Skýrslur

Greining á rýrnun í virðiskeðju grænmetis / Analysis of waste in the vegetable value chain

Útgefið:

10/02/2022

Höfundar:

Rakel Halldórsdóttir, Ólafur Reykdal, Valur Norðri Gunnlaugsson

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Viðfangefni þessarar skýrslu er umfjöllun um sóun í viðiskeðju grænmetis og leiðir til að draga úr henni. Vinnan var hluti af verkefninu Aukin gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis en verkefnið var styrkt af Matvælasjóði árið 2021.


Viðfangsefnin voru eftirfarandi: (1) Tekið var saman yfirlit um fyrirliggjandi þekkingu á matarsóun á Íslandi. (2) Athuganir voru gerðar á aðfangakeðjum og völdum verslunum. Hitastig var mælt í kælum verslana og síritar voru notaðir til að skrá hita við flutninga grænmetis. Viðkomandi aðilar hafa fengið ábendingar og haft möguleika á lagfæringum. (3) Gerð var könnun á viðhorfum til sóunar grænmetis hjá aðilum sem standa utan reksturs í virðiskeðju grænmetis. Upplýsingar allra aðila voru teknar saman og bent á lausnir og nýsköpunarmöguleika. (4) Gerð var prófun á vinnslu ósöluhæfs grænmetis og bent á ýmsar leiðir fyrir slíka nýtingu.


In this report the waste in the Icelandic vegetable value chain is discussed
and possible solutions are suggested. The work was a part of a project on
improved quality, shelf-life and reduced waste in the Icelandic value
chain.
The following aspects were studied: (1) State of knowledge regarding food
waste in Iceland. (2) Examinations and temperature measurements under
transportation of vegetables and in supermarkets. (3) Investigation of
views towards waste of vegetables. (4) Possible product development
using vegetables otherwise wasted.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Áhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts / Improvements in the food value chain. Influence of the chill chain on impairment of meat product

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Áhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts / Improvements in the food value chain. Influence of the chill chain on impairment of meat product

Þessi skýrsla fjallar um einn hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum hluta var lögð áhersla á að kanna áhrif hitastigs á rýrnun m.t.t. helstu skrefa í ferli kældra kjötvara frá framleiðenda þar til þær komast í hendur neytenda.

This report discusses a part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this part emphasis was put on the influence of temperature on impairment of chilled meat products in respect to the different steps in the supply chain.

Skoða skýrslu
IS