Fréttir

Sjáðu sjónvarpsþáttinn um verkefnið Grænir frumkvöðlar framtíðar

Tengiliður

Justine Vanhalst

Verkefnastjóri

justine@matis.is

Sérstakur sjónvarpsþáttur tileinkaður Matís verkefninu Grænir frumkvöðlar framtíðarinnar var sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 á dögunum.

Ein helsta útkoma verkefnisins var kennsluefni um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á hafið, lífríki hafsins, sjávarútveg og samfélög. Kennsluefnið, sem inniheldur m.a. kennsluleiðbeiningar, fróðleik, verkefni, leiki og tilraunir, er miðað að nemendum elstu bekkja grunnskóla og verður prufukeyrt í þremur grunnskólum skólaárið 2021-2022.

Sjáðu þáttinn hér:

Fréttir

Matís auglýsir eftir verkefnastjóra í Vestmannaeyjum

Tengiliður

Tinna Brá Sigurðardóttir

Mannauðsstjóri

tinnabra@matis.is

Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) og Matís ohf. óska eftir að ráða verkefnastjóra í 100% starf, um 50% starf hjá hvoru fyrirtæki. Starfstöðin er í skapandi umhverfi ÞSV og samstarfsaðila að Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum.

Meginhluti starfsins hjá ÞSV í samstarfi við framkvæmdastjóra þess felst í að sinna svæðisbundnum verkefnum á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) samkvæmt sérstökum samningi þar um. Þar á meðal að veita ráðgjöf á sviði atvinnu og menningar og hafa umsjón með styrkveitingum til áhugaverðara verkefna á sviði byggðaþróunar á Suðurlandi. 

Starfið hjá Matís snýr að öflun, skipulagningu og þátttöku í innlendum og alþjóðlegum rannsóknar og nýsköpunarverkefnum á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Starfsstöðin í Vestmannaeyjum verður í góðum tengslum við matvælaframleiðendur á öllu Suðurlandi. Viðkomandi mun veita þjónustu m.a. við matvælarannsóknir, ráðgjöf og styrkumsóknir til rannsóknasjóða í samstarfi við aðra sérfræðinga Matís.

Starfssvið

■ Samstarf við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög um byggðaþróun og nýsköpun á Suðurlandi  

■ Viðskipta- og rekstraráðgjöf 

■ Verkefnaöflun og aðstoð við fjármögnun verkefna s.s. með gerð styrkumsókna 

■ Verkefnastjórnun 

Hæfniskröfur

■ Menntun sem nýtist í starfi t.d. matvælafræði, sjávarútvegsfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða tæknimenntun 

■ Góð færni í mannlegum samskiptum 

■ Góð færni í tjáningu í ræðu og riti 

■ Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður 

Öll kyn eru hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá auk símanúmers eða tölvupóstfangs hjá meðmælenda.  

Nánari upplýsingar um starfið veita:  

Hörður Baldvinsson, frkvstj. ÞSV hbald@setur.is simi 841 7710 og Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri hjá Matís jonas@matis.is 422 5107. 

Umsóknarfrestur er til 13. nóvember n.k.

Ljósmynd: Shutterstock

Fréttir

Þróun aðferða til vöktunar á lífríki botns við fiskeldi í sjókvíum

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Matís, RORUM, Háskóli Íslands, Tækniháskólinn í Danmörku (Danmarks Tekniske Universitet, DTU) og Fiskeldi Austfjarða (Ice Fish Farm) hafa tekið höndum saman um verkefnið BIOTOOL sem mun vinna að þróun nýrra erfðafræðilegra aðferða til vöktunar á lífríki botns við fiskeldi í sjókvíum.

Um er að ræða mjög umfangsmikið verkefni, sem er einstakt að því leiti að nýtt verður 20 ára gagnasafn og hátækni til þess að nema og vakta breytingar sem geta orðið á lífríki vegna fiskeldis í sjókvíum. Markmiðið er að þróa ódýrari og nákvæmari aðferð til vöktunar á mögulegum breytingum á botndýralífi vegna sjókvíaeldis, sem mun ekki aðeins auka hagkvæmni og bæta umhverfismál fiskeldis, heldur einnig aðstoða stjórnvöld og stofnanir, sem ábyrg eru fyrir leyfisveitingum og vöktun umhverfisins.

BIOTOOL verkefnið byggir á langtíma gögnum um fjölbreytni hryggleysingja á botni undir og nærri eldiskvíum og hvernig tegundasamsetning og fjölbreytni þeirra breytist við aukið lífrænt álag samfara fiskeldi. Í verkefninu verður nýjustu erfðatækni í umhverfisrannsóknum beitt, þar sem notast verður við svokallað „umhverfis erfðaefni“ (environmental DNA, eDNA) til að nema breytingar í botnvist undir sjókvíum. Verkefnið mun nota sjálfvirka umhverfissöfnunarvél (Environmental Sampling Processor, EPS) sem getur síað sjó, einangrað erfðaefni úr sjónum og magngreint allt að fimm dýrategundir til að nema breytingar í botnvist. Verkefnið mun miða að því að skilgreina þær fimm dýrategundir, vísitegundir, sem sýna breytileika í fjölda með auknu lífrænu álagi frá fiskeldi í sjókvíum. Erfðamörk til að nema eDNA þessara tegunda í sjó við fiskeldi, verða þróuð á rannsóknarstofu áður en aðferðin verður aðlöguð að umhverfissöfnunarvélinni, sem í framtíðinni verður hægt að koma fyrir í fjörðum í kringum Ísland til sjálfvirkra mælinga.

BIOTOOL er styrkt af Tækniþróunarsjóði.

Fréttir

Nordic Salmon vinnufundur

Vinnufundur um framhaldsvinnslu á laxi verður haldinn þann 19. október í ráðhúsinu á Ölfusi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Ölfus Cluster í Þorlákshöfn.

Markmið þessarar vinnustofu er að tengja saman og styðja við fjölmarga hagsmunaaðila sem starfa í laxeldisiðnaði á Norðurlöndum, með áherslu á að kanna valkosti og hagkvæmni fyrir framhaldsvinnslu laxaafurða. Í þessum hópi eru laxeldisstöðvar, sölu- og markaðsaðilar, tæknihönnuðir, framleiðendur vinnslutækja, rannsóknarhópar og flutningafyrirtæki.

Markmið verkefnisins er að koma á fót neti sérfræðinga til að greina heildstætt hvort framhaldsvinnsla á laxi sé fýsilegur kostur á Norðurlöndunum. Hópurinn mun síðan meta framleiðsluskala og greina nauðsynlega verkþætti og tillögur til að ná heildarmarkmiðinu.

Upprunaleg hugmynd verkefnisins er að nýta þekkingu frá velgengni þorskvinnslu á Íslandi yfir í norrænan laxaiðnað, til að stuðla að frekari hagnýtingu og skapa störf á Norðurlöndunum. Með því að nota nútímatækni vinnsluverksmiðja og gera neyslueiningar hagkvæmari, má auka virði í norrænum laxaiðnaði. Flakaafurðir og bitar úr laxi munu lækka útflutningskostnað í samanburði við heilan slægðan lax. Einnig mun það auka staðbundna nýtingu og vinnslu á aukaafurðum, svo sem afskurðir, bein og hausar, auk þess sem kolefnisfótsporið minnkar.

Skráning er hafin!

Skráðu þig með því að smella á skráningarhnappinn hér fyrir neðan:

Vinnufundurinn fer frem á ensku.

Uppkast af dagskrá:

08:30 Opening the workshop: Short introduction to the SWOT analysis, Sæmundur Elíasson
08:45 Address, Elliði Vignisson, major of Ölfus municipality
09:00-10:30 Session 1Competitiveness in secondary processing in the Nordic

 1. Halldor Thorkelson, Marel
 2. Frank Yri, Seaborn/Iceborn
 3. Per Alfred Holte, Maritech

10:30 – 11:00 Coffee

11:00 – 12:30 Session 2: Marketing and environment footprint

 1. Ingólfur Friðriksson, EES affair, Ministry of foreign affairs
 2. Sigurður Pétursson, Nova Food
  1. “Consumer decision making and carbon footprint”
 3. Audun Iversen, Nofima
 4. Jón Hafbo Atlason, Hiddenfjord

12:30 – 13:30 Lunch

13:30  14:45 Session 3: Side streams production

 1. Matti Isohätälä, Hätälä
 2.  Dennis Lohman, BAADER

14:45 Coffee break

15:15 – 16:00 Discussions and Round up

16:00 Closure

17:00 Refreshments at Lax-inn Mýrargötu 26, 101 Reykjavík

Fréttir

Doktorsvörn í líffræði – Pauline Anne Charlotte Bergsten

Mánudaginn næsta, 12. september, mun Pauline Bergsten verja doktorsverkefni sitt í líffræði. Verkefnið ber heitið: Rannsókn á neðanjarðar örverusamfélögum í basalti á eldfjallaeyjunni Surtsey við Ísland.

Doktorsvörnin fer fram í hátíðarsal aðalbyggingar HÍ og hefst kl 10:00.

Andmælendur:
Dr. Steffen L. Jörgensen, dósent við Háskólann í Bergen, Noregi
Dr. Oddur Þ. Vilhelmsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.

Leiðbeinandi er Dr. Viggó Þór Marteinsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ og fagstjóri hjá Matís

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Pauline Vannier, verkefnastjóri hjá Matís
Dr. Snædís H. Björnsdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Doktorsvörn stýrir: Dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ

Ágrip
Surtsey er eldfjallaeyja á rekbelti suðaustan við Ísland. Hún myndaðist í röð neðansjávargosa á árunum 1963-1967 og hefur verið friðuð síðan. Surtsey hefur þá sérstöðu að þar hefur verið mögulegt að rannsaka landnám lífvera og framvindu vistkerfa frá upphafi. Rannsóknin sem hér er lýst snýr að örverusamfélögum í eynni, í umhverfi þar sem nýmyndað basalt mætir jarðhita og sjó. Þar er að finna breytilegt hitastig sem nálgast efri mörk þess sem talið er lífvænlegt.
Alþjóðlegur rannsóknarleiðangur var farinn til Surtseyjar árið 2017 til að afla sýna með borunum. Kjarnasýnum var safnað á mismunandi dýpi ásamt vatnssýnum og heitri gufu úr sprungum á yfirborði eyjarinnar. Þessi doktorsritgerð er fyrsta heildstæða rannsóknin á örverusamfélögum neðanjarðar í Surtsey. Margvíslegum aðferðum var beitt til að rannsaka þau einstöku sýni sem aflað var.
Markmiðið var að auka þekkingu á samfélögunum og efnaferlunum er þau byggja á. Samsetning örvera var greind með því að raðgreina tegundaákvarðandi 16S rRNA gen og annað erfðaefni sem einangrað var úr umhverfinu. Að auki voru bakteríustofnar einangraðir og þeim lýst og smásjáraðferðum beitt. Magn DNA var metið í borkjörnum en samkvæmt því var fjöldi örvera áætlaður á bilinu 5×104 til 1×106 á gramm.
Niðurstöðurnar bentu til þess að afar lítinn lífmassa væri að finna í umhverfinu. Slíkt eykur áhrif mengunar sem getur orðið við sýnatökur. Þrátt fyrir lítinn lífmassa eru örverusamfélög neðanjarðar í Surtsey mjög fjölbreytt og samanstanda bæði af bakteríum og arkeum. Sumar þeirra eru jaðarörverur eða hafa áður greinst í jarðvegi og sjó en aðrir hópar eru lítt þekktir. Greiningar á ættartengslum og lífsháttum benda til þess að sumar fái orku úr lífrænum efnum en aðrar úr ólífrænum og tengist hringrásum brennisteins, köfnunarefnis og metans. Þó tókst ekki að styðja þessar niðurstöður með greiningum á umhverfiserfðamengjum. Fjölmargar auðgunarræktir voru framkvæmdar við ólík skilyrði og með mismunandi ætum. Um 200 bakteríustofnar voru einangraðir. Þar af voru nokkrar nýjar tegundir og einni þeirra, hitakæru bakteríunni Rhodothermus bifroesti lýst að fullu, erfðamengi hennar raðgreint og samanburður gerður við tvær þekktar tegundir sömu ættkvíslar. Í ljós kom að við aðstæðurnar sem notaðar voru tókst aðeins að einangra um 2,15% af þeim örverum sem kennsl voru borin á með 16S rRNA raðgreiningum. Smásjárgreiningar á hraunsýnum sýndu ýmis form sem líktust örverum í samtengdum blöðrum í basaltgleri.
Niðurstöður rannsóknarinnar í heild bentu til mikils landnáms örvera í Surtsey á þeim 50 árum sem liðin eru frá goslokum. Örverurnar gætu hafa dreifst frá nálægum vistkerfum og aðlagast umhverfinu í hrauninu.
Niðurstöðurnar sem lýst er í þessari ritgerð mynda grunn að framtíðarrannsóknum á örverusamfélögum neðanjarðar í Surtsey og framvindu samfara breyttum aðstæðum eins og lækkandi jarðhita.

Frekari upplýsingar má finna með því að smella hér.

The second HOLOSUSTAIN workshop „Sea cucumbers: a potential novel seafood in Europe?“

The second HOLOSUSTAIN workshop „Sea cucumbers: a potential novel seafood in Europe?“ will take place on 20 May 2022, in mixed (physical and digital) format, at NMK, Ålesund, Norway.

You can find the final version of the scientific program at the link below. Some hotel suggestions for your stay.

Please, if interested, submit a digital poster, to be presented automatically during the event.  It is free of charge and will be made available in pdf format in the Book of Abstracts as “open access” on the project website after the event. The blank poster presentation form for the digital posters during the event can be downloaded here.

If interested to participate or have questions, please, send us an e-mail through filling in the inscription form or using the mails in the contact section of this website or inscribe here. Inscription open until 10 May. 

More information here.

Thermophilic bacterium isolated from the basaltic subsurface of the volcanic island Surtsey

A team lead by Matís’ microorganisms researchers and specialists has recently published a research article in the International Journal of Systematic and Evolutionary Microbiology. The article is called: Rhodothermus bifroesti sp. nov., a thermophilic bacterium isolated from the basaltic subsurface of the volcanic island Surtsey.

The volcanic island Surtsey is the southernmost point of Iceland and it was formed in volcanic eruptions that took place from 1963 to 1967. Surtsey has been protected from human interference since it was formed but has been a subject for many scientific researchers.

The Article was published online late January 2022 and the abstract is as follows:

Novel thermophilic heterotrophic bacteria were isolated from the subsurface of the volcanic island Surtsey off the south coast of Iceland. The strains were isolated from tephra core and borehole fluid samples collected below 70 m depth. The Gram-negative bacteria were rod-shaped (0.3–0.4 µm wide, 1.5–7 µm long), aerobic, non-sporulating and non-motile. Optimal growth was observed at 70 °C, at pH 7–7.5 and with 1% NaCl. Phylogenetic analysis identified the strains as members of the genus Rhodothermus . The type strain, ISCAR-7401T, was genetically distinct from its closest relatives Rhodothermus marinus DSM 4252T and Rhodothermus profundi PRI 2902T based on 16S rRNA gene sequence similarity (95.81 and 96.01%, respectively), genomic average nucleotide identity (73.73 and 72.61%, respectively) and digital DNA–DNA hybridization (17.6 and 16.9%, respectively). The major fatty acids of ISCAR-7401T were iso-C17:0, anteiso-C15:0, anteiso-C17:0 and iso-C15:0 (>10 %). The major isoprenoid quinone was MK-7 while phosphatidylethanolamine, diphosphatidylglycerol, an unidentified aminophospholipid and a phospholipid were the predominant polar lipid components. Based on comparative chemotaxonomic, genomic and phylogenetic analyses, we propose that the isolated strain represents a novel species of the genus Rhodothermus with the name Rhodothermus bifroesti sp. nov. The type strain is ISCAR-7401T (=DSM 112103T=CIP 111906T).

Read the article in the International Journal of Systematic and Evolutionary Microbiology here: Rhodothermus bifroesti sp. nov., a thermophilic bacterium isolated from the basaltic subsurface of the volcanic island Surtsey.

Fréttir

Vilt þú starfa hjá Matís í Reykjavík?

Matís er metnaðarfullur og lifandi vinnustaður þar sem unnið er að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði og rík áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Um þessar mundir eru lausar þrjár stöður hjá fyrirtækinu og við leitum að drífandi einstaklingum til að sinna þeim.

Aðstoð á rannsóknarstofu / Laboratory assistant

Sérfræðingur í matvælaörverufræði / Specialist in food microbiology

Sérfræðingur á rannsóknarstofu / Laboratory Specialist

Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf.

Umsóknarfrestur er til og með 27. desember. 2021

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

An original research article on Basalt-Hosted Microbial Communities in the Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland

Tengiliður

Pauline Bergsten

Ph.D. nemi

paulineb@matis.is

A team of Matís scientists, in partnership with the University of Iceland and the University of Utah, has recently published a new original research article called „Basalt-Hosted Microbial Communities in the Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland“. The article appeared in Frontiers in Microbiology.

The team consisted of five scientists from Matís’ Microbiology research group; Pauline Bergsten, Pauline Vannier, Alexandra María Klonowski, Stephen Knobloch and Viggó Marteinsson and they wrote the article along with Magnús Tumi Gudmundsson from the university of Iceland and Marie Dolores Jackson from the University of Utah.

The abstract of the article is here below and you can read the full text here:

Basalt-Hosted Microbial Communities in the Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland

The island of Surtsey was formed in 1963–1967 on the offshore Icelandic volcanic rift zone. It offers a unique opportunity to study the subsurface biosphere in newly formed oceanic crust and an associated hydrothermal-seawater system, whose maximum temperature is currently above 120°C at about 100 m below surface. Here, we present new insights into the diversity, distribution, and abundance of microorganisms in the subsurface of the island, 50 years after its creation. Samples, including basaltic tuff drill cores and associated fluids acquired at successive depths as well as surface fumes from fumaroles, were collected during expedition 5059 of the International Continental Scientific Drilling Program specifically designed to collect microbiological samples. Results of this microbial survey are investigated with 16S rRNA gene amplicon sequencing and scanning electron microscopy. To distinguish endemic microbial taxa of subsurface rocks from potential contaminants present in the drilling fluid, we use both methodological and computational strategies. Our 16S rRNA gene analysis results expose diverse and distinct microbial communities in the drill cores and the borehole fluid samples, which harbor thermophiles in high abundance. Whereas some taxonomic lineages detected across these habitats remain uncharacterized (e.g., Acetothermiia, Ammonifexales), our results highlight potential residents of the subsurface that could be identified at lower taxonomic rank such as Thermaerobacter, BRH-c8a (Desulfallas-Sporotomaculum), Thioalkalimicrobium, and Sulfurospirillum. Microscopy images reveal possible biotic structures attached to the basaltic substrate. Finally, microbial colonization of the newly formed basaltic crust and the metabolic potential are discussed on the basis of the data.

School on Adding Value to Food Side Streams

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Sérfræðingur

evamargret@matis.is

Matís, The University of Iceland and Institute of animal reproduction and food research (Polish academy of sciences) in Olsztyn are planning a 10-day course coached by professional tutors on adding value to food side streams. The Course will take place in Iceland, October 7-17, 2021.

The School on Adding Value to Food Side Streams will recruit talented students and young researchers to improve their entrepreneurial and managerial skills to solve complex challenges and enhance innovation.

 • Increase awareness: On social and environmental responsibility of food producers. And on ideas and opportunities on improving food side streams utilization
 • Building ideas: Team up with students and young professionals with diverse backgrounds and face the opportunities and challenges associated with valorisation of side streams in the food industry.
 • Concepts and Products Development: Apply venture creation methodology to develop new food concepts, products and start-up businesses.
 • Networking: Experience the melting pot of ideas with students and young entrepreneurs Soft skills and entrepreneurship training: Improve your entrepreneurial and managerial skills to solve complex multidisciplinary challenges and enhance innovation.

Introduction

Further information:

The Innovation, business creation and valorization of side streams of food production and food processing Bilateral Initiative benefits from Iceland, Liechtenstein and Norway through the EEA and Norway Grants. The aim of the project is to establish cooperation between institutions as well as improve the entrepreneurial culture, confidence and skills of graduate students and young scientists in Poland with a focus on the valorization of side streams in food production and food processing.

The EEA and Norway Grants represent the contribution of Iceland, Liechtenstein and Norway towards a green, competitive and inclusive Europe.

There are two overall objectives: reduction of economic and social disparities in Europe, and to strengthen bilateral relations between the donor countries and 15 EU countries in Central and Southern Europe and the Baltics. The three donor countries cooperate closely with the EU through the Agreement on the European Economic Area (EEA). The donors have provided €3.3 billion through consecutive grant schemes between 1994 and 2014.

For the period 2014-2021, the EEA and Norway Grants amount to €2.8 billion.

The EEA and Norway Grants scheme consists of two financial mechanisms. The EEA Grants are jointly financed by Iceland, Liechtenstein and Norway, whose contributions are based on their GDP. Norway Grants are financed solely by Norway.

IS