Lífkol úr Landeldi

Heiti verkefnis: Lífkol úr Landeldi

Samstarfsaðilar: Landeldi

Rannsóknasjóður: Hringrásarsjóður

Upphafsár: 2022

Þjónustuflokkur:

fiskeldi

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Markmið verkefnisins “Lífkol úr Landeldi” er að efla hringrásarhagkerfið með því að fá rannsakað möguleika þess að vinna lífkol úr fiskeldisseyru.

Einnig er lagt upp með að skoða endurheimt næringarefna við söfnun fiskeldisseyru með mismunandi þurrefnasíðum og þar með besta söfnunarferlana. Eftir lífkolagerð er markmiðið að blanda lífkol úr fiskeldisseyrunni við önnur hráefni (molta og búfjáráburður) og meta næringarefnainnihald og eðliseiginleika slíkrar blöndu. Rannsóknin mun einnig kanna lífkolagerð á öðrum hráefnum s.s. dauðfisk og fóðurleyfar.

Matís ohf. og Landeldi ehf. standa saman að verkefninu sem er styrkt af Hringrásarsjóði. Verkefnið kemur til með að gagnast öllum landeldisfyrirtækjum og leiða til aukinna tækifæra í áburðarframleiðslu fyrir landbúnað.