Skýrslur

Sætreyktur fiskur

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur vesturlands

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Sætreyktur fiskur

Verkefnið er þróun á nýrri vöru á íslenskum markaði, sætreyktum fisk, byggt á aldagamalli uppskrift indjána norður ameríku. Markmiðið er að þróa nýja vöru úr íslensku hráefni með áherslu á uppruna þess frá Snæfellsnesi. Hugmyndafræði verkefnisins er að búa til fullunna vöru með samstarfi á milli fyrirtækis í fullvinnslu og hráefnisframleiðanda. Með því er verið að auka virði hráefnis á svæðinu og um leið að búa til matarminjagrip fyrir ferðamenn á svæðinu og nýja vöru fyrir íslenskan neytendamarkað. Auk þróunar á vörunni sjálfri þurfti einnig að bæta vörumerki og sinna markaðsmálum á svæðinu. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykhallar Gunnu á Rifi, Snæfellsnesi og Matís.

Skoða skýrslu
IS