Fréttir

Klasaverkefnið “Næring í nýsköpun”: Matís tekur þátt í opnum kynningarfundi

Markáætlunarumsókn til RANNÍS, um rannsóknaklasann Næring í nýsköpun, er núna í undirbúningi. Kynning á undirbúningsvinnunni fer fram þriðjudaginn 16. september kl. 15–16 í Grand Hótel, fundarsal Gullteig B, þar sem fundargestir geta kynnt sér verkefnið og rætt tækifæri og samstarf. Meðal þeirra sem kynna viðfangsefni er Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri vinnslu- og vöruþróunarsviðs Matís.

Á fundinum verða kynnt nokkur viðfangsefni klasans:
• Inngangur – Kristinn Andersen, Marel
• Rannsóknir og vinnsla matvæla – Guðjón Þorkelsson, Matís
• Tækifæri í næringarfræði – Inga Þórsdóttir, LSH-HÍ
• Frumkvöðlar, nýsköpun og atvinnuþróun – Sigríður Ingvarsdóttir, NMÍ
• Umræður og kaffiveitingar

IS