Skýrslur

Samanburður á smásærri byggingu aleldis- og villts þorsks / Comparison of microstructure between farmed and wild cod

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir

Styrkt af:

AVS R26-06 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Samanburður á smásærri byggingu aleldis- og villts þorsks / Comparison of microstructure between farmed and wild cod

Markmið þessa verkþáttar var að byggja upp þekkingu með myndgreiningu til að auðvelda vinnslu og vöruþróun eldisþorsks. Í verkefninu ,,Framtíðarþorskur” leiddi myndgreining í ljós merkilegar niðurstöður þar sem mikill munur kom fram á uppbyggingu holdsins í villtum þorski og áframeldisþorski. Tilgangur þessa verkþáttar var að skoða þennan mun nánar og reyna að finna ástæður fyrir honum. Niðurstöður verkefnisins staðfestu þennan mikla mun á millifrumubili eins og áður hafði sést, en hann kom einungis fram í sýnum sem tekin voru af lifandi fiski. Lítill munur kom fram á sýnum sem tekin voru fyrir dauðastirðnun (pre-rigor) hvort sem um var að ræða eldis- eða villtan fisk. Eftir dauðastirðnun (post-rigor) voru eingöngu tekin sýni af villtum fiski þar sem vinnslueiginleikar eldisþorsks voru slakir eftir dauðastirðnun. Í ljós kom að millifrumubilið jókst aftur í villtum fiski við dauðastirðnun. Fjölmargar aðrar mælingar voru gerðar á þessum sýnum í verkþætti 4 í þessu verkefni og mátti sjá nána tengingu við niðurstöður fyrir hlutfall millifrumubils í þessum sýnum. Hreyfanleiki vatnssameinda var minni í villtum þorskvöðva sem var í samræmi við að millifrumubil var meira en í eldisfiski. Aftur á móti var vatnsinnihald hærra í villta þorskinum. Niðurstöður gáfu því til kynna að uppbygging og eiginleikar vöðvans væri nokkuð ólík hjá þessum hópum. Rannsóknin var hluti af verkefninu „Vinnslu – og gæðastýring á eldisþorski, nánar tiltekið samantekt fyrir verkþátt 3.

In previous project there was much difference in gap between cells samples from wild and farmed cod. In this project phase the aim was to confirm this difference and try to identify the reason for it. The results showed a difference in microstructure between wild cod and farmed one, when samples were taken from live fish. This difference was not a distinct, when samples from pre-rigor and post rigor fish where analyzed. In project phase 4 these samples where used for number of measurement. The results from the microstructure analysis were in harmony with results from measurement of water content and water mobility.

Skýrsla lokuð til desember 2011 / Report closed until December 2011

Skoða skýrslu
IS