Skýrslur

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Útgefið:

01/04/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt.

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta var öndvegis‐ og klasaverkefni til að efla vistvæna matvælaframleiðslu og matvælavinnslu í tengslum við ferðaþjónustu. Að verkefninu stóðu opinberir aðilar í stoðkerfi atvinnulífsins, svæðisbundin þróunarfélög og Háskóli Íslands. Verkefnið var unnið til að bregast við miklum áhuga á staðbundnum matvælum og umhverfismálum í tengslum við vaxandi umsvif í ferðaþjónustu. Áherslan var á að styðja frumkvöðla við þróun á nýjum vörum og söluleiðum sem nýtust ferðaþjónustu á hverju svæði. Nýsköpunarhlutinn heppnaðist vel og hafði margföldunaráhrif bæði heima í héraði, á landsvísu og í alþjóðasamstarfi. Samhliða voru gerðar mikilvægar rannsóknir á sjálfbærnimælikvörðum, viðhorfum neytenda og gæðum og geymsluþoli. Samskipta og tengslahluti verkefnisins var ekki síður mikilvægur. Í þessari skýrslu er gerð stutt grein fyrir framgangi verkefnisins og megin ályktunum.

Food and Sustainable Tourism was a 3 year collaboration project between academia, R&D institutions and regional development agencies. In the project focus was put on strengthening small scale local food production to encourage sustainability in tourism. The project was executed as a response to rise in interest in local food and environmental issues within tourism. Focus was put on supporting entrepreneurs developing new products and sales channels. Research on sustainability indicators, consumer attitudes and product quality was carried out. 

Skoða skýrslu
IS