Skýrslur

Undesirable substances in seafood products– results from the monitoring activities in 2006

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Ásta Margrét Ásmundsdóttir, Vordís Baldursdóttir, Sasan Rabieh, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of fisheries

Undesirable substances in seafood products– results from the monitoring activities in 2006

Árið 2003 hófst, að frumkvæði Sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að hafa áhrif á setningu hámarksgilda óæskilegra efna t.d í Evrópu. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2006. Það er langtímamarkmið að meta ástand íslenskra sjávarafurða m.t.t. magns óæskilegra efna. Þessu markmiði verður einungis náð með sívirkri vöktun í langan tíma. Á hverju ári miðast vöktunin við að bæta við þeim gögnum sem helst vantar og gera gagnagrunnin þannig nákvæmari og ýtarlegri með ári hverju.. Árið 2006 voru mælddioxin, dioxinlík PCB, bendi PCB,, auk þess tíu mismunandi tegundir varnarefna, þungmálmar og önnur snefilefni, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis og í afurðum lýsis- og mjöliðnaðar.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized for a risk assessment and the setting of maximum values that are now under consideration within EU. This report summarizes the results obtained in 2006 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. This project began in 2003 and has now been carried out for four consecutive years. One of the goals of this annual monitoring program of various undesirable substances in seafood is to gather information on the status Icelandic seafood products in terms of undesirable substances, this is a long-term goal which can be reached through continuous monitoring by filling in the gaps of data available over many years. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to eventually fill in the gaps in the available data over couple of year time. The results obtained in 2003, 2004 and 2005 have already been published and are accessible at the Matis website (IFL Report 06-04, IFL Report 33-05 and IFL Report 22-06, respectively). In 2006, data was collected on, polychlorinated dibenzodioxins and dibenzofurans (17 substances), dioxin-like PCBs (12 substances), marker PCBs (7 substances), 10 different types of pesticides, polybrominated flame retardants PBDE as well as trace elements and heavy metals.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Blóðþrýstingslækkandi áhrif (ACE-hindravirkni) í íslensku sjávarfangi – uppsetning mæliaðferða

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Lárus Freyr Þórhallsson, Margrét Geirsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Sigurður Vilhelmsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Blóðþrýstingslækkandi áhrif (ACE-hindravirkni) í íslensku sjávarfangi – uppsetning mæliaðferða

Meginmarkmið verkefnisins var að setja upp mælingar á ACE-hindra virkni á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Matís ohf). Það er ásetningur Matís ohf að nýta þessar mæliaðferðir til að auka verðmæti íslensks sjávarfangs með því að kanna í hvaða afurðum þessi virkni finnst og þar með verði mögulegt að þróa nýjar afurðir og afla nýrra markaða fyrir íslenskt sjávarfang. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskólinn í LaRochelle í Frakklandi og Lyfjafræðideild Háskóla Íslands unnu saman að þessu verkefni. Ástæðan fyrir verkefninu var að á Rf er unnið að nokkrum verkefnum þar sem stefnan er að kanna svonefnda lífvirkni ( heilsusamleg/heilsubætandi) sjávarafurða. Lífvirkni er forsenda þess að mögulegt sé að markaðssetja vörur sem markfæði (functional food). Háskólinn í LaRochelle hefur sérhæft sig í mælingum á ACE-hindrandi áhrifum peptíða úr alls konar hráefni. Þessar mælingar hafa ekki verið gerðar á Íslandi. Stór hluti verkefnisins var unnin sem lokaverkefni í M.Sc. námi í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Byggir skýrsla þessi að mestu leyti að mastersritgerð Lárusar Freys Þórhallssonar vorið 2007. Sett var upp og þróuð mæliaðferð til að mæla ACE-hindrun sem virkar til ákvörðunar á IC50 gildum samkvæmt gildingu með enalapríl. Einnig gefa niðurstöður til kynna að einhverja ACE-hindrandi virkni er að finna í þorskhýdrólýsati og var mesta virknin í hýdrólýsati sem síað var með 1 kDa síu. Afrakstur verkefnisins er því mæliaðferð sem nýtt verður í fjölmörgum verkefnum um lífvirkni í íslensku sjávarfangi. Verkefnið hefur óbein áhrif á verðmæti íslensks sjávarfangs með því að stuðla að þróun á vörum til notkunar í sérfæði, fæðubótarefni og markfæði.

Skoða skýrslu
IS