Skýrslur

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

Klasar (Nýsköpunarmiðstöð Íslands)

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Í verkefninu var stutt við uppbyggingu Matvælaklasa í Ríki Vatnajökuls. Helstu markmið voru að byggja upp skilvirka grasrótarstarfsemi innan klasans, vinna að þróun á sameiginlegri ímynd, vinna kynningarefni fyrir Matvæli í Ríki Vatnajökuls og síðast en ekki síst að vinna að skilgreindum vöruþróunarverkefnum til að styrkja úrval staðbundinna sælkeramatvæla á svæðinu. Verkefnið heppnaðist í alla staði vel. Þátttakendur í matvælaklasanum vinna náið saman í framhaldi verkefnisins. Byggð hefur verið upp sameiginleg og skýr ímynd afurða úr Ríki Vatnajökuls. Meðal annars var gefin út matreiðslu‐ og upplifunarbók þar sem fjallað erum um afurðir, framleiðendur og umhverfi þeirra í Ríki Vatnajökuls. Bókin hefur nú selst í um 2000 eintökum. Verkefnið leiddi til þess að hópurinn réðist í að reka sameiginlega heimamarkaðsbúð í Pakkhúsinu á Höfn sumarið 2009 sem breyttist í vikulegan markað yfir veturinn 2009‐2010. Fjöldi afurða er nú tilbúinn til sölu eftir vöruþróunarferli.

In the project the focus was on strengthening the infrastructure of the Food Cluster “Region of Vatnajökull”. The main aims were to ensure efficient collaboration between different food industry entrepreneurs and designing a strong joint image for the cluster. Other aim was to publish fully designed promotion material for the initiative and to carry out product development to further strengthen local food products catalog. We succeeded in fulfilling all the major aims of the project. The cluster is now very capable of strong collaboration. A strong joint image for the cluster has been designed and applied for promotional purposes. The cluster published recipe and experience local food‐book covering the local products, producers and culture. The cluster operated a local food store in the town of Höfn during the summer of 2009. The store was changed into a weekly local food market in the winter 2009‐2010. Various new products were also developed to increase the local food diversity of the region.

Skoða skýrslu
IS