Nýverið birti ISI tímaritið Aquaculture grein eftir Rannveigu Björnsdóttur, fagstjóra fiskeldis og lektor við Háskólann á Akureyri. Fjórir sérfræðingar hjá Matís eru meðhöfundar að greininni sem ber titilinn “Survival and quality of halibut larvae (Hippoglossus hippoglossus L.) in intensive farming: possible impact of the intestinal bacterial community”.
Í greininni er fjallað um fjölda og samsetningu bakteríuflóru lúðulirfa tengt vexti, gæðum og afföllum lirfa á fyrstu stigum eldisins. Lúða er hágæða fiskur sem gott verð fæst fyrir á mörkuðum og er því mikilvæg tegund í eldi. Mikil afföll verða á fyrstu stigum eldisins og hafa þau m.a. verið tengd bakteríuálagi þótt áhrif einstaka tegunda séu lítt skilgreind og því umdeilanleg. Því var ákveðið að ráðast í kortlagningu bakteríuflóru lúðulirfa í öllum framleiðslueiningum hjá Fiskey hf. á ákveðnu tímabili. Helstu niðurstöður sýndu mikinn breytileika í fjölda og samsetningu baktería í lirfunum og vísbendingar voru um að ákveðnar tegundir væri einungis að finna í lirfum úr eldiseiningum þar sem lifun og gæði lirfa voru yfir meðallagi. Einnig fundust bakteríutegundir sem ekki hafa áður verið greindar í lúðu. Rannsóknin syndi ennfremur að tengsl voru á milli fjölda ræktanlegra baktería og ákveðins galla sem gerir það að verkum að lirfurnar ná ekki að nærast.
Greinina í heild sinni má nálgast hér.
Aðrar greinar frá starfsmönnum Matís sem og önnur rit, skýrslur, einblöðunga ofl. má finna hér.