Skýrslur

Hefðbundið skyr. Samanburður á heimagerðu og verksmiðjuframleiddu skyri – Forkönnun / Traditional skyr. Comparison between homemade and industrial produced skyr – Preliminary study

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Nadine Knocke, Aðalheiður Ólafsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Hefðbundið skyr. Samanburður á heimagerðu og verksmiðjuframleiddu skyri – Forkönnun / Traditional skyr. Comparison between homemade and industrial produced skyr – Preliminary study

Skyr er ein fárra íslenskra vara sem má með sanni segja að sé hefðbundin. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á hefðbundnu, heimagerðu skyri, eru frá því á fyrri hluta 20. aldar. Þessi skýrsla gerir grein fyrir forrannsókn á heimagerðu og verksmiðjuframleiddu skyri þar sem áhersla var lögð á mat á skynrænum eiginleikum og greiningu á örverflóru með nýlegum erfðafræðilegum aðferðum. Merkjanlegur munur greindist í skynrænum þáttum. Þá var fjöldi mjólkursýrugerla og gersveppa töluvert hærri í heimagerðu skyri. Sömu tegundir mjólkursýrugerla greindust hjá mismunandi framleiðendum og voru þær sömu og hafa greinst í fyrri rannsóknum. Gersveppir af sömu ættkvíslum fundust á báðum búunum en ekki í verksmiðjuframleiddu skyri. Þó svo að um sömu gerlategundir sé að ræða er hugsanlegt að mismuandi svipgerðir megi finna milli búa. Því væri áhugavert að kanna hugsanlegan efnaskipta- eða arfgerðabreytileika milli stofna frá mismunandi framleiðslustöðum og áhrif þeirra á eiginleika skyrs.

Skyr is one of few Icelandic products which can be stated as traditional. Little research has been executed on traditional skyr, of which most from the first part of the 20th century. In this preliminary study, homemade and industrial skyr is compared based on sensory properties and microbiological composition. Significant difference was found on several sensory attributes. Number of lactic acid bacteria and yeasts was much greater in homemade than industrial skyr. Same species of lactic acid bacteria were identified as in previous studies, however only some of previously identified yeast genera were found. Larger part of DNA needs to be sequenced and culture independent methods employed for a more specific identification. Such analysis could give possibilities on establishing metabolic or genotype difference between different production locations.

IS