Skýrslur

Development of microalgae for aquaculture
/ Þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi 

Útgefið:

26/01/2023

Höfundar:

Davíð Gíslason, Hrólfur Sigurðsson, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Isaac Berzin og Theodór Kristjánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóði

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Verkefnið þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi sem var samstarfsverkefni VAXA og Matís og styrkt til tveggja ára af Tækniþróunarsjóð er nú lokið.

Verkefnið hafði að markmiði að þróa afurðir VAXA sem innihaldsefni fyrir fiskafóður í fiskeldi. Framkvæmdar voru nokkrar tilraunir sem höfðu að markmiði að skoða notagildi Nannochloropsis smáþörungsins sem innihaldsefni í fiskafóður. Í þessum tilraunum var skoðað 1. Geymsluþol ferskra þörunga, 2. Hvernig megi veikja frumuvegg þörungsins svo hann verði meltanlegur fyrir fiska en annars er hann ómeltanlegur, 3. Áhrif fiskafóðurs með þörungaolíu á vöxt og laxalúsasmit á laxaseiðum, 4. Vöxt og upptöku á fitusýrum og Omega 3 í laxaseiðum sem eru fóðruð á fóðri með þörungaolíu. 5. Reiknivél fyrir upptöku Omega 3 í laxaseiði. Niðurstöður tilraunanna voru að mörgu leyti jákvæðar og bættu mjög þekkingu VAXA á möguleikunum að nota Nannochloropsis þörunginn eða afurðir unnar úr honum eins og þörungaolíu í fiskafóður.  

Sú þekking sem ávannst í verkefninu nýtist VAXA til þess að þróa afurðir sínar til notkunar í laxafóður. Þótt svo að Omega 3 fitusýrur séu til staðar í ýmsum matvælum (aðalega fiski), er lax talinn ein besta uppspretta þessara fitusýra. Fiskeldisiðnaðurinn hefur leitað leiða til þess að minnka notkun sína á fiskmjöli og fiskolíu fyrir laxafóður, sem hefur valdið því að Omega 3 magn í eldislaxi hefur minnkað. Í þessu rannsóknarverkefni hefur í fyrsta skipti verið notað með góðum árangri sjálfbærir ljóstilífandi þörungar til framleiðslu á Omega 3 fyrir laxafóður. Niðurstöður verkefnisins sýna fram á hagkvæmni þessarar nálgunar fyrir framleiðslu á Omega 3 ríku laxafóðri. Góðar niðurstöður verkefnisins munu hjálpa VAXA að markaðsetja þörungaolíu úr framleiðslu sinni sem valkost fyrir Omega 3 ríkt innihaldsefni fyrir laxafóður í stað fiskimjöls og fiskolíu í laxafóður framtíðarinnar.

Skýrslan er lokuð.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífdísel með ljósvirkjandi örverum / Biodiesel from photosynthetic organisms

Útgefið:

01/07/2011

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson

Styrkt af:

Umhverfis‐ og orkusjóður Orkuveitu Reykjavíkur (UOOR)

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Lífdísel með ljósvirkjandi örverum / Biodiesel from photosynthetic organisms

Markmið verkefnisins var að einangra og rækta ljóstillífandi örverur sem geta nýtt gróðurhúsalofttegundir úr útblæstri jarðvarmavirkjana, þ.e. brennisteinsvetni (H2S) og koldíoxíð (CO2), en skila nýtanlegum afurðum sem hugsanlega mætti nota í lífdísel og fóður. Tveir hópar voru einkum til skoðunar: Í fyrsta lagi ljóstillífandi bakteríur sem nýta H2S og binda CO2 en þola ekki súrefni (anoxygenic). Í öðru lagi ljóstillífandi örþörungastofnar sem binda kolefni úr koldíoxíði og skila frá sér súrefni (oxygenic). Áformað var að verkefnið tæki tvö ár og fékkst styrkur frá UOOR til fyrra ársins. Tilraunir til að einangra og rækta ljóstillífandi, H2S nýtandi, CO2 bindandi bakteríur skiluðu ekki árangri, þannig að efniviður rannsóknanna var einkum örþörungar og blágrænar bakteríur sem voru einangruð í nærumhverfi jarðvarmavirkjana. Tegundir sem fundust voru alls 31 og uxu stofnarnir við mismunandi hitastig.    Vaxtarhraði (g/L/dag) var áætlaður fyrir stofnana og ennfremur litarefnainnihald þeirra (chlorophyll og karoten). “Nile Red”aðferð    til að meta fituinnihald í örþörungum og blágrænum bakteríum var reynd á nokkrum stofnum en þarfnast aðferðaþróunar sem er á áætlun á seinna ári verkefnisins. Frekari tilraunir til að einangra ljóstillífandi bakteríur sem nýta H2S eru einnig á dagskrá seinna árs.

The aim of the project was to isolate and cultivate photosynthetic microorganisms able to utilize emission gases from geothermal power plants, i.e. hydrogen sulfide (H2S) and carbon dioxide (CO2) and return products which may be used in biodiesel production and feed. Two groups were of particular interest: First, anoxygenic, photosynthetic bacteria utilizing H2S and assimilating CO2; and second, oxygenic, photosynthetic CO2 assimilating microalgae and cyanobacteria. The project was planned for two years of which the first year, described in this report, was funded by UOOR.   Attempts made to isolate and cultivate photosynthetic, H2S utilizing, CO2 assimilating micro‐organisms were not successful, thus the research material of the project consisted of microalgae and cyanobacteria strains which were isolated from the close vicinities of geothermal power plants. These consisted of 31 species growing at different temperatures. Growth rate (g/L/day) was estimated for the strains as well as estimates of chlorophyll and carotenoids content. A method for estimates of fat content in microalgae i.e. the Nile Red method was tested on several microalgae and cyanobacteria species. Further development of this method is needed and planned for the next year of the project. Further attempts for isolation of photosynthetic, anoxygenic bacteria species is also planned for the next year of the project.

Lokuð skýrsla / Report closed

Skoða skýrslu
IS