Skýrslur

Tækifæri tengd fullvinnslu lífmassa og líftækni á Vestnorræna svæðinu

Útgefið:

06/02/2018

Höfundar:

Bryndís Björnsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Rósa Jónsdóttir, Gunnar Þórðarson, René Groben, Stephen Knobloch, Aviaja Lyberth Hauptmann, Janus Vang, Ingunn Gunnarsdóttir, Ragnar Jóhannsson, Lisbeth Due Schönemann-Paul, Sigrún Elsa Smáradóttir

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers and AG-fisk

Tækifæri tengd fullvinnslu lífmassa og líftækni á Vestnorræna svæðinu / Biorefining and Biotechnology Opportunities in the West Nordic Region

Vestnorræna svæðið býr yfir miklum tækifærum til bættrar nýtingar, sjálfbærni og aukins virði lífrænna auðlinda. Þessi skýrsla ber kennsl á helstu lífrænu auðlindir svæðisins sem henta til fullvinnslu (e. biorefining) og notkunar líftæknilegra tóla. Skýrslan greinir frá verðmætum innihaldsefnum helstu lífauðlinda svæðisins, ásamt þeim vinnsluaðferðum sem beitt er eða hægt er að beita á þær og telur upp ýmsar lokaafurðir sem hægt er að framleiða með frekari fullvinnslu. Í skýrslunni er yfirlit yfir þá starfsemi sem nú er í gangi og þær afurðir sem framleiddar eru á svæðinu með fullvinnslu og líftækni. Lífrænum auðlindum er skipt upp eftir því hvort þær teljast hliðarafurðir, upprunnar í vatni eða á landi, eða vannýttar auðlindir. Athygli er beint að sérstökum tækifærum og hindrunum tengdum Vestnorræna svæðinu.

The West Nordic region holds promising opportunities to improve utilisation, sustainability and value from its biological resources. The region’s major bioresources available for biorefining and biotechnological applications are the focus of this report. It identifies valuable ingredients in the different resources, processing technologies which are or may be applied, and possible end products obtained from further processing the raw material. An overview of the current operations and products which are being produced within the region is given. The report divides the available bioresources into biodegradable residues of aquatic or land origin and underutilised biomass. High-north specific opportunities and obstacles are highlighted.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla hráefnis frá norðanverðum Vestfjörðum / Production of raw material from North Westfjords

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsla hráefnis frá norðanverðum Vestfjörðum / Production of raw material from North Westfjords

Um 10 þúsund tonn af hráefni er flutt frá norðanverðum Vestfjörðum til vinnslu annars staðar. Mest af þeim afla er flutt óslægt og því er það ekki bara flökunarvinnsla sem fer á mis við hráefni heldur jafnframt aðilar sem framleiða vöru úr aukaafurðum, t.d. hausaþurrkun og lifraframleiðendur. Hugmyndin um að skylda aðila til að slægja og hugsanlega hausa afla er því freistandi.   Niðurstaða þessa verkefnis er hins vegar sú að slíkt sé mjög óhagkvæmt og heildaráhrifin verði neikvæð. Í fyrsta lagi eru slægingarstuðlar á Vestfjörðum með þeim hætti að útgerðir myndu tapa kvóta með slægingarskyldu. Í öðru lagi eru kaupendur sunnanlands, sem vinna ferskan fisk í flug, tilbúnir að greiða aukalega um 20 kr/kg fyrir fisk sem nær flutningabílum sem aka afstað kl. 15:00 samkvæmt áætlun. Ef fiskur er slægður eftir löndun er útlokað að koma þeim afla í þennan flutning og bíður sá fiskur flutnings þangað til daginn eftir. Fiskur sem fer beint í flutning er komin í vinnsluhús á suðvestur svæðinu um kl. 04:00  og er búið að slægja hann fyrir vinnslu sem hefst kl. 07:00. Fiskurinn er síðan tilbúinn í flug sem í sumum tilfellum fer um hádegisbil frá Keflavíkurvelli. Hér er því um hagkvæmt fyrirkomulag að ræða sem hámarkar verðmætasköpun í sjávarútvegi á Íslandi.

About 10 thousand tons of whole round fish are trucked from northern Westfjords to fish processors in south/west region of Iceland. Most of the fish is exported un‐gutted and therefore it is not just the filleting factories missing raw materials, but also those producing side product like cod heads drying and liver canning. The concept idea of this project was to force vessels owners and fish markets to head and gut the fish before trucing and looked like a tempting idea. However, the outcome of this work is that this would be inefficient and the overall effect will be negative. Firstly, the gutting standard given by the Icelandic authority is 16% but the average radio in Westfjords is only 12%, so the vessel owners would lose the difference in quota.    Secondly the customers in the south/west are willing to pay extra 20 kr/kg for fish reaching the scheduled truck leaving the area at 15:00. If the fish would be headed or/and gutted it would not be ready for trucking, and be leaving the day after. Fish going straight from vessel at the harbor for trucking will be delivered in a fish plant in the south west at around 04:00 following morning. It will be ready for filleting at 07:00 and can be exported by airfreight around noon.   Here is an advantageous arrangement case that maximizes value for the fisheriesin Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Arnljótur B. Bergsson, Gísli Eyland, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Sindri Magnason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi. Tilvísunarnr.: S 12 007‐12

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri

Mikil breyting hefur orðið á útgerð frystitogara á Íslandi síðan hún hófst í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Hlutdeild frystitogara í þorski hefur dregist saman umtalsvert og er hann í dag eingöngu veiddur sem meðafli við sókn í aðrar tegundir eins og karfa, ufsa og grálúðu. Árið 1992 voru frystitogarar flestir í íslenska flotanum, 35 talsins en í dag eru þeir aðeins 23 og fer fækkandi. Ástæður fyrir minnkandi hlutdeild frystiskipa í þorskveiðum má rekja til hærra olíuverðs, en orkukostnaður við frystingu úti á sjó er mun meiri en sambærilegur kostnaður í landi, hærri launakostnaðar við vinnslu úti á sjó en í landi og breytingar í markaðsmálum þar sem ferskur fiskur hefur undanfarið skilað einna mestri verðmætasköpun í íslenskum fiskiðnaði. Mikilvægustu rekstrarþættir frystitogara í dag eru aflaheimildir, aflaverðmæti, laun sjómanna, olíuverð og veiðigjöld. Álagning veiðigjalda hafa valdið óvissu og dregið úr hagkvæmni frysti‐ togara sem hefur komið í veg fyrir fjárfestingu í greininni ásamt hlutaskipakerfi sem hvetur ekki til fjárfestinga í tækni eða vöruþróun.   Frystitogarar eru Íslendingum nauðsynlegir, og þó hlutdeild þeirra í þorski og ýsu hafi farið minnkandi þá verður áfram hagkvæmt að veiða aðrar tegundir með vinnsluskipum. Tegundir eins og karfi og grálúða henta vel fyrir vinnslu sem þessa og eins verða fjarlæg mið varla sótt nema með frystitogurum.

Significant changes have occurred in operation of freezing trawlers in Iceland since it began in the early eighties. Its share in the most important stock, the cod, has declined significantly and today cod is only caught as by‐catch with other species. The main species caught by and processed on‐board freezing trawlers today are; redfish, saithe and Greenland halibut.   In 1992 the number of freezing trawlers peaked in the Icelandic fishing fleet, with 35 vessel, but has declined to 23 today. Reasons for the reduction is mainly higher oil prices, higher energy cost of freezing at sea than onshore, relatively higher salaries of processing offshore and changes on markets where fresh fish portions has recently delivered better value than see‐frozen fillets in the Icelandic fishing industry .   The most important operating parameters for freezing trawlers are quotas, catch value, crew remuneration, fuel cost and fishing fee. Imposition of fishing fees in Iceland have caused uncertainty and reduced profitability of freezing trawlers and prevented capitalization in the industry, along with crew salary‐systems that do not encourage investment in technology or product development. Freezing trawlers are necessary in Icelandic fish industry, though their share of the cod and haddock have declined it remains profitable to catch other types of species, such as redfish and Greenland halibut and these vessels are vital for the Icelandic deep sea fishing around Iceland and in the Barents see.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilbúnir réttir úr saltfiski

Útgefið:

31/10/2012

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Jón Trausti Kárason

Styrkt af:

AVS-sjóðurinn

Tilbúnir réttir úr saltfiski

Markmið verkefnisins var að þróa tilbúna saltfiskrétti og saltfiskbollur. Með því að nýta meðal annars ónýtt hráefni s.s. afskurð má skapa aukin verðmæti úr sjávarfangi. Stefnt var að sölu þessara afurða á Norðurlöndunum, Spánarmarkaði og á Íslandi. Ektafiskur er með hefðbundna framleiðslu á saltfiski og eru engin aukefni notuð við framleiðsluna. Saltfiskur er þekkt afurð á Spáni og á Norðurlöndunum og hafa núverandi vörur Ektafisks fengið góðar viðtökur bæði á Spáni og á Íslandi. Til að viðhalda og/eða auka markaðshlutdeild sína er nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að þróa vörulínu sína áfram m.t.t. krafna neytenda í dag. Þróun á saltfiskafurðum hefur verið í átt til meiri þæginda fyrir neytendur samfara breytingum á lífsmynstri á undanförnum áratugum.

The aim of the project was to develop pre-made salt-cod dishes and fishcakes. By using using un-utilized raw materials like cut-offs added value can be created. The goal was to market the products developed in this project in the Nordic countries, Spain and in Iceland. Ektafiskur produces traditional salted cod and do not use any additives. Salted cod is a known product in Spain as well as in the Nordic countries. The products from Ektafiskur have been well received both in Spain and Iceland. To maintain and/or increase its market size it is essential that Ektafiskur continue to develop new products with consumer demand in mind. The development of salted cod products has been increasingly towards consumer comfort and changes in life patterns in the last decades.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bætt nýting sjávarafla

Útgefið:

01/02/2010

Höfundar:

Sjöfn Sigurgísladóttir, Sveinn Margeirsson, Sigurjón Arason, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Bætt nýting sjávarafla

Skýrsla þessi er unnin fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið; og er hún aðallega hugsuð sem innlegg í vinnu ráðuneytisins við endurskoðun á stefnu varðandi nýtingu sjávarafla. Skipta má efni skýrslunnar upp í tvo meginþætti þ.s. í fyrri hlutanum er tekið stöðumat á nýtingu og verðmætasköpun þorskafla m.t.t. sjófrystingar, landvinnslu og gámaútflutnings; en í seinni hlutanum er reynt að bera kennsl á hvar helstu sóknarfæri eru til bættrar nýtingar og aukinnar verðmætasköpunar á bolfisksafla landsmanna. Við gagnaöflun var aðallega leitað í afla- og ráðstöfunarskýrslur Fiskistofu og útflutningsgögn Hagstofunnar fyrir árin 2007 og 2008. Þar sem Fiskistofa og Hagstofan eru enn að safna gögnum fyrir árið 2009 þótti ekki tímabært að kanna nýtingu og verðmætasköpun eftir vinnsluleiðum fyrir 2009; skýrsluhöfundar mælast þó til að það verði gert um leið og öll gögn liggja fyrir. Árið 2008 veiddu íslensk skip um 151 þúsund tonn af þorski (127 þúsund tonn slægt) sem úr voru unnin 90 þúsund tonn af afurðum að verðmæti 59,5 milljarðar króna (fob). Um 75% aflans fór til landvinnslu, 20% var sjófryst og rúmlega 5% var flutt út óunnið í gámum. Gögnin sýna að verulegur munur var á nýtingatölum í landvinnslu og sjóvinnslu þ.s. flakanýting, hausanýting og nýting á aukaafurðum var umtalsvert lakari hjá frystitogaraflotanum. Gróft áætlað var nýting í landvinnslu um 72% (massahlutfall hráefnis og afurða miðað við slægt með haus) á móti um 44% í sjófrystingu. Ýmsar ástæður kunna að liggja að baki þeirri staðreynd að nýting afla af frystiskipum sé mun lakari en í landvinnslu, en þó má ljóst vera að umtalsverð sóknarfæri séu fólgin í að auka nýtingu hjá frystitogaraflotanum. Sem dæmi um hvar hægt væri að auka nýtingu má t.d. nefna að hausanýting hjá flakafrystitogurum er almennt 35,5%, en í flakavinnslu í landi er hún 22- 30%; og yfirdrifinn meirihluti togaranna sér þess þar að auki ekki fært að koma með hausana í land. Einnig bendir ýmislegt til að unnt væri að koma með meira af öðrum aukaafurðum í land en nú er gert t.d. afskurð, marning, lifur, hrogn, svil o.fl. Mikið hefur áunnist varðandi nýtingu í landvinnslu á undanförnum misserum en þó eru enn til staðar tækifæri til úrbóta. Mest framþróun í bættri nýtingu hefur orðið í vinnslu á þorskafurðum, en nýting á aukaafurðum í vinnslu á öðrum tegundum hefur ekki náð að fylgja þar eftir, enda eftir mestu að slægjast í þorskinum. Ánægjuleg þróun hefur t.d. orðið á síðustu þrem árum í niðursuðu á lifur, sem hefur tvöfaldast í magni frá 2006-2009. Mjög mikið magn af fiski er flutt út óunnið í gámum á ári hverju, en hátt fiskverð á mörkuðunum í Bretlandi og Þýskalandi gerir það að verkum að útgerðamenn sjá meiri hagnaðarvon í því að senda fiskinn úr landi en að selja hann til vinnslu innanlands. Hægt er að auka útflutningsverðmæti hluta þessa afla með því að vinna hann hér heima. Þrátt fyrir að bætt nýting sé mikilvæg má ekki gleyma því að magn og gæði fara ekki alltaf saman, því er ekki síður mikilvægt að hámarka hlutfall afurða sem fara í dýrustu afurðaflokkana. Til að það sé hægt þarf að tryggja rétta meðferð og ferlastýringu í gegnum alla virðiskeðjuna þar sem gæði eru hámörkuð á öllum stigum veiða, vinnslu og flutninga.

Skoða skýrslu
IS