Landsátakið „Fiskídag“ sem hefur það að markmiði að auka fiskneyslu Íslendinga, sýnir þætti þar sem Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari kennir unglingum hvernig matreiða á fljótlega og auðvelda rétti úr fiski.
Í þáttunum munu unglingarnir meðal annars útbúa lax í taco, ýsu í pítubrauði og blálöngu hamborgara. Einnig verður farið yfir meðhöndlun fisk, beinhreinsun, roðfletting svo eitthvað sé nefnt.
Fyrsti þátturinn er á dagskrá í kvöld á RÚV og hefst hann kl. 20:05. Nánar um þættina á vef RÚV.
Smelltu á heimasíðu Fiskídag átaksins eða Facebook síðu átaksins.
Nánari upplýsingar veita Gunnþórunn Einarsdóttir og Ingunn Jónsdóttir hjá Matís.