Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá Matís starfar um 100 manna öflugur hópur starfsfólks sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs og tryggja matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almennar örverurannsóknir með faggildum aðferðum
- Þátttaka í færni-prófunum á sviði matvæla og lyfja
- Þátttaka í innri samanburðarsýnaprófunum á ýmsum matvælasýklum
- Þátttaka í verkefnum sem heyra undir tilvísunarrannsókna fagsviðsins
- Uppbygging faglegrar áherslu varðandi þjónustumælinga í örverufræði
Hæfnikröfur
- Menntun í matvælafræði, lífeindafræði, líffræði eða skyldum greinum er skilyrði
- Reynsla af rannsóknum og mælingum er æskileg
- Jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum eru skilyrði
- Samstarfshæfni og sveigjanleiki
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Góð almenn íslensku- og enskukunnátta bæði í tali og riti.
- Góð almenn tölvukunnátta
Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á rannsóknastofu Matís við Vínlandsleið 12, Reykjavík.
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Upplýsingar veitir Sæmundur Sveinsson, fagstjóri örverumælinga og erfðagreininga, saemundurs@matis.is, 422 5130.