Vísindamenn hjá Matís og Háskólanum í Gröningen Hollandi hafa um árabil rannsakað ensím sem umbreyta beta-glúkan fjöl- og fásykrum og voru þeir fyrstir til að lýsa virkni slíkra ensíma.
Markmið verkefnisins var að auka við þekkingu á eiginleikum þessara ensíma og kanna samband byggingar og virkni. Myndbygging ensímanna var rannsökuð og ítarleg greining var gerð á virkni ensímanna og gerð myndefna. Einnig var lykilamínósýrum í hvötunarhvörfum breytt til þess að skilgreina hvarfgang.
Lokamarkmið var að þróa ensímverkfærakistu til umbreytinga og framleiðslu á flóknum beta-glukan fjölsykrum og fásykrum. Slíkar sykrur hafa mikla hagnýtingarmöguleika á ýmsum sviðum.
https://innri.matis.is/malaskra/cmCaseDocumentSet/Novel%20beta-transglucosidases/Novel_Transglucosidsases_IRF_Final_Reprot_2017.pdf
Almennt heiti verkefnis: Novel transglucosidasar