Skýrslur

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri / Fishing and processing of live nephros for exportation

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Guðmundur Heiðar Gunnarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri / Fishing and processing of live nephros for exportation

Um var að ræða tilraunaverkefni sem snéri að því að skilgreina aðstæður fyrir skilvirkan útflutning á lifandi humri. Verkefnið spannaði ferlið allt frá veiðum að markaðssetningu humars í Evrópu. Í verkefninu tókst að skilgreinda aðstæður til að koma lifandi humri frá Hornafirði á markað í Suður‐Evrópu. Sýnt var fram á að hægt er að veiða humar í troll til lifandi útflutnings ef tryggt er að nákvæm gæðaflokkum eigi sér stað um borð í veiðiskipinu. Skilgreindir voru verkferlar sem lágmörkuðu afföll við skammtímageymslu á humri í landi og við flutning á markað í Evrópu.  Samanburður við sambærilegar danskar rannsóknir sýndi að lifun var betri í ferlinum okkar eða 66% miðað við 53%. Þó voru hærri afföll vegna hnjasks við trollveiðar á íslensku skipunum en það var bætt upp með þrisvar sinnum hærri lifun við flutning í land og skammtímageymslu í landi (96 klst).   Sýnt var fram á að hægt var að halda humri lifandi án affalla í allt að 48 klst í flutningi á erlendan markað. Reiknað var með að humar þyrfti að lifa í a.m.k. 37 klst. í flutningi til að ná til neytanda í Evrópu. Verð á erlendum mörkuðum var í samræmi við það sem markaðsgreiningar bentu til. Í verkefninu hefur því verið skilgreindur verkferill sem hægt er að byggja á til að hefja sölu á lifandi humri á markaði í Suður‐Evrópu. Þó er nauðsynlegt að ná valdi á gildruveiðum á leturhumri til að auka lifun enn frekar og minnka tímafreka flokkunarvinnu í ferlinu.

This research project was initiated to define conditions for optimized export procedure for Icelandic live nephrops. The project was based on holistic approach spanning the progress from catching nephrops to marketing of the live product in Europe. We were able to define conditions allowing for live export nephrops from Hornafjordur to Europe. We showed that it is possible to export live trawl fished nephrops but only after rigorous quality assessment.   We defined workflow allowing for high survival rate of live nephrops during transportation and storage prior to exporting. Comparison with similar Danish project revealed that our setup allowed for higher survival rate or 66% compared to 53%. The survival rate after Icelandic trawl catching was lower than after Danish trawl catching.  Survival rate during transportation and short time storage (96 hours) was three times higher in our setup.  It was possible to keep nephrops alive for 48 hours in the export packaging, while it was assumed that such export would typically take up to 37 hours.   Prices obtained in the pilot marketing tests were in the price range expected based on our marketing analysis. We have therefore defined a procedure suitable for initiating commercial export of live nephrops to Europe. However it is critical to build up capacity for creeling of nephrops in Icelandic waters to ensure higher survival rates and longer storage time of the live products. This would also reduce the extensive quality assessment needed if the nephrops is trawled.

Skoða skýrslu
IS