Markmið verkefnisins EcoD er að nýta vannýtt hráefni sem fellur til við þorskvinnslu við framleiðslu á verðmætum innihaldsefnum sem og fæðubótarefnum. Niðurstöður verkefnisins auka þannig nýtingu á auðlindum hafsins ásamt því að auka framboð á næringarríkum innihaldsefnum úr sjálfbærum fiskstofnum.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Íslenska sprotafyrirtækið Iceland Protein sem hefur þróað nýstárlegt ferli til nýta vannýtt hráefni úr þorskvinnslu til að framleiða hágæða próteinduft til manneldis. Stefnan er á að nýta próteinin til þess að auðga og bæta næringargæði matvæla, svo sem í próteinstangir og prótíndrykki, og við þróun fæðubótarefna fyrir íþróttamenn og eldri borgara. Ferlið mun opna margar dyr í fiskiðnaðinum þar sem það gerir það kleift að auka nýtingu og verðmæti mismunandi hráefnis til manneldis.
Einnig tekur þátt í verkefninu Háskólinn í Árósum sem sér um markaðskannanir fyrir verkefnið.