Skýrslur

Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum / 24-hour detection of undesirable microbes in food

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum / 24-hour detection of undesirable microbes in food

Markmið verkefnisins var að þróa og koma upp aðferðum fyrir hraðvirkar greiningar á óæskilegum bakteríum í landbúnaðar‐ og sjávarafurðum sem og öðrum matvælum. Með hefðbundnum aðferðum eins og notaðar eru í dag fást niðurstöður eftir 3 og allt upp í 7 daga en með þeim aðferðum sem þróaðar voru í þessu verkefni er hægt að fá niðurstöður á nokkrum klukkustundum eða innan sólarhrings. Aðferðin byggir á real‐time PCR aðferðafræði og sértækri mögnun á erfðaefni sjúkdómsvaldandi baktería og annarra óæskilegu baktería. Komið var upp greiningaraðferðum fyrir helstu sýkla (Salmonella, Campylobacter , Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) í mjólk, kjöt‐  og fiskmeti sem og fyrir sértækar skemmdarbakteríur í matvælum. Niðurstöður verkefnisins koma til með að bæta þjónustu við matvælaiðnaðinn á Íslandi með því að greina miklu fyrr óæskilegar örverur svo hægt verði að grípa inn í framleiðsluferla og auka þar með öryggi neytenda á landbúnaðar‐ og fiskafurðum.

The aim of this project was to develop and set up new methods for rapid identification of undesirable bacteria in food and feed. With today’s conventional and accredited culture methods results can be expected after 3 and up to 7 days. With the new methods to be taken in use and was developed in this project, the time of diagnostic procedure will decrease to few hours or to one working day. The detection methods are based on real‐time PCR technology and a specific amplification of genetic material of the undesired bacteria. Diagnostic methods for the most common pathogens (Salmonella, Campylobacter, Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) in meat‐, milk and fish products was developed through as well as quantitative assays for the main spoilage bacteria in fish. The results of the project will be used to improve the service for the Icelandic food industry on the domestic‐ and overseas markets by having rapid diagnostic methods for bacterial contamination at hand.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á eiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks í lausfrystingu / Effects of freezing on muscle properties of wild and farmed cod fillets

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, María Guðjónsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kristján Jóakimsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R26-06 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Samanburður á eiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks í lausfrystingu / Effects of freezing on muscle properties of wild and farmed cod fillets

Samanburður var gerður á áhrifum lausfrystingar á mismunandi þorskflök. Hráefnið var aleldis pre rigor þorskur og villtur pre og post rigor þorskur. Einnig var kannað hvernig flök sem sprautuð voru með saltpækli kæmu út úr lausfrystingunni. Niðurstöðurnar sýndu fram á að með lausfrystingu var ekki verið að rýra gæði þessara afurða að neinu ráði. Þær komu vel út í gæðamati, los jókst ekki í sýnum og litlar sem engar breytingar urðu á efnainnihaldi þessara sýna. Afurðirnar komu allar vel út úr frystingunni, hvort sem um er að ræða eldisfisk eða villtan fisk og hvaða meðferð hann fékk í sláturferlinu.

Rannsóknin var hluti af verkefninu „Vinnslu – og gæðastýring á eldisþorski, nánar tiltekið samantekt fyrir verkþátt 6.

In this project phase the aim was to look at effect of freezing on cod fillets from wild and farmed cod in different rigor stages. The goal was also to evaluate effects of brine injecting on the quality of the product after freezing and thawing. The results indicated that the freezing process did not affect the quality of those products. The quality assessment and chemical measurements did not indicate negative changes during freezing and thawing. All the samples got good results, both farmed and wild cod samples and the brine injection did not affect the quality of frozen products.

Skýrsla lokuð til desember 2011 / Report closed until December 2011

Skoða skýrslu

Skýrslur

Combined Blast and Contact cooling — Effects on physiochemical characteristics of fresh haddock (Melanogrammus aeglefinus) fillets

Útgefið:

01/06/2008

Höfundar:

Magnea Guðrún Arnþórsdóttir, Sigurjón Arason, Björn Margeirsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Combined Blast and Contact cooling — Effects on physiochemical characteristics of fresh haddock (Melanogrammus aeglefinus) fillets

Skaginn hf. hefur einkaleyfi á nýrri vinnslutækni við vinnslu ferskra og frystra flaka sem byggist á svonefndri roðkælingu fyrir roðflettingu. Tilgangur þessa rannsóknarverkefnis var að bera saman flakavinnslu með roðkælingu og hefðbundna flakavinnslu. Í verkefninu eru borin saman annars vegar fersk flök og roðkæld flök með tillit til nýtingar, gæða og geymsluþols. Tvær tilraunir voru framkvæmdar, annars vegar tilraun I þar sem vatnsheldni, gæði, suðunýting og útlit voru skoðuð, og hins vegar tilraun II þar sem þessir sömu þættir voru skoðaðir auk þess sem skoðuð var áhrif roðkælingar á aukið geymsluþol ferskrar og frosinnar ýsu. Tilraunirnar voru framkvæmdar hjá Festi ehf. í Hafnarfirði. Meginniðurstöður þessara rannsókna sýndu að flakavinnsla með roðkælingu hefur fleiri kosti en hin hefðbundna flakavinnsla. Roðkælingin gefur hærri nýtingu og verðmætari afurðir með lengra geymsluþol. Aukið geymsluþol fersks fisks gefur aukinn möguleika á útflutningi sem er mjög mikilvægt fyrir fiskiðnaðinn.

The aim of the project was to compare a new processing technique, CBC, with traditional processing of haddock fillets. In the latter the fillets go through the process without additional refrigeration. In the new processing technique, CBC, the fillets, after filleting and pre-trimming, go through pre-cooler/fluid-ice followed by CBC super-chilling. Two trials were performed, a preliminary experiment (I) and a main experiment (II). In the preliminary experiment (I), water holding capacity, quality and cooking yield were examined. In the main experiment (II) these same factors were examined, in addition to the superchilling effect on extended shelf-life of fresh and frozen haddock fillets. After the pre-cooler step, the fillets gained weight with yields of 101.6% to 102.7%. After the CBC super-chilling the fillets had final yields of 100.3% to 101.2%. After skinning, the fillets without refrigeration (traditional processing) lost most weight. The highest value of cooking yield was obtained in CBC super-chilled fillets with skin. Skinless traditional and CBC super-chilled fillets showed similar cooking yield (P>0.05). CBC super-chilling increased the total yield of the fillets. The difference between the traditional fillets and the super-chilled fillets was significant. The appearance of the CBC super-chilled fillets was much better and with less gaping than the traditional fillets. The traditional fillets had more ragged outlines, and the ratio of cut-offs after fine-trimming was therefore higher for the traditional fillets than the CBC super-chilled fillets. Appearance of the traditional fillets showed a little yellow tinge which increased during the storage time. The CBC super-chilled fillets had a whiter and more “fresh” appearance and were therefore more attractive. Examination of total bacterial count, and amount of TMA and TVN showed that the CBC super-chilling process can extend the shelf life of fresh haddock fillets.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Improved quality of herring for human consumption

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Hannes Hafsteinsson, Irek Klonowski, Valur N. Gunnlaugsson

Styrkt af:

Nordic Innovation Center

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Improved quality of herring for human consumption

Síld er ein af mikilvægustu fisktegundum í Norður Atlandshafi og í Eystrasalti. Þrátt fyrir að stór hluti af aflanum fari til manneldis, þá fara um 85% af síld í vinnslu á lýsi og mjöli. Almennur vilji er fyrir því að auka neyslu síldar til manneldis. Þess var mikilvægt að rannsaka mismunandi þætti sem hafa áhrif á gæði síldar og sérstaklega hvernig þeim er stjórnað af líffræðilegum aðstæðum. Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun, og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna. Betri gæði leiða af sér aukna samkeppni á framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum. Meginmarkmið verkefnisins var að bæta gæði og magn síldar , til neyslu, með því að rannsaka gæði hráefnisins eftir veiðar. Lögð var áhersla á gæði strax eftir veiðar og gæði hráefnisins eftir mislangan tíma í frosti. Þættir eins og veiðistaður og veiðitími höfðu ekki áhrif á gæði síldar. Hins vegar hafði geymsla í frosti við -20°C teljandi áhrif á gæði hráefnisins.

Herring is one of the most important fish species in the North Atlantic and Baltic Sea, with an annual catch exceeding 2 million tonnes. Although a large part of these fish is used for human consumption, as much as 85% of the herring is used for industrial production of fish meal and fish oil. There is a general wish to increase the utilization of herring for human consumption. Thus, it was important to study the various parameters which influence the quality of herring, and in particular how these paramenters are controlled by biological factors. A major reason behind quality problems arising during post-harvest handling of herring is its high content of compounds that efficiently catalyzes the development of rancidity, pigmentation, texture changes and loss of nutritional value. Improved quality will result in increased competitiveness of the Nordic fish processing industry and would improve the attitude among the consumers towards herring products. The general objective of the project was to improve the quality and quantity of herring to be used for food production by investigating how natural variation in raw material characteristics affects post-harvest quality. Attention was given to the quality immediately after landing and the quality after period of frozen storage. The results indicated no clear differences in the quality of herring regarding catching place or season. The frozen storage for a prolonged time had the major influence on the quality of herring fillets.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Þóra Valsdóttir, Sigurjón Arason, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Unnið var úr gögnum sem safnað hefur verið hjá Vísi hf. og Þorbirni hf og tengsl nýtingar og gæða við veiðisvæði, veiðitíma, veiðiskip, kælingu um borð og breytingu á verkunarferli metin. Í ljós kom að veiðisvæði hafði marktæk áhrif á vinnslunýtingu en munur á verkunarnýtingu og gæði eftir veiðisvæðum var minni. Sveiflur í verkunarnýtingu og gæðum reyndust árstíðabundnar og einnig var munur á milli ára. Breytingar á kælingu um borð, þ.e. notkun vökvaís í stað flöguís um borð reyndist ekki hafa marktæk áhrif á fyrrnefnda hætti. Aftur á móti bættu breytingar á verkunaraðferð, þ.e. sprautun, bæði nýtingu og gæði. Efni skýrslunnar var hluti af verkefninu „Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks“.

Analysis of data collected by the fisheries companies Vísir and Thorfish revealed the effects of fishing grounds, season, fishing vessels, chilling methods on board and salting procedure on yield and quality of salted products. Effects of fishing grounds on processing yield were significant but curing yield and quality were less influenced. Variation in curing yield and quality were seasonal and differences between years were observed. Changes in chilling methods on-board, i.e. use of liquid ice instead of flake ice did not affect yield and quality of salted products. On the other hand, changes in the salting procedure did, when injection was added as the initial step in the process.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif mismunandi söltunaraðferða á verkun þorskflaka

Útgefið:

01/07/2007

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Þóra Valsdóttir, Ása Þorkelsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason, Kristín A. Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif mismunandi söltunaraðferða á verkun þorskflaka

Gerður var samanburður á áhrifum mismunandi söltunaraðferða á nýtingu, gæði og aðra eiginleika saltaðra þorskflaka. Einn hópur var eingöngu stæðusaltaður en aðrir hópar voru forsaltaðir á mismunandi hátt, þ.e. með pækilsöltun, sprautun og/eða pæklun. Sprautaður fiskur var með hærri nýtingu og kom betur út í gæðamati en ósprautaður fiskur. Hins vegar bentu niðurstöður til þess að verkunarlykt og -bragð væru meiri í ósprautuðum fiski. Kannað var hver áhrif af notkun fosfats og sprautunar á þurrkeiginleika væru vegna hærra vatns- og saltmagns í afurðum. Í ljós kom að sprautaður fiskur léttist minna við þurrkun. Af fyrrgreindum ástæðum reyndist því vatnsinnihald hærra eftir þurrkun heldur en í ósprautuðum fiski. Misjafnt var í hvaða flokk þurrkaðra afurða flökin féllu eftir því hvort miðað var við efnainnihald eftir þurrkun eða þyngdartap við þurrkun. Því þarf að endurskoða viðmið út frá nýjum söltunarferlum og aðlaga þurrkferla að breyttum eiginleikum saltaðra afurða.

The effects of different salting processes on yield, quality and other characteristics of salted and cured products were evaluated. Various combinations of salting steps were tested, one group was only dry salted but other groups were first pickle salted, brine injected and/or brine salted. The injected products had higher yield and higher quality than other products. The results indicated that the curing-odour and flavor were stronger in products that were not injected. The water and salt content was higher in injected fillets which is important with regard to continuing processes, like drying and rehydration. Measurements during and after drying showed that injection resulted in lower drying rate and higher water content of the fillets. Dried products have been rated in different classes with regard to water content and weight changes during drying. Due to changes in the salting process and drying properties of the salted fish, these reference values have to be reconsidered.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif kælingar eftir veiði á nýtingu og gæði (2)

Útgefið:

01/07/2007

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Rúnar Róbertsson, Egill Þorbergsson, Sigurjón Arason, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif kælingar eftir veiði á nýtingu og gæði (2)

Tilgangur tilraunarinnar var að rannsaka áhrif mismunandi kæliaðferða um borð í veiðiskipi á gæði og nýtingu saltfisks m.t.t. þess hvort fiskur var flakaður eða flattur fyrir verkun. Mismunandi reynsla hefur verið af notkun vökvaís, en kenningar hafa verið um að neikvæð áhrif á gæði og nýting. Notkun vökvaís í lest kom síst verr út hvað gæði og nýtingu varðar samanborið við flöguís, hvort sem um var að ræða verkuð flök eða flattan fisk. Los var meira áberandi í flökum en í flöttum fiski en ekki var hægt að tengja það kæliaðferðum um borð.

The aim of the trial was to investigate the effects of different cooling methods onboard a fishing vessel on curing characteristics during heavy salting of cod. The fish was either splitted or filleted before salting. It has been claimed the use of liquid ice for cooling of raw material, may lead to lower yield and quality of the products. The results showed that products from fish stored in liquid ice from catch to processing were similar or better than from fish stored in flake ice. Gaping appeared to be more related to fillets than splitted fish, but this factor could not be linked to chilling methods used onboard.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif mismunandi söltunaraðferða við verkun á flöttum fiski

Útgefið:

01/07/2007

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Þóra Valsdóttir, María Guðjónsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif mismunandi söltunaraðferða við verkun á flöttum fiski

Flattur þorskur var verkaður eftir mismunandi söltunarferlum í þeim tilgangi að meta áhrif forsöltunar (sprautunar, pæklunar og pækilsöltunar) og samsetningar sprautupækils (salt, fosfat, fiskprótein) á verkunareiginleika. Forsöltun bætti verkunarnýtingu og heildarnýtingu á öllum stigum, eftir verkun, útvötnun og þurrkun. Pæklun var kom betur út en pækilsöltun en mest áhrif hafði sprautun (fylgt eftir með pæklun). Allir hópar voru stæðusaltaðir eftir forsöltun. Afurðir með viðbættum próteinum komu best út í gæðamati, þ.e. hærra hlutfall fór í SPIG I en í öðrum hópum. Áhrif á örveruvöxt og myndun niðurbrotsefna (TVN, TMA, TBA) voru ekki afgerandi. Verkunareinkenni metin með skynmati voru að sama skapi svipuð fyrir alla hópa, óháð söltunaraðferð.

Different pre-salting methods (injection, brine salting, pickle salting) were used as the initial step in heavy salting of cod. The effects of brine composition (salt, phosphate, fish proteins) were evaluated. Pre-salting increased yield and quality, brine salting was more effective than pickle salting, but the best results were obtained by injection (followed by brine salting. Dry salted was used as the main salting step for all groups. Higher ratio of products with added proteins were graded as the best class (SPIG I). Effects on microbial growth or formation of degradation compounds (TVN, TMA, TBA) were not significant. Sensory analysis showed that curing characteristics (taste, odor, appearance, texture) were not affected by the salting procedure.

Skoða skýrslu
IS