MINERVA

Heiti verkefnis: MINERVA

Samstarfsaðilar: National University of Ireland Galway (Coordinator), University College Cork, CyberColloids, RISE Research Institutes of Sweden Chemistry and Materials, UNA skincare.

Rannsóknasjóður: ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy

Upphafsár: 2020

Þjónustuflokkur:

thorungar

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Í Evrópu eru stórþörungar oft vannýttur lífmassi sem nota má á sjálfbæran hátt til verðmætasköpunar. Verkefnið MINERVA miðar að því að auka nýtingu stórþörunga sem framleiddir eru á sjálfbæran hátt, bæta nýtingu þeirra og þróa nýjar verðmætar vörur.

Áhersla er lögð á tvær tegundir brúnþörunga, þ.e. klóþang (Ascophyllum nodosum) og beltisþara (Saccharina latissima) en auk þess verða fleiri tegundir rannsakaðar eins og marinkjarni (Alaria esculenta) og söl (Palmaria palmata). 

Markmiðið er að þróa ný og umhverfisvæn innihaldsefni úr þörungum til að nota í matvæli, snyrtivörur, líftækni og fiskeldi. Þessum markmiðum verður náð með

  1. Þróun á nýjum útdráttaraðferðum til að einangra og  hreinsa lífvirk efni úr stórþörungum og
  2. Rannsóknum á sjávarörverum  með „omics“aðferðum til að þróa ný ensím fyrir vinnslu á sjávarlífmassa.

MINERVA er styrkt af ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy og er samstarfsverkefni fyrirtækja, háskóla og rannsóknafyrirtækja á Írlandi, Íslandi og í Svíþjóð.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu verkefnisins: MINERVA