NATALIE verkefnið snýst um að styðja samfélög við aðlögun að loftslagsbreytingum með náttúrumiðuðum lausnum (NBS, e. Nature-based solutions). Á Íslandi er verkefnið unnið í samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og atvinnulíf á Austurlandi en í heildina eru 43 samstarfsaðilar í 13 löndum.
NATALIE vinnustofa á Reyðarfirði 28. október – framtíðarsýn, aðgerðir og vatnsgæði
Verkefnið NATALIE stóð fyrir vinnustofu á Reyðarfirði nýverið, þar sem þátttakendur mótuðu sameiginlega framtíðarsýn til 2050 hvað varðar bætt vatnsgæði, lífríki vatna og strandsvæða. Þá var horft til áhættu á þörungablóma á Austurlandi og leitast við að forgangsraða með skýrum markmiðum næstu skref og greina ábyrgðaraðila þegar kemur að innleiðingu náttúrumiðaðra lausna (NBS). Þá var rætt um æskilega þróun, helstu hindranir og tækifæri til að efla náttúrumiðaðar lausnir á Austurlandi.
Vinnustofan var sú þriðja á svæðinu síðan verkefnið hófst árið 2023 en verkefnið stendur yfir þar til í ágúst 2028. Í fyrstu vinnustofunni var áherslan lögð á kynningu á NBS lausnum og áhættugreiningu á svæðinu. Greint var hvaða loftslagsáskoranir eru brýnastar fyrir Austurland, m.a. skriðuföll, hækkað sjávarborð, flóð, þörungablómi o.fl. Í maí á þessu ári hittist hópur hagaðila á svæðinu aftur en þá var áhersla lögð á að skoða mögulegar leiðir til þess að fjármagna NBS verkefni. Sveitarfélög, ráðuneyti, fyrirtæki og bankar tóku þátt, bentu bæði á tækifæri og áskoranir tengdar fjármögnun vegna innleiðingar náttúrumiðaðra lausna en þar að auki var farið yfir stöðuna á greiningum og nýjustu niðurstöðum fyrir rannsóknarsvæði verkefnisins á Austfjörðum.
Linkur á hlaðvarp frá Austurbrú.
Sjá nánar verkefnasíður NATALIE.
Sjá einnig nánar á verkefnasíða NATALIE á heimasíðu Matís.
Samstarfsaðilar verkefnisins eru:









