Alþjóðlegt ráðstefna um nýprótein fyrir mat og fóður verður haldin í Berlín dagana 3.-5. desember næstkomandi. Matís er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar, en um er að ræða mikilvægan vettvang þar sem leitað er leiða til stuðla að sjálfbærum landbúnaðarháttum og matvælakerfum, sem nær yfir framleiðslu og neyslu, á heildrænan hátt og samþætta nýsköpun og umhverfisvernd.
Matvæla- og fóðurkerfi um allan heim standa frammi fyrir áskorunum við að tryggja fæðuöryggi og næringu fyrir alla jarðarbúa, á sama tíma og þau þurfa að tryggja lífsviðurværi bænda og annarra hagsmunaaðila í fæðukeðjunni og viðhalda sjálfbæru umhverfi.
Nýprótein (e. alternative protein) eins og skordýr, sveppir, þörungar og örverur fylla skarð sjálfbærrar, næringarríkrar og öruggrar fæðu í framtíðinni.
Á ráðstefnunni verður fjallað um sjálfbær nýprótein og kannað hvernig þau geta umbreytt núverandi matvælakerfum. Áhersla er á öryggi og næringu, auk skynjun neytenda og efnahagslegan grundvöll.
Sem fyrr segir fer ráðstefnan fram í Berlín dagana 3.–5. desember 2024, en það er einnig hægt að sitja ráðstefnuna í gegnum netið, svo þú getur tekið þátt hvar þú ert.
Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru:
- German Federal Institute for Risk Assessment (Bundesinstitut für Risikobewertung, BfR)
- European Food Safety Authority (EFSA)
- U.S. Food and Drug Administration (FDA)
- Singapore Food Agency (SFA)
- Matís ohf.