Sókn á ný mið / Thawing processes
Verkefni þetta er samstarfsverkefni Brims hf, Matís ohf og 3X Technology ehf og er markmið þess að þróa nýjan búnað og ferla við þíðingu á slægðum bolfiski til vinnslu. Verkefnið var til tveggja ára og var styrkt af Tækniþróunarsjóðnum. Verkefnið inniheldur nokkrar tilraunaskýrslur sem gerðar voru af þátttakendum verkefnisins og voru framkvæmdar í húsnæði Brims á Akureyri. Tilraunirnar gengu í stórum dráttum út á að skoða hitadreifingu þorsks við mismunandi þíðingarhita á vatninu. Settir voru meðal annars hitasíritar í kjarna og roð á þorski til að fylgjast með hitastigum í flakinu. Markmiðið var að reyna að finna út bestu þíðingaraðferðina með tilliti til gæða hráefnisins eftir þíðingu og lageringu í kæli yfir nótt. Aðalbreyturnar í þessum tilraunum voru tími og hiti. Þíðingin var prófuð í svokölluðu snigilkari sem smíðað var af 3X Technology á Ísafirði. Með því að nota snigilkar við þíðingu þá verður mjög auðvelt að stýra þíðingartímanum og einnig að tryggja að það hráefni sem fer fyrst inn kemur fyrst út. Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að besta útkoman úr uppþíðingunni m.t.t litar og loss flaksins í vinnslunni var að þíða þorskinn upp á sem skemmstum tíma og hafa hitastig vatnsins (þíðingarhitann) jafnt allt þíðingarferlið. Síðan eftir lageringu í kæli yfir nóttina er hitastig fisksins um núll til ‐1°C. Þetta mun gefa bestu niðurstöðu m.t.t gæða hráefnisins.
This project is a collaboration work between Brim hf, Matis ohf and 3X Technology ehf. The project objectives is to develop a new equipment and processing for thawing fish. This procject is for two years and is supported by Icelandic Centre for Research (Rannis). This project contains several experiment reports and their payoff which was executed by the members of this project. All these experiments were done within Brims accommodation. Their main object was to investigate the temperature gradient of codfish with various thawing temperature. Thawing experiments was executed in so called screw tank, manufactured by the company 3X Technology. By using these tanks you will ensure that the fish whos goes first in the tank will go first out when thawing is over. And thereby all control of time and temperature will be much easier. The primary conclusion from this project is that the best outcome from the thawing experiment, when taking into account the colour and looseness of the fish fillet, is to have the thawing time as short as possible and the temperature of the water as even as possible throughout the thawing process.