Tillögur um stofnun smásölu‐fiskmarkaða á Íslandi / Public fish markets in Iceland – propositions
Af hverju tíðkast ekki hérlendis að almenningur geti keypt ferskan fisk á hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði? Ísland er þekkt fyrir mikil og væn fiskveiðimið og fiskafurðir af miklum gæðum. Af hverju er ekki gert meira út á upplifun í tengslum við fiskinn, bæði fyrir landsmenn og fyrir ferðamenn? Margir eru áhugasamir um hugmyndina um fiskmarkað, en af einhverjum ástæðum hefur henni ekki verið hleypt í framkvæmd. Í þessum tillögum er farið yfir stöðu fiskmarkaða á Íslandi og hvað „smásölu fiskmarkaðir“ geta haft fram að færa. Þá eru tekin dæmi um fiskmarkaði erlendis, farið yfir mismunandi leiðir að því að setja upp smásölufiskmarkaði og farið yfir megin skrefin sem þarf að hafa í huga þegar farið er af stað. Loks er tekið dæmi um ferli við frumhugmyndavinnu að stofnun smásölufiskmarkaðar í Reykjavík. Það er von höfunda að þessi samantekt kveiki áhuga á og stuðli að stofnun fiskmarkaða fyrir almenning víðs vegar um landið.
There are currently no public fish markets in Iceland – why? Iceland is known for its rich fishing grounds and quality fish products. Why hasn’t the seafood experience been more exploited, for the Icelandic public as well as tourists? The idea of a public fish market greatest excitement among most people, however, it has not resulted in an up and running market. In these propositions the current situation in Iceland is reviewed as well as what is to gain by creating and running public fish markets. Examples are taken from fish markets abroad, different scenarios are illustrated and important steps in the preparation process discussed. Finally, example is given on the first steps in idea generation for a public fish market in Reykjavik. The authors aim for these propositions to encourage the establishment of public fish markets all around Iceland.