Skýrslur

Vinnsla grásleppu á Vestfjörðum / Lumpfish production at West‐ fjords

Útgefið:

15/01/2012

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Óskar Torfason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsla grásleppu á Vestfjörðum / Lumpfish production at West‐ fjords

Frá árinu 2012 verður skylt að koma með allan grásleppuafla að landi samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins, nr. 1083/2010.   Verkefninu „Grásleppa, verðmæti úr vannýttu hráefni“ er ætlað að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum með því að þróa vinnslu á afurðum úr grásleppu til útflutnings. Finna þarf heppilegustu aðferðir fyrir meðhöndlun hráefnisins um borð í bátum, í landvinnslu, við flutning og geymslu.   Tekjur aukast í sjávarbyggðum og því meira eftir því sem meira tekst að selja af aukafurðum grásleppunnar. Mikilvægt er að vöruþróun eigi sér stað til að hámarka tekjurnar. Nýting aukaafurða grásleppu stuðlar að aukinni atvinnu í sjávarbyggðum Vestfjarða. Atvinnan tengist meðhöndlun afla, slægingu, hreinsun, pökkun, frystingu og flutningum. 

From the year 2012 it will be required to bring the whole lumpfish catch to shore, under a new regulation from the Minister of Fisheries and Agriculture, No. 1083/2010. The project “Lumpfish, the value of underutilized species” is intended to support economic activity in the West‐fjords by developing processing methods for lumpfish export. The aim is also to find the most suitable methods for handling the raw material on board the fishing vessels, at processing side, and through storage and transport.   Income will increase at coastal areas by more product landed and more extra production and export. Further product development is important to maximize revenue. Utilization of lumpfish by‐products contributes to increased employment in West‐fjords costal arias. Jobs related to handling of catch, gutting, cleaning, packing, freezing and transportation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar og kjötvinnslu – Skýrsla fyrir árið 2009

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Ágúst Andrésson, Óli Þór Hilmarsson, Ásbjörn Jónsson, Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar og kjötvinnslu – Skýrsla fyrir árið 2009

Verkefnið er um að gera verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar‐  og kjötvinnslu. Tæknilegt markmið var að aðlaga og þróa vinnsluaðferðir sem breyta hliðarafurðum úr ódýrum mannamat, fóðri og úrgangi í dýrar sérvörur sem seldar verða til viðskiptavina í öðrum löndum. Markmið í rannsóknum og menntun var að taka þátt í og efla klasasamstarf og stuðla að þjálfun ungra vísindamanna. Verkefnið er til tveggja ára. Þetta er skýrsla um fyrra ár verkefnisins en þá var unnið að rannsókna‐  og þróunarverkefnum um vörur úr görnum og vömb um, bætta nýtingu á blóði og innmat. Einnig hófst frostþurrkun á líffærum til lyfja‐ og lífefnaframleiðslu.

The project is about creating more value from slaughter and meat processing by‐products. The technical aim is to adapt and develop processes to convert by‐products from being low value food, feed and waste to high value products for export. The aim is also to train young scientists by allowing them to take part in the project. This is a status report from the first year of the project.   The project included:

‐ Development of casing processes

‐ Better utilization of organs and bloods

‐ Freeze drying of products for biotechnological development

Lokuð skýrsla / Report closed

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskprótein sem fæðubótarefni

Útgefið:

01/05/2008

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Margrét Geirsdóttir, Ragnar Jóhannsson, Sigurður Hauksson, Sjöfn Sigurgísladóttir, Arnljótur Bjarki Bergsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Fiskprótein sem fæðubótarefni

Markaður fyrir fæðubótarefni og heilsuvörur fer vaxandi og slíkar vörur eru nú stærri hluti af næringu fólks en áður. Fæðubótarefni eru matvæli sem eru ætluð sem viðbót við venjulegt fæði. Prótein í fæðubótaefnum og heilsuvörum eru aðallega unnin úr mjólkur- og jurtapróteinum. Næringarsamsetning fiskpróteina er ákjósanleg sem fæðubótarefni en þróun og rannsóknum til að framleiða þau með þeim eiginleikum sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir fæðubótarefni hefur verið ábótavant. Með því að vinna fæðubótarefni úr fiski væri hægt að auka verðmæti hráefnisins. Markmið verkefnisins var að þróa fiskprótein sem nýttust sem fæðubótarefni. Byggt hefur verið upp verkefnanet hjá Matís með áherslu á prótein og próteinafurðir.

The market for nutritional supplements and health beneficial products is increasing as such products play bigger role in people’s nutrition. Nutritional supplements are food products intended as addition to normal diet. Currently proteins in the aforementioned products are mainly processed Soya proteins. Fish proteins contain many promising nutritional qualities, but development and research on producing them with the most favourable attributes have not been completed yet. If it were possible to produce nutritional supplements from fish, the catch value could be increased. The aim of this project was to develop fish proteins that could be used as food supplements. On the base of the project a network of various projects with emphasis on protein and protein products of fish origin has been established at Matís.

Skoða skýrslu
IS