Skýrslur

Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets

Markmið tilraunarinnar var að meta áhrif krapaískælingar eftir flökun og/eða pökkun í lofttæmdar umbúðir á gæðarýrnun ferskra karfaflaka. Flökin voru geymd við ‐1 °C í 6 daga til að herma eftir vel útfærðum sjóflutningi í frauðplastkössum og svo við 2 °C líkt og gerist eftir afhendingu erlendis og geymslu í smásölu. Fylgst var með vöru‐  og umhverfishitastigi frá pökkun og framkvæmt skynmat, örveru‐ og efnamælingar. Fiskurinn var veiddur að vorlagi og unninn 6 dögum eftir veiði. Niðurstöður sýna að gæði hráefnisins voru ekki sem best við pökkun þar sem þránunarferli (PV og TBARS) var komið vel af stað. Þetta skýrir væntanlega hvers vegna engin af þessum kæliaðferðum leiddi til geymsluþolsaukningar. Einnig kom í ljós að enginn ávinningur fékkst við að kæla flökin óvarin í krapaís þar sem örveruvöxtur og myndun TVB‐N og TMA í flökunum gerðist hraðar við frekari geymslu. Hins vegar virðist vera ákjósanlegra að kæla lofttæmd pökkuð flök í krapaís því þessi aðferð leiddi til hægari vaxtar skemmdarörvera, lægra magns TMA og hægara þránunarferlis. Photobacterium phosphoreum er mikilvæg í skemmdarferli ferskra karfaflaka, óháð pökkunaraðferð.

The aim of this study was to evaluate the effect of slurry ice cooling in process (post‐filleting) and packaging method (+/‐ oxygen) on the quality deterioration of skinned redfish fillets during storage in expanded polystyrene boxes simulating well‐performed sea freight transportation (6 days at ‐1 °C) followed by storage at the retailer (2 °C). Also, to assess the use of vacuum‐packaging to protect the fillets from direct contact with the cooling medium (slurry ice) and to achieve superchilling following extended treatment. Temperature monitoring as well as sensory, chemical and microbial analyses were performed. The fish was caught in the spring and processed 6 days post catch. The results show that quality of the fillets was not optimal at packaging, due to the detection of primary and secondary oxidation products. This may have been the reason why shelf life extension was not achieved by any of the methods evaluated. Further, there was no advantage of cooling the fillets unpacked since this method stimulated microbial growth and formation of basic amines. On the other hand, slurry ice cooling of vacuum‐packaged fillets led to a slower microbial development, the lowest TMA level and delayed autoxidation. Finally, the importance of Photobacterium phosphoreum in the spoilage process of redfish fillets, independently of the packaging method, was demonstrated.

Skoða skýrslu

Skýrslur

A brief summary of processing fish proteins

Útgefið:

01/11/2008

Höfundar:

Arnljótur B. Bergsson, Margrét Geirsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Þóra Valsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

A brief summary of processing fish proteins

Oxun er áríðandi viðfangsefni við proteinvinnslu. Skýrslan er samantekt með vali á vinnslubreytum og eiginleikum fiskpróteina og í lok skýrslunnar má finna tillögur varðandi áhrif vinnslubreyta á eiginleika próteinanna. Í skýrslunni má finna drög að áhættuþáttagreiningu með gæðaþáttum prótein-, ísolat- og hýdrólýsatvinnslu.

Oxidation is high profile topic in protein processing. This report is a summary on the influence of process and a selection of process parameters and properties, quality and yield of fish proteins, isolates and hydrolysates and it includes suggestions regarding the effect of processing parameters on these protein properties. The report lists up a draft for hazard analysis of quality parameters in protein, isolate, and hydrolysate processing.

Skýrslan er lokuð í 2 ár / Report closed for 2 years

Skoða skýrslu

Skýrslur

Oxun í fiskvöðva – Hlutverk fosfólípíða, próteina, andoxunarefna og áhrif suðu á oxun í fiskvöðva

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Margrét Bragadóttir, Guðrún Ólafsdóttir

Styrkt af:

Rannsóknasjóður RANNÍS

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Oxun í fiskvöðva – Hlutverk fosfólípíða, próteina, andoxunarefna og áhrif suðu á oxun í fiskvöðva

Markmið verkefnisins var að auka skilning á áhrifum oxunar í fiskvöðva sem rýra bragðgæði og næringargildi fisks. Metin voru áhrif viðbættra náttúrulegra þráavarnarefna eða andoxunarefna til að bæta stöðugleika fiskafurða og þannig auka möguleika á notkun fisks í tilbúna rétti. Fosfólípíða líkan úr þorski var notað til að skoða áhrif þráahvata (blóðrauða úr þorski og bleikju) og þráahindra í vökvafasa úr loðnu og úr íslenskum þörungum. Einnig voru skoðuð áhrif suðu og viðbættra þráavarnarefna á bragðeiginleika og myndun svokallaðs upphitunarbragðs í soðnu fiskhakki. Áhrif oxunar á himnubundin fosfólípíð og prótein í fiskvöðvalíkani og í fiskhakki við hitun og geymslu voru mæld með skynmati, litmælingum, hefðbundnum þránunarmælingum (TBA), gasgreinimælingum til að bera kennsl á rokgjörn lyktarefni og hárpípu rafdrætti (capillary electrophoresis, CE) til að greina peptíð og amínósýrur sem áhrif hafa á bragð og lífvirkni. Skoðuð voru tengsl á milli þessara þátta til að skýra og skilja betur oxunarferli í fiskvöðva og þá þætti sem takmarka geymsluþol tilbúinna fiskafurða. Helstu neikvæðu áhrif oxunar á gæði fisks voru myndun lyktarefna, aðallega aldehýða, sem eru niðurbrotsefni fitusýra. Himnubundna fitan í mögrum fiski getur því haft mikil áhrif á bragðgæði tilbúinna matvæla þrátt fyrir að vera í litlu magni. Oxunarhvatar eins og blóð í holdi og suða leiddu til hraðari oxunar, sem sýnir að með réttri blóðgun og mildri hitameðferð mætti takmarka oxun og viðhalda betur bragðgæðum fisks. Auk þess má draga úr oxuninni með notkun á andoxunarefnum. Mælingar á andoxunarvirkni loðnusoðs í fiskvöðvalíkani sýndu að breytilegir ytri þættir eins og árstíðasveiflur og meðhöndlun loðnuhráefnis geta haft áhrif á andoxunarvirkni. Nýnæmi í þessu verkefni eru grunnrannsóknir á áhrifum þráahindra úr loðnu og þörungum ásamt breytingum sem verða á niðurbrotsefnum við suðu sem hafa bein áhrif á bragðgæði vörunnar. Rannsóknum á þessu sviði er haldið áfram í nýjum verkefnum þar sem lögð er áhersla á að skoða betur náttúrleg andoxunarefni úr loðnu og þörungum, sem og heilsubætandi áhrif þeirra.

The aim of the project was to study the effect of heating on oxidation of phospholipids, and the role of antioxidants in fish muscle to influence sensory quality and nutritional value. A phospholipid model from cod was used to study the effect of pro-oxidants (hemoglobin from cod and trout) and antioxidants in aqueous fraction of capelin and in seaweed extracts. The effect of heating and the addition of antioxidants on the sensory quality and the development of warmed-over-flavour (WOF) in fish mince were also studied. The development of degradation compounds in washed cod model system during storage and heating was studied by sensory analysis, colour measurements, traditional lipid oxidation analysis (TBA) and gas chromatography analysis to identify volatile compounds. Capillary electrophoresis (CE) was applied for the analysis of peptides and amino acids that influence the sensory quality and bioactivity. The correlation between these analyses was studied to better understand the oxidation processes in fish muscle and to explain factors reducing the shelf life of ready-to-eat fish products. Quality defects related to oxidation of polyunsaturated fatty acids and formation of volatile compounds like aldehydes contributing to rancidity and colour changes were enhanced by pro-oxidative effects of blood and cooking. Membrane bound phospholipids are therefore of concern as precursors for off flavour and quality defects in lean fish despite of low fat content. Capelin broth appeared to have antioxidant effects in fish model system whereas press juice from whole capelin exhibited pro-oxidant effects. The outcome of this project is increased knowledge on oxidation in fish muscle to underpin the development of healthy and tasteful fish products of high sensory quality and nutritional values fulfilling the needs of consumers. Continued studies have been established in new projects to further characterize the antioxidant properties and possible health effects of capelin and seaweed extracts.

Skoða skýrslu
IS