Fréttir

Norræna nýsköpunarmiðstöðin – nýsköpun í sjávarútvegi, 2. og 3. hluti

Norræna nýsköpunarmiðstöðin fyrir hönd norrænna samstarfsaðila í verkefninu „Innovation in the Nordic marine sector” auglýsir eftir verkefnaumsóknum í 2. og 3. hluta áætlunarinnar.

2. hluti
Verkefni í 2. hluta skulu stuðla að:
1. Nýjum og nýskapandi ráðningarferlum,
2. Nýjum og nýskapandi lausnum til að bæta og auka öryggi í starfsumhverfi,
3. Samræmingu og auknu gagnsæi fyrir sjávarafurðir og tengda þjónustu á norrænum markaði.

Dæmi um þátttakendur í verkefnahópi eru: Norræn sjávarútvegsfyrirtæki, þjónustaðilar við sjávarútveginn (sem selja tækni, þjónustu og/eða þekkingu), iðnaðarsamtök, nýsköpunar- og rannsóknastofnanir, opinberir aðilar, bæði svæðisbundnir og á landsvísu, og fyrirtæki sem búa yfir sérþekkingu á sviði markaðssetningar og almannatengsla.

Heildarupphæð til ráðstöfunar í þessum hluta er 6 milljónir norskra króna. Umsóknafrestur er til 8. ágúst 2011.Frekari upplýsingar er að finna hér: Hjá Sigríði Þormóðsdóttur, s.thormodsdottir@nordicinnovation.org.

3. hluti
Í þessu umsóknakalli er lögð áhersla á aðferðafræði notendadrifinnar nýsköpunar (user driven innovation) og samstarf milli fyrirtækja, fyrirtækja og rannsóknaraðila og fyrirtækja og notenda/neytenda.

Verkefni í 3. hluta skulu stuðla að a.m.k. einum af þremur þáttum:
1. Sjálfbærni í sjávarútvegi,
2. Meiri gæði úr sjávarafurðum og hráefni
3. Fjölbreytni sjávarfangs og afurða.

Dæmi um þátttakendur í verkefnahópi eru: Norræn sjávarútvegsfyrirtæki, þjónustaðilar við sjávarútveginn (sem selja tækni, þjónustu og/eða þekkingu), iðnaðarsamtök, nýsköpunar- og rannsóknastofnanir, opinberir aðilar, bæði svæðisbundnir og á landsvísu, og aðrir aðilar sem búa yfir sérþekkingu á sviðinu.

Heildarupphæð til ráðstöfunar í þessum hluta er 24 milljónir norskra króna. Umsóknafrestur er til 8. ágúst 2011.

Frekari upplýsingar er að finna hér: Hjá Sigríði Þormóðsdóttur, s.thormodsdottir@nordicinnovation.org.

IS