Á haustmánuðum munu Matís og Geitfjárræktarfélag Íslands standa að verkefni varðandi aukna verðmætasköpun á geitaafurðum í samvinnu við og með stuðningi Matarauðs Íslands. Liður í því verkefni er að koma á kjötmati geita, yfirfara verklag við slátrun geita og skýra verklag um heimtöku geitfjárafurða, til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi.
Geitum og kiðlingum er oftast slátrað til heimtöku, en minna um að lagt sé inn í sláturhús með sama hætti og sauðfé. Ræktun geita er að aukast um allt land, því er mikilvægt að koma á samræmdu kjötmati þeirra, skráningu niðurstaðna og koma betri afurðum á markað. Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís.