Kunstens mat, Mathantverk / Rannikon ruoka, Artesaaniruoka – Opna Finnska meistarakeppnin í Matarhandverki fer fram í Ekenäs 10.-13. október 2016
Finnland fer með formennsku í Norræna ráðherraráðinu í ár. Í ljósi þess er tilvalið að vekja athygli á Finnsku meistarakeppninni í Matarhandverki. Þátttökurétt hafa finnskir sem og norrænir aðilar og eru Íslendingar hvattir til að taka þátt.
Skráning þátttöku fer fram á vefslóðinni www.novia.fi/mathantverkfm.
Keppnin er öllum opin og er þetta kjörin vettvangur til að hitta aðra matarhandverksmenn. Auk keppninnar stendur áhugasömum til boða að sitja sérhæfð námskeið, heimsækja áhugaverða aðila í nærumhverfi keppnisvettvangsins og taka þátt í fleiri viðburðum. Allir þátttakendur í keppninni fá skriflegar umsagnir dómnefndar. Þátttökugjald í matarhandverkskeppninni er 30€ (u.þ.b. 3900 ISK) fyrir hverja vöru sem skráð er. Einnig er mögulegt að hafa samband við Jonas Harald í síma +358 (0) 50 548 3400 eða Ann-Louise Erlund í síma +358 (0) 44 799 8406 til að gefa til kynna áhuga á þátttöku í keppninni eða með því að senda tölvupóst á netfangið mathantverk2016@novia.fi fyrir lok dags 5. september.
Keppnisflokkar taka til mjólkurvöru, kjöts, fisks, brauðmetis, berja og ávaxta, grænmetis og sveppa afurðakrydda, nýsköpunar í matarhandverki, drykkja, krydda og matarsósa, nánari upplýsingar um Keppnisreglur má finna hér.
Öllum er heimil þátttaka í námskeiðum og námsferðum, óháð þátttöku matarhandverkskeppninni, skráningar frestur þátttöku í þeim viðburðum varir til 30. September n.k. og er mælst til þess að áhugasamir skrái sig til slíkrar þátttöku á vefslóðinni www.novia.fi/mathantverkfm/anmalan-till-seminarieprogram.
Finnska meistarakeppnin í matarhandverki er skipulögð í breiðu samstarfsverkefni Landbúnaðar og skógræktarráðuneyti Finnlands, Novia skólans auk verkefnisins Kunstens Mat.