Framleiðsla á lífvirkum beta-glúkan smásykrum með hjálp ensíma.
Markmið verkefnisins var að þróa framleiðslu á lífvirkum beta-glúkan smásykrum úr brúnþörungum af ættkvíslinni Laminaria sem vaxa í miklu magni við strendur Íslands.
Eftir vinnslu og hreinsun á laminarin fjölsykrum voru ensím notuð til þess að útbúa greinóttar smásykrur með margvíslega lífvirkni og bætibakteríuörvandi (prebiotic) eiginleika.