Fréttir

Sjálfbær hágæða matvæli úr stórþörungum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Upphafsfundur SEAFOODTURE verkefnisins fór fram þann 13. maí 2024 hjá Institute of Food Science Research (CIAL) í Madríd á Spáni. Verkefnið miðar að því að nýta lífmassa stórþörunga til þróunar á sjálfbærum, hágæða matvælum. Verkefnið er styrkt af Sustainable Blue Economy Partnership (SBEP).

Það voru 10 samstarfsaðilar frá 8 löndum sem sóttu upphafsfund verkefnisins sem fór fram þann 13. maí 2024 á Institute of Food Science Research (CIAL) í Madríd á Spáni.

Um er að ræða þriggja ára verkefnið sem felur í sér 9 vinnupakka þar sem eftirtaldir samstarfsaðilar taka þátt:

  • Spanish Council for Scientific Research (CSIC – verkefnisstjórn), Spánn
  • Universidade de Santiago de Compostela (USC), Spánn
  • Tarsus Üniversitesi (Tarsus), Tyrkland
  • Porto-Muiños, Spánn
  • Sapienza Università di Roma (Sapienza), Ítalía
  • Universidade de Aveiro (UA), Portúgal
  • Innovate Food Technology LTD. T/A Innovate Solutions, Írland
  • Matís, Ísland
  • SINTEF Ocean, Noregur
  • Þang / Tartu Ülikool (Tartu), Eistland

Verkefnasíða verkefnisins er aðgengileg hér.

Vefsíðu verkefnisins má svo finna hér.

IS