Skýrslur

Efnasamsetning sölva – Árstíðarsveiflur

Útgefið:

26/08/2019

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

Verkefnissjóður sjávarútvegsins, AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Efnasamsetning sölva – Árstíðarsveiflur

Markmið rannsóknarinnar var að kanna magn næringarefna, steinefna og snefilefna í sölvum eftir árstíma til að meta hvenær best sé að uppskera þau m.t.t. næringarsjónarmiða. Tekin voru sýni á tveimur stöðum, Tjaldanesi við Saurbæ í Dalasýslu og Herdísarvík við Selvog á Reykjanesi á tímabilinu frá október 2011 til apríl 2013.

Árstíðarsveiflur greindust í innihaldi næringarefna í sölvum bæði í Herdísarvík og Tjaldanesi og fylgdu þær svo til sama ferli. Snemma vors náði magn trefja, próteina, fitu, ösku og vatns hámarki. Mælingar bentu einnig til árstíðarsveiflna í sumum þeirra steinefna og snefilefna sem mæld voru; kalíum, fosfór, joð, selen, kadmín og blý. Þungmálmar voru innan viðmiðunarmarka að undanskildu kadmín á veturna.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma / Properties of dulse. Influence of location and season

Útgefið:

06/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma / Properties of dulse. Influence of location and season

Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum rannsóknar á sölvum sem var safnað frá júní til október 2010 á tveimur ólíkum vaxtarstöðum sölva, á klettaog hnullufjöru (Bolaklettar) og á áreyrum (Fossárvík). Markmið var að fá áreiðanlegar upplýsingar um áhrif staðsetningar og árstíma á útlit, næringargildi, magn snefilefna og steinefna í sölvum á þessum stöðum. Áhrif árstíma og staðsetningar mældust á flesta mæliþætti sem greindir voru, bæði samsetningu og eiginleika. Hversu mikill breytileikinn er, er misjafnt eftir um hvaða þátt er að ræða. Í sumum tilfellum getur það skipt verulegu máli og því mikilvægt að safna sölvum á þeim stöðum og tíma ársins sem hagstæðast er.

Dulse was collected from June to October 2010 at two different locations, rocky shore and at sandbank were the sea was mixed with fresh water. The aim was to collect data on the influence of location and season on the appearance and chemical composition of dulse. Significant differences were found on several attributes. Knowledge of the variability in i.e. colour and protein content assist processors in selecting the most favourable raw material for their product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva / Influence of drying methods on the properties of dulse

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva / Influence of drying methods on the properties of dulse

Þekking á breytum sem stýra gæðum og eiginleikum þurrkaðra sölva (Palmaria palmata) er tiltölulega lítil og á fárra vitorði. Ef auka á nýtingu og breikka notkunarmöguleika á sölvum er mikilvægt er að rannsaka nánar þessar breytur og skjalfesta þær. Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum tilrauna sem höfðu það að meginmarkmiði að bera saman áhrif þriggja ólíkra þurrkaðferða á næringargildi og eðliseiginleika þurrkaðra sölva. Þurrkunaraðferðirnar sem voru bornar saman voru sólþurrkun, ofnþurrkun og frostþurrkun auk þess að áhrif verkunar á sólþurrkuðu sölin voru metin. Sambærilegar breytingar mældust á næringarefnum eftir þurrkaðferð. Helsti munur m.t.t. þurrkaðferða greindist í magni C-vítamíns. Þá var sjáanlegur munur á lit og áferð. Bragðeiginleikar voru ekki mældir en talið er að einhvern mun sé þar að finna. Þrátt fyrir að niðurstöðurnar hafi gefið ákveðin svör þá vöknuðu margar spurningar við túlkun á þeim. Þörf er því talin á því að afla meiri þekkingar á eiginleikum sölva og samspili þeirra við mismunandi vinnsluþætti.

The influence of three different drying methods on selected nutritional and physiochemical properties of dulse were compared; sun drying, oven drying and freeze drying. Similar influence was found on nutritional components. The main difference was found on C-vitamin retention. Difference was found as well in colour and texture. Flavour characteristics were not analysed, however some differences are expected. Despite giving some answers, the results raised many questions on their interpretation. There is a need for extended knowledge on the properties of dulse and their interplay with different processing parameters.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla á þurrkuðum sölvum til manneldis. Gæðaþættir og gæðaviðmið / Processing of dried dulse for consumption. Quality parameters and requirements.

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Vinnsla á þurrkuðum sölvum til manneldis. Gæðaþættir og gæðaviðmið / Processing of dried dulse for consumption. Quality parameters and requirements.

Að mörgu þarf að huga þegar skal afla og vinna söl og aðra þörunga til manneldis. Mismunandi kröfur og viðmið eru meðal vinnsluaðila, kaupenda og neytenda varðandi hvernig söl eiga að vera og hver æskileg gæði þeirra eru. Í þessari skýrslu er upplýsingum safnað saman um opinberar kröfur og þekkt viðmið um vinnslu á þurrkuðum sölvum til manneldis sem vinnsluaðilar og kaupendur geta nýtt sér til að setja vöru- og gæðaviðmið fyrir þessar vörur. Þrátt fyrir að um hefðbundna vöru sé að ræða er enn mikið verk óunnið til að öðlast fullnægjandi þekkingu á mörgum þáttum í framleiðslu á þurrkuðum sölvum og hvernig best er að stýra þeim (s.s. varðandi geymslu á fersku hráefni). Leiðbeiningar um vinnslu á þurrkuðum sölvum munu því halda áfram að þróast og breytast eftir því sem þekkingu fleygir fram.

Many things need to be considered when collecting and processing dulse and other seaweed for human consumption. Requirements on how dried dulse should be and their required quality, vary between buyers and consumers. Information was collected on official requirements and known paradigms on the processing of dried dulse. Despite being a traditional product, extended knowledge on the influence of different processing parameters on the properties of dried dulse and how they can be controlled, is needed. Instructions on processing of dried dulse will therefore continue to develop as knowledge on the matter extends.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kryddlegin söl / Pickled dulce

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski, Eyjólfur Friðgeirsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Kryddlegin söl / Pickled dulce

Íslensk hollusta ehf fékk Matís til samstarfs við sig til að ljúka vöruþróun á kryddlegnum sölvum. Gerðar voru prófanir á marineringu í nokkrum algengum efnum þ.e. olíu, soja‐sósu, ediki, mysu og saltpækli. Marinering svipuð því sem Íslensk hollusta ehf hafði notað reyndist best, en prófanir sýndu að verulega var hægt að bæta vinnsluferlið til að besta vöruna með tilliti til útlits, bragðs og geymsluþols. Kryddlegin söl eru nú áhugaverð vara með fallegt útlit og gómsætt bragð. Áhugavert verður að sjá hvernig markaðurinn tekur við þessari nýjung.

The project focused on finalizing product development of pickled dulse developed by Íslensk hollusta ehf. Tests were executed with various curing media; oil, soya, vinegar, whey and salt brine. The curing media selected was similar to the one already developed by Íslensk hollusta. However, improvements in the processing were obtained, especially in regard to optimization of appearance, flavour and storage time or shelf life. Pickled dulse is now an interesting product with attractive appearance and taste. It will be interesting to see how the market will respond to this new product.

Skoða skýrslu
IS