Fjölbreytileiki hitakærra veira í íslenskum hverum. Víð- og samerfðamengis rannsóknir

Heiti verkefnis: THERMOPHAGE

Samstarfsaðilar: Háskóli Íslands, MaxPlanck, Göttingen, Þýskalandi, Háskólinn í Bielefeld Þýskalandi, Háskólinn í Lundi, Svíþjóð

Rannsóknasjóður: Rannsóknarsjóður Rannís

Upphafsár: 2023

Þjónustuflokkur:

liftaekni

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Matís tekur þátt í verkefninu THERMOPHAGE sem gengur út á að rannsaka veirur í örveruvistkerfi jarðhitasvæða. THERMOPHAGE byggir á fyrri verkefnum þar sem lögð var áhersla á að finna ensím í umhverfiserfðamengjum jarðhitasvæða sem unnt er að nýta í líftækni. 

Beitt verður nýjustu aðferðum í lífupplýsingafræði og umhverfiserfða- (metagenomic) og sam-erfðamengis rannsóknum (pangenomic – samburður á erfðamengjum) og þær bestaðar til rannsókna á veirum. THERMOPHAGE mun auka þekkingu og skilning á mikilvægum erfða- og vistfræðilegum þáttum svo sem tegundafjölbreytileika, flokkun þeirra og skyldeika, sýkingarhæfni og sýkingar-breidd, og hvernig eftirmyndun og umritun er háttað í völdum mismunandi veirum.

Ljósmynd: Shutterstock