Skýrslur

Könnun á innanlandsmarkaði fyrir ferðamat og sérfæði úr vestfirsku sjávarfangi / Survey on domestic market for travel food and speciality diet from seafood

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Jón Trausti Kárason, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (V11004‐11)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Könnun á innanlandsmarkaði fyrir ferðamat og sérfæði úr vestfirsku sjávarfangi / Survey on domestic market for travel food and speciality diet from seafood

Niðursuðupokar eru sveigjanlegar umbúðir með loftþéttri lokun og ætlaðir fyrir venjuleg matvæli með hátt sýrustig. Pokarnir þola niðursuðu og innihaldið er hægt að dauðhreinsa. Helsti markaðurinn fyrir matvæli í niðursuðupokum er í Asíu og Evrópu. Um 5 milljarðar pakka af vörum í niðursuðupokum eru seldir í Norður Ameríku á ári. Þ.e. um 750 þúsund tonn að verðmæti um 750 milljarða króna. Markaðurinn hefur vaxið um 10% á ári. Mest er framleitt af gæludýrafóðri, matarskömmtum fyrir hermenn og til hjálparstarfs í þriðja heiminum. Mestur vöxtur er í matvælum og þar er tæknin orðin viðurkennd sem varðveislu‐  og pökkunaraðferð. Veitingahúsa‐  og mötuneytismarkaðurinn er einnig að opnast með þróun stærri poka sem koma í staðinn fyrir dósir. Netkönnun var gerð til að greina markhópa á Íslandi sem gætu haft áhuga á að kaupa og nota mat í    niðursuðupokum og að kanna hvers konar mat er áhugi fyrir að nota.  Netkönnun luku rúmlega 100 manns. Einnig var rætt við forsvarsmenn stóreldhúsa og útivistarfólk varðandi notkun niðursuðupoka.   Niðurstöður bentu til að meðal helstu markhópa eins og útivistafólks og stóreldhúsa virðist vera almennur áhugi til staðar fyrir þeirri nýjung sem matvælum pakkað í niðursuðupoka er á íslenskum markaði. Þarfir markhópanna eru misjafnar hvað varðar skammtastærðir. Almenningur hefur mjög fastmótaðar skoðanir á niðursoðnum matvörum og endurspeglast þær skoðanir e.t.v. af fyrri reynslu og því vöruúrvali sem til staðar hefur verið á Íslandi hingað til. Það er ljóst að til þess að markaðssetja tilbúna rétti í niðursuðupokum þarf að vanda sérstaklega valið á uppskriftum, hráefnum og meðhöndlun þeirra. Þetta á sérstaklega við ef  pakka á sjávarfangi með þessum hætti, en fiskmeti er afar viðkvæmt hráefni.

Canning bags are flexible containers with air‐tight sealing and intended for ordinary foods with high acidity. The food is canned in the bags. Most of the products in canning bags are pet foods, food portions for soldiers and aid activities in the Third World. The greatest growth is in food products and the technology has become recognized as a preservation and packaging process. The restaurant and canteen market is also opening up to development of larger bags to replace the cans. A web‐based survey was done to identify target groups in Iceland that could be interested in buying and using foods in canning bags and to explore what kind of food is of interest. Over 100 participants completed the survey. Representatives of big kitchens and outdoor enthusiast were interviewed on the use of canning bags.   Results indicated that among the major target groups widespread interest appears to be for such novelty food in the domestic market. The needs of different target groups vary in terms of size of packages. The public has a very firm view regarding canned foods probably reflected from past experience and past and current product ranges in the Icelandic market. It is therefore clear that in order to market ready meals in canning bags, the recipes and ingredients have to be chosen carefully. This is particularly important in the case of seafood as it is a very perishable raw material.

Skýrsla lokuð til 01.04.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts / Neytendakönnun á auðguðum sjávarréttum

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Kyösti Pennanen, Raija‐Liisa Heiniö, Rósa Jónsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

Nordic Innovation

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts / Neytendakönnun á auðguðum sjávarréttum

Samanborið við neytendur annars staðar á Vesturlöndum virðast neytendur í Evrópu heldur tortryggnir gagnvart auðgun matvæla og þó heilsufullyrðingar í matvælum beri skilaboð um heilsufarsleg áhrif, verða   þær ekki endilega til að gera vöruna meira aðlaðandi í augum neytandans. Því krefst þróun auðgaðra matvæla skilnings á kröfum neytanda. Gerð var netkönnun til að meta viðbrögð neytenda við vöruhugmyndum um sjávarrétti sem auðgaðir höfðu verið með omega‐3, fiskipróteinum og þörungum með mismunandi upplýsingum um möguleg áhrif og virknieiginleika. Íslenskir neytendur (n = 460) mátu hugmyndir um þorskafurðir og niðurstöðurnar sýndu að auðgun slíkra sjávarrétta var raunhæfur möguleiki, sérstaklega með omega‐3. Þó upplýsingar um auðgun hefðu fremur neikvæð áhrif á upplifun fólks af vöruhugmyndum, höfðu upplýsingar um innihaldsefni og heilsufarsleg áhrif af neyslu, jákvæð áhrif á upplifun fólks og líkur á því að kaupa viðkomandi vörur. Áhrif slíkra upplýsinga voru nokkuð meiri meðal þeirra neytenda sem lögðu meiri áherslu á heilsu og höfðu jákvæð viðhorf til markfæðis. Finnskir neytendur (n = 432) mátu hugmyndir um laxaafurðir og niðurstöðurnar sýndu að auðgun sjávarrétta með þara kom einna best út, sérstaklega þegar upplýsingar um minnkun saltinnihalds fylgdu með. Af niðurstöðunum má álykta að auðgun sjávarrétta sé sé raunhæfur kostur. Hinsvegar er mjög mikilvægt að huga að merkingum og upplýsingum til neytenda um slíkar vörur.

Compared to consumers elsewhere in the Western world, European consumers generally seem to be more suspicious towards enrichment of food. Although health claims in food products communicate the health effect, it does not necessarily make the products more appealing to consumers. Therefore, development of enriched foods requires understanding of consumers’ demands. The aim of this study was to measure consumer responses towards various concepts of enriched seafood products. Web‐based questionnaires were used to study Icelandic and Finnish consumer´s responses towards concepts of convenience seafood products enriched with omega‐3, fish proteins and seaweed extracts with different information about possible effects/functional properties. Icelandic consumers (n = 460) evaluated cod product concepts and the results showed that enrichment of convenience seafood was a realistic option, especially with omega‐3. Although information about enrichment had rather negative effects, information about ingredients and health effects positively affected product perception and buying intention. The effect of information was greater among consumers which placed higher emphasis on health and expressed more positive attitudes towards functional foods. Two sets of Finnish consumers (n = 432) evaluated nine salmon product concepts. The results showed that products enriched with seaweed received relatively the highest scores, especially when information about salt reduction was provided.   To conclude, enrichment of convenience seafood products with marine based ingredients is a realistic option. However, it is very important to consider labelling and information provided to the consumers.

Skoða skýrslu
IS