Hvernig geta náttúrumiðaðar lausnir verið mótvægi við áhrif  loftslagsbreytinga í Evrópu?

Heiti verkefnis: Natalie

Samstarfsaðilar: 42 samstarfsaðilar, sjá hér að neðan.

Rannsóknasjóður: Horizon Europe

Upphafsár: 2023

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Verkefnið Natalie sem fjármagnað er af Horizon Europe fyrir um 15 milljónir EUR (2,2 milljarðar ISK) vinnur að þróun og innleiðingu nýrra lausna til aðlögunar að loftslagsbreytingum. Verkefnatími Natalie er 5 ár í samstarfi 42ja þátttakenda sem staðsettir eru víðsvegar um Evrópu. 

Í verkefninu verður unnið að nýrri nálgun á náttúrumiðuðum aðferðum, NBS (e. nature-based solutions), til að sporna við áhrifum veðurröskunar af völdum loftlagsbreytinga. Átta lönd munu vinna að útfærslum og þróun nýrrar nálgunar við mat á áhrifum nýtingar sem og veðurröskunar á strandsvæði þeirra. Það eru svo fimm lönd, þ.á.m. Ísland, sem koma til með að sannreyna þessar nýju útfærslur.  

Hlutur Matís í verkefninu er skv. ofangreindu að sannreyna nýjar útfærslur um mat á áhrifum  loftlagsbreytinga á strandsvæði og lífríki þeirra m.t.t. þess að þau eru burðarás strandsamfélaga okkar Íslendinga. Unnið verður m.a. með viðnámsþrótt og lausnir strandsvæða tengt nýtingu þeirra sem og áhrifa vegna veðurröskunar.  

Yfirumsjón verkefnisins er í höndum International Office for Water (OiEau) í Frakklandi.  

Samstarfsaðilar:

This project has received funding from the European Union’s Horizon Europe program under grant agreement N° 101112859