2,9. The fat type had had only minor effects on growth, feed intake, feed conversion and nutrient content in filet. The fat type in the diet did not have much effect on the filet colour even though the fish that got feed with fish oil was significantly (p= 0,017) lighter in filet colour than fish that got diets with Canola oil. Composition of the diets had market effect on the fatty acid composition of both dietary fat and filet fat in particular the content of EPA and DHA and the n‐6 to n‐3 ratio. However the results show lower effect in the filet fat than in the dietary fat, particularly regarding the content of DHA indicating that the fish is directing that fatty acid towards the storage lipid in the filet rather than using it as energy source.

Skoða skýrslu
IS