Ritrýndar greinar

Protein Recovery of Tra Catfish (Pangasius hypophthalmus) Protein-Rich Side Streams by the pH-Shift Method

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Increasing protein demand has led to growing attention being given to the full utilization of proteins from side streams in industrial fish processing. In this study, proteins were recovered from three protein-rich side streams during Tra catfish (Pangasius hypophthalamus) processing (dark muscle; head-backbone; and abdominal cut-offs) by an optimized pH-shift process. Physicochemical characteristics of the resulting fish protein isolates (FPIs) were compared to industrial surimi from the same raw material batch. The pH had a significant influence on protein extraction, while extraction time and the ratio of the extraction solution to raw material had little effect on the protein and dry matter recoveries. Optimal protein extraction conditions were obtained at pH 12, a solvent to raw material ratio of 8, and an extraction duration of 150 min. The resulting FPI contained <10% of the fat and <15% of the ash of the raw material, while the FPI protein recovery was 83.0−88.9%, including a good amino acid profile. All FPIs had significantly higher protein content and lower lipid content than the surimi, indicating the high efficiency of using the pH-shift method to recover proteins from industrial Tra catfish side streams. The FPI made from abdominal cut-offs had high whiteness, increasing its potential for the development of a high-value product.

Skýrslur

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi / Production of valuable products from viscera

Útgefið:

01/03/2014

Höfundar:

Sigrún Mjöll Halldórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi / Production of valuable products from viscera

Fiskislóg er ríkt af mörgum mismunandi efnum s.s. próteini, lýsi og steinefnum,sem að geta verið góð í alls kyns verðmætar afurðir. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka möguleikann á því að nýta efni úr slógi í gæludýrafóður og/eða áburð fyrir plöntur. Slóg úr þorskvinnslu með og án lifur var unnið með ensímum: annars vegar Alkalasa og hins vegar blöndu af Alkalasa og þorskensímum. Tilraunir voru gerðar með að safna fitufasa úr slóginu. Fitufasinn var fitusýrugreindur og mælt var peroxíðgildi til að meta stig þránunar. Þá var próteinhlutinn úðaþurrkaður og eftirfarandi mælingar framkvæmdar: próteininnihald, amínósýrugreining, snefilefnamæling, andoxunarvirkni (málmklóbindihæfni, DPPH, ORAC, afoxunarhæfni og andoxunarvirkni í frumukerfi) og blóðþrýstinglækkandi virkni. Helstu niðurstöður eru þær að ensímunnið slóg hefur framúrskarandi hæfni til málmklóbindingar og getur þannig viðhaldið málmum (steinefnum) í því formi sem að bæði plöntur og dýr geta nýtt sér. Einnig var amínósýrusamsetningin afar heppileg sem næring fyrir hunda og ketti.

Fish viscera is rich in many different materials, such as protein, oil and minerals that can be good in all kinds of valuable products. The purpose of this project was to investigate the possibility of utilizing materials of viscera in pet food and/or fertilizer for plants. Viscera from cod processing with and without liver was processed with the following enzymes: Alcalase and a mixture of Alcalase and cod enzymes. Attempts were made to collect the lipid phase of the viscera. Fatty acids were analyzed in the lipid phase and measured peroxide values to assess the degree of rancidity. The remaining protein solution was spray dried and the following measurements performed: protein content, amino acid analysis, measurement of trace elements, antioxidant (metal chelating, DPPH, ORAC, reducing ability and antioxidant activity in cell systems) and blood pressure lowering activity. The main conclusion is that hydrolysed viscera protein has excellent ability to metal chelation and can thereby maintain metals (minerals) in the form that both plants and animals can utilize. Amino acid composition was also very suitable as nutrition for dogs and cats.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinamarningi

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, V 026‐12

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinamarningi

MPF Ísland og Matís hafa á undanförnum árum þróað vinnsluferli í verksmiðju á einangruðum próteinum úr beinamarningi. Í þessu verkefni var lokið við uppskölun á framleiðslu á surimi og framleiðslu á surimiafurð, Fiskitófu. Gæði og geymsluþol afurða var kannað. Einnig var framkvæmd markaðsrannsókn á surimimarkaði og markaðssetning á fiskitófu hafin. Markaðsrannsókn leiddi í ljós að miklar sveiflur hafa verið á verði surimi og surimiafurða á heimsmarkaði á undanförnum árum. Afurðin sem framleidd var í þessu verkefni, Fiskitófu, passar mjög vel inn á vaxandi hluta markaðarins fyrir nýjar og nýstárlegar afurðir. Geymsluþols‐rannsóknir sýndu að geymsluþol fyrir tilbúið Fiskitófu er yfir 4 vikur í kæli og fyrir surimi a.m.k. 6 mánuðir í frysti. Að lokinni kynningu á fiskitófu hafa veitingastaðir óskað eftir að fá sýni til nánari skoðunar sem nú stendur yfir.

MPF Iceland and Matis finished scale up for the production of surimi and surimi seafood ‐ FishTofu. Quality parameters and shelf life of products were evaluated, market analysis performed and marketing of products was started. Marketing analysis showed that for the past few years there have been drastic price swings in the surimi and surimi seafood products. There is an increasing opportunity for high quality surimi seafood with health promoting properties and novel products like FishTofu. Shelf life analysis showed that the fish tofu has at least 4 weeks shelf life at cold temperatures and surimi at least 6 months shelf life in a freezer. Marketing of fish tofu started well and several restaurants have asked for samples for trying.

Skýrsla lokuð til 01.02.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskprótein í brauðvörur / Fish proteins in baked goods

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS ‐ V 11 025‐11

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fiskprótein í brauðvörur / Fish proteins in baked goods

Markmiðið verkefnisins var að þróa nýja afurð hjá MPF Íslandi í Grindavík úr aukahráefni fisks sem nýtist í brauðvörur. MPF setur sér það markmið að selja próteinið til bökunarvöruframleiðenda, innanlands sem erlendis, og þar með tryggja atvinnu og nýsköpun í sinni heimabyggð.   Þrjár mismunandi gerðir af þurrkuðum próteinafurðum voru þróaðar. Prófanir voru gerðar við að blanda þeim í mismiklu magni í brauð þar sem allt að 20% af hveiti var skipt út fyrir prótein. Ágætis afurðir fengust en þóttu ekki nægjanlega góðar til markaðssetningar. Næst var þróað hrökkbrauð með fiskpróteinum sem þóttu einstaklega góð og fengu jákvæða umsögn við neytendakönnun. Ennþá er ólokið að skala upp þurrkunarferli til að hægt sé að ljúka við markaðssetningu á hinni nýju próteinafurð.

The aim of the project was to develop new protein product for use in baked goods including bread from by‐products from fish production. The goal is to sell protein to producers of bakery goods both in Iceland as well as abroad and in so doing strengthening the seafood industry in Grindavík the hometown of MPF Iceland and thereby in Iceland. Three different fish protein products were developed. They showed good results when used instead of wheat in bread. Good bread was developed but the quality was not of that caliber that was aimed for. On the other hand, good quality rye‐crisp bread was developed that received good reviews in consumer research. A good drying process is though still lacking before marketing of the protein product can start.

Skýrsla lokuð til 01.02.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

FiltreX vatnshreinsibúnaður / RoteX Water filtering

Útgefið:

01/12/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Albert Haraldsson.

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

FiltreX vatnshreinsibúnaður / RoteX Water filtering

Mikilvægasta framleiðsluvara 3X Technology er RoteX búnaður, sem notaður er í matvælavinnslum víða um heim sem blóðgunarbúnaður, til kælingar og uppþíðingar á fiski til vinnslu. Búnaðurinn er vatnsfrekur og hafa viðskiptavinir komið að máli við 3X Technology um möguleika þess að endurvinna vinnsluvatn, enda vatnskostnaður verulegur víða í matvælaframleiðslu. Einnig er hefur aukin áhersla í umhverfismálum áhrif og búast má við auknum kröfum varðandi nýtingu á vinnsluvatni og losun á því eftir notkun út í umhverfið. Til að leysa þetta vandamál hefur fyrirtækið hannað frumgerð af hreinsibúnaði, FiltreX, þar sem ekki hefur fundist heppilegur búnaður á markaði til að uppfylla þessar þarfir. Búnaðurinn var prófaður í rækjuvinnslu Kampa Ísafirði og fiskvinnslu H.G. í Hnífsdal. Búnaðurinn virkaði vel til að hreinsa frárennsli úr þessum verksmiðjum og umtalsvert magn af próteini var fangað áður en vatnið var losað í sjóinn. Mælingar á lífrænum efnum ollu vonbrigðum þar sem ekki tókst að sýna fram á verulega lækkun með COD mælingum. Mikil mótsögn er fólgin í þessum niðurstöðum og ljóst er að gera þarf frekari rannsóknir á áhrifum síunar á frárennslisvatni með tilliti til umhverfisáhrifa, þ.e.a.s. lífræn efni fyrir og eftir síun. Sótt hefur verið um styrk til TÞS sem notaður verður til frekari rannsókna ef niðurstaða verður jákvæð. Ljóst er hinsvegar að föngun próteina með FiltreX getur skilað umtalsverðum tekjum fyrir rækju‐ fiskvinnslur.

3X Technology´s most important product is the RoteX machine, used mainly in food production around the world as bleeding equipment, for cooling and thawing of fish for processing. The machine is water intensive and customers have urged 3X Technology’s to find a solution for recycling processing water, as use of water is becoming more expensive, as well as the intensive environmental concern for disposal of waste water. To solve this problem, the company has developed a prototype of filtration equipment, FiltreX, since a suitable solution to meet these needs has not been found on the market. The device was tested in Kampishrimp‐factory in Isafjordur and H.G. fish‐factory in Hnifsdalur. The equipment functioned well for filtering effluent water from these plants, and a significant amount of protein was captured before the water was discharged into the sea. Measurements of organic offscouring gave a disappointing disillusionment and failed to significantly reduce COD measurements. A major contradiction liesin these results and it is clear that there needsto be further research on these matters, i.e. to lower organic material between before and after filtration. Application for further subvention to TÞS will be used for further research if the results will be positive. It is clear, however, that the capture of proteins with FiltreX can give significant revenue for the shrimp‐processing plants.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Protein requirements of Arctic charr / Próteinþörf bleikju

Útgefið:

01/05/2013

Höfundar:

Jón Árnason, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Jónína Jóhannsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Joseph Ginindza

Styrkt af:

AVS sjóðurinn (AVS Project R10011‐10)

Protein requirements of Arctic charr / Próteinþörf bleikju

Fimm mismunandi fóðurgerðir með próteininnihaldi frá (29) 30 – 40% voru gefnar tveim stærðarhópum (100 gr. og 600 gr.) bæði í fersku og söltu vatni. Áhrif mismunandi fóðra voru metin út frá áhrifum þeirra á meltanleika, þyngdarþróun, dagvaxtar (SGR), fóðurnýtingar (FCR), efnasamsetningu flaka (í stærri fiskinum) og skynmat. Lokaþungi og dagvöxtur var lægstur hjá þeim fiskum sem fengu fóður með lægstu próteini, en engin áhrif fundust af próteini, umfram 37% í fóðri, á lokaþunga og SGR. Lágmarksþarfir fyrir prótein til vaxtar liggja því á milli 33% og 38% í fóðrinu. Ekki var um að ræða neinn verulegan mun á fóðursvörun milli stærðarhópa, jafnvel að áhrifin af lækkuðu próteini væru meiri hjá stærri fiskinum. Ekki var heldur hægt að sjá ein afgerandi áhrif af seltu á próteinþörfina. Próteininnihald í fóðri hafði ekki heldur nein afgerandi áhrif á flakasamsetningu eða skynmat á afurðum.

Four (five) different diets with protein varying from (29) 30 – 41% were fed ad libitum to two size groups of  Arctic charr (100 gram and 600gram) in fresh‐ as well as seawater. The effect of the different diets was evaluated by digestibility, weight development, SGR, FCR, chemical composition of filet (in the bigger size groups) and sensory evaluation. The lowest final weights and SGR were found when fed the diets with lowest protein but here was no effect final weight and final weight between 38% and 41% protein in the diet, indicating that the minimum need for protein is between 33 and 38% protein in the diet. The same trend was shown in both size groups but the effect was more pronounced in the bigger fish than in the smaller fish. The results regarding size and growth were also the same in fresh‐ and seawater.  The protein content in the diet did not have any marked effect on either chemical composition of filets or the sensory quality of the product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífvirkir eiginleikar mysupróteina / Bioactive properties of whey proteins

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Patricia Y. Hamaguchi, Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Arnljótur B. Bergsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleinisjóður landbúnaðarins & Vaxtarsamningur Norðurlands vestra

Lífvirkir eiginleikar mysupróteina / Bioactive properties of whey proteins

Rannsóknir þær sem lýst er í þessari skýrslu eru þáttur í verkefninu Nýting ostamysu í heilsutengd matvæli. Verkefnið fjallar um að bæta nýtingu og auka verðmæti mysu sem fellur til við ostaframleiðslu hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki með því að nýta bæði prótein og mjólkursykur til framleiðslu á heilsudrykkjum og fæðubótarefnum. Með bættri nýtingu mjólkur t.d. með notkun próteina úr mysu má komast hjá óþarfa losun lífefna út í umhverfið.   Ostamysa frá Mjólkursamlagi KS var aðskilin í fjóra hluta með himnusíubúnaði (Membrane Pilot Plant Type MEM11) í vinnslusal Líftækniseturs Matís á Sauðárkróki af starfsmönnum Iceprotein, annars vegar í gegnum 10 kDa himnu og hinsvegar 200 Da himnu. Efnasamsetning (raki, prótein, salt, steinefni) og lífvirkni (ACE‐hamlandi virkni og andoxunareiginleikar) voru greind á rannsóknarstofu Matís í þessum fjórum sýnum auk þess sem mysan sjálf óbreytt var mæld. Niðurstöðurnar lofa góðu og sýna vel að lífvirkni er til staðar í mysunni, sem nýst getur í markfæði.

The experiment described in this report is part of the project Utilization of Cheese whey in health-based food products which aims are to improve utilization and increase value of whey that is discarded during the cheese production at KS Sauðárkrókur, by using proteins and lactose to produce health drink and nutritional supplements. With better utilization, unnecessary disposal of bioactive components can be avoided.   Cheese‐Whey samples from KS were fractionated with membrane filtration equipment (Membrane Pilot Plant Type MEM11) at Matís Biotechnology center in Sauðárkrókur with molecular weight cut‐offs 10 kDa and 200 Da. Chemical composition and bioactivity properties were analyzed at Matís Laboratory. Results show that whey contains promising bioactive compounds that could be used as functional food.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fituþol þorsks

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Jón Árnason, Rannveig Björnsdóttir, Helgi Thorarensen, Ingólfur Arnarson

Fituþol þorsks

Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif fituinnihalds í fóðri á vöxt og þrif í þorski af mismunandi stærð. Þekking á næringarþörfum fiska er nauðsynleg forsenda fyrir gerð fóðurs fyrir þá. Þorskar af tveimur stærðum (120 g og 600 g) voru fóðraðir (í þrítekningu) í 12 vikur á fóðri sem innihélt 10.0%, 13.5%, 21.2%, 24.5% og 27.7% fitu í þurrefni. Mismunandi fituinnihald hafði ekki áhrif á vöxt (SGR), holdstuðul (CF), flakanýtingu, fituinnihald í lifur eða fituinnihald í flökum. Í smærri fiskinum lækkaði fóðurstuðull (FCR) með aukinni fitu í fóðri. Fóðurfitan hafði ekki áhrif á fituinnihald innyfla án lifrar í smærri fiskinum(120g) en í 600 g fiski jókst fita í innyflum með auknu fituinnihaldi fóðurs. Fituinnihald hafði ekki áhrif á hlutfall slægðs þunga af heildarþunga í 600 g fiskinum en í smærri fiskinum lækkaði hlutfallið með aukinni fitu í fóðri. Lifrarhlutfall (HSI) í 600g fiski var ekki háð fituinnihaldi í fóðri, en hins vegar var jákvætt samhengi milli fóðurfitu og HSI í 120 g fiskinum. Þetta þýðir að fituþol þorsks með tilliti til lifrarhlutfalls er háð stærð fisksins.

Detailed knowledge of the nutritional requirements of fish is essential for feed formulation. The aim of this research was to investigate the effects of different lipid content in diets for Atlantic cod of different size. Cod of two size groups (initial weight 120 grams and 600 grams) were fed, in triplicate, for 12 weeks diets containing 10.0%, 13.5%, 21.2%, 24.5% and 27.7% lipid in dry matter. Different lipid content in the diet did not affect growth (SGR), condition factor (CF), fillet yield, lipid content in liver or lipid content in fillet. In the smaller fish, FCR was reduced with increased diet lipid. The lipid content in the diet did not affect the lipid content of intestines in the 120 grams fish but in the 600 grams fish there was a positive correlation between lipid content in diet and intestines. Dietary lipid did not affect gutted weight (calculated as the percentage of round weight) in the 600 grams fish but in the 120 grams fish, the percent gutted weight decreased with lipid content of the diet. The Heposomatic index (HSI) in the 600 grams fish was not affected by the lipid content of the diet but dietary lipid content significantly affected the HSI in the smaller fish. This indicates that the lipid tolerance of Atlantic cod, with respect to the effect on HSI, is size dependent.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Plöntuhráefni í bleikjufóðri í stað fiskimjöls og lýsis

Útgefið:

01/05/2008

Höfundar:

Jón Árnason, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Bjarni Jónasson, Helgi Thorarensen, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

AVS

Plöntuhráefni í bleikjufóðri í stað fiskimjöls og lýsis

Markmið verkefnisins var að framleiða ódýrt fóður fyrir bleikju svo lækka megi framleiðslukostnað og auka arðsemi í bleikjueldi. Verkefnið gekk út á að prófa mismunandi hráefni (einkum plöntuhráefni) í stað fiskimjöls og lýsis og finna hve mikil hlutdeild þeirra geti verið í fóðrinu. Skilyrði árangurs var að fóðrið væri heilsusamlegt, nýtist fiskinum vel og leiddi til sambærilegs vaxtar og núverandi eldisfóður gefur og að fóðrið hefði ekki neikvæð áhrif á gæði afurðarinnar, m.t.t. efnainnihalds (fitusýrusams., litar) og eðliseiginleika (bragð, litur, þéttleiki holds). Mismunandi fóðurgerðir voru prófaðar sem startfóður fyrir bleikjuseiði, sem er ný nálgun, til þess að fá yfirlit yfir mögulegt magn mismunandi hráefna. Áhugaverðustu fóðurgerðirnar úr þeim tilraunum voru síðan prófaðar í tilraunum á stærri bleikju til þess að staðfesta árangur og til þess að skoða áhrif á gæði afurðanna. Niðurstöður tilraunanna með mismunandi próteinhráefni staðfestu að hágæða fiskimjöl (Superior) er mjög góður próteingjafi í fóður fyrir bleikju. Möguleikar bleikju á að nýta sojamjöl virðast takmarkaðir líkt og hjá laxi, þ.e. ≤ 15% innblöndun í fóðrið. Möguleg notkun maisglútenmjöls virðist vera ≤ 18% í startfóðrun en ekki tókst að prófa það á stærri fiski. Viðbrögð bleikju við repjumjöli sem próteingjafa voru hins vegar jákvæð og í raun betri en búist var við miðað við það að ekki hefur farið gott orð af þessu hráefni í fóðri fyrir aðra laxfiska. Varðandi fitugjafa í bleikjufóður sýna niðurstöður verkefnisins að hægt er að nota mismunandi fitugjafa með ásættanlegum árangri. Smáseiði virðast hins vegar gera nokkru strangari kröfur til fitugjafa en stærri fiskur. Sérstaklega kemur þetta fram í áhrifum á vaxtarhraða. Niðurstöður tilraunanna með fitugjafa sýna einnig að samsetning fitugjafans hefur afgerandi áhrif á fitusamsetningu fisksins svo og ýmsa skynmatsþætti í afurðinni. Meginniðurstaðan er þó að hægt er, innan vissra marka, að nota mismunandi fitugjafa í bleikjufóður. Einkum er áhugavert að hægt virðist vera að nota pálmaolíu í verulegum mæli.

The objective of the project was to produce economical feed for Arctic charr to decrease production cost and increase profitability in Arctic charr farming. The project investigated the possibilities of replacing fishmeal and fish oil with raw materials of plant origin, and to find out the limits for their use as feed ingredients. The criteria was that the feed should ensure maximum health, optimize utilization of feed and growth should be comparable to growth obtained by feed currently used. Neither should the feed have adverse effects on product quality, especially regarding fatty acids composition and physical properties (taste, flesh-colour, texture). Effect of different raw materials was screened in start feeding trails using Arctic charr larvae. The most interesting raw material combinations were thereafter tested in trials with bigger fish in order to confirm the results of the start feeding trials and investigate the effect of the combinations on slaughter quality of the Arctic charr. The results of the trials with different protein raw materials confirmed that high quality fishmeal (Superior) is a very good protein source for Arctic charr. Arctic charr seems to have limited ability to utilize soybean meal and the inclusion should be limited to ≤ 15% in the diet, similar to the limits that are common for Atlantic salmon diets. The limits for use of Corn gluten meal in starter diets seem to be ≤ 18% but this raw material was not tested in bigger fish. The response of Arctic charr to the use of rapeseed meal as protein source was positive and even as high inclusion as 30% in the diet did not have negative effect on growth. The main findings of the project regarding use of lipid sources is that it is possible to use different sources with reasonable effect in feed for Arctic charr. Of particular interest is the effect of palm oil. Arctic charr larvae seem to be more demanding, regarding use of lipid sources, than bigger fish. The results clearly demonstrate the effect of fatty acid (FA) composition of the lipid sources on the FA composition of the fish and it is possible to change the FA profile with different lipid sources. Different lipid sources also have marked effects on different sensory traits in the farmed Arctic charr.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Dried fish as health food

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Guðjón Þorkelsson, Hannes Magnússon, Ólafur Reykdal, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS-rannsóknasjóður, (AVS-Fund)

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Dried fish as health food

Eitt meginmarkmið verkefnisins var að afla grunnupplýsinga um eiginleika íslensks harðfisks og að upplýsingarnar yrðu opnar og þannig öllum harðfiskframleiðendum á Íslandi til hagsbóta. Megin niðurstaða verkefnisins er að harðfiskur er mjög ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald. Amínósýrurnar voru mældar og bornar saman við amínósýrur í eggjum. Niðurstaðan er að harðfiskprótein eru af miklum gæðum. Þessar niðurstöður styðja við markaðssetningu á harðfiski sem bæði heilsusamlegum mat og þjóðlegum mat. Mikilvægt er að skoða saltinnihald í harðfiski betur og reyna að minnka það til að auka hollustu harðfisks sérstaklega í inni-heitþurrkuðum harðfiski þar sem það var mun hærra en í öðrum harðfiski. Mælingar á snefilefnum leiddu í ljós að magn þeirra í harðfiski er vel innan marka miðað við ráðlagðan dagskammt (RDS) nema í selen. Magn þess í 100 g er á við þrefaldan ráðlagðan dagskammt. Það er þó ekki talið skaðlegt á nokkurn hátt.

The main object of this project was to provide information of the quality in Icelandic dried fish to be of benefit for all producers in Iceland. The main results showed that dried fish was a very rich source of proteins, containing 80-85% protein. Amino acids were measured and compared to the amino acids in eggs. It was concluded that the proteins in the dried fish were of high quality. This supports the marketing of dried fish in the health foods and traditional food markets. It is important to analyze better the salt content in dried fish and reduce it to improve balanced diet in dried fish, especially for indoor produced dried fish, which salt content is rather high. The trace elements in dried fish showed minimal content, except for selen where the content was threefold the recommended daily allowance (RDA). This is not hazardous for people in any way.

Skoða skýrslu
IS