Fréttir

Fiskneysla eykst í heiminum

Stöðugur vöxtur hefur einkennt fiskframleiðslu síðustu fimm áratugina, þar sem áhersla hefur verið á framleiðslu fisks til manneldis. Fiskneysla eykst frá ári til árs og bættar geymslu aðferðir gera það að verkum að fiskur kemst ferskur á sífellt fleiri markaði og aðgengi að honum verður betra. Í þessu felast vissulega tækifæri fyrir Íslendinga.

Framleiðsla á fiski til manneldis hefur aukist um að meðaltali 3.2% á ári síðustu áratugina á sama tíma og fólksfjölgun hefur numið 1.9%. Neysla á fiski eykst líka stöðugt, en árið 1960 var meðal neysla 9,9 kg á ári en árið 2012 hafði fiskneysla tvöfaldast og meðalneysla nam 19.2 kg á heimsvísu.

Ástæða aukinnar fiskneyslu er rakin til bættra geymsluaðferða sem gera það að verkum að hægt er að dreifa ferskum fisk á stærra svæði en áður hefur verið hægt. Þá hefur vaxandi millistétt haft sitt að segja þar sem henni fylgja hærri meðallaun og þéttbýlismyndun en hvort tveggja hefur áhrif á fiskneyslu. Fiskneysla er að meðaltali meiri í þróaðri ríkjum heims, þar sem hún er háðari staðsetningu og árstíðarbundnum sveiflum annarstaðar. Talið er að 16.7% af neyttu dýrapróteini í heiminum sé úr fiski, sem bendir til þess að fisk neysla eigi eftir að aukast enn frekar þegar fram í sækir.

Fiskframleiðsla mun án efa ýta undir þessa þróun þar sem fiskeldi hefur vaxið að meðaltali um 6.2% á ári frá 2000 til 2012 eða frá því að vera 32.4 milljón tonn í 66.6 milljón tonn. Einungis 15 lönd bera uppi 92.7% af fiskframleiðslu í heiminum. Stærstu framleiðendurnir eru Kína og Indland auk þess sem Brasilía og Víetnam hafa sótt í sig veðrið. Þessi mikla aukning í fiskeldi hefur skapað milljónir starfa og árið 2012 störfuðu 4.4% allra þeirra sem vinna innan landbúnaðar í heiminum við fiskeldi, 90% starfsmanna í fiskvinnslum í heiminum eru konur. FAO telur að sjávarútvegur og fiskeldi sjái um 10-12% af heimsbyggðinni fyrir lífsviðurværi.  

Kína er langstærsti fisk útflytjandinn í heiminum í dag og þriðji stærsti innflytjandinn á eftir Bandaríkjunum og Japan. Evrópusambandið er hinsvegar stærsti markaðurinn fyrir innfluttan fisk og vörur tengdar sjávarútveginum. Þróunarlöndin hafa sótt verulega í sig veðrið að undanförnu og nam fisk útflutningur þeirra 54% af öllum útflutning á fisk árið 2012.

Samkvæmt FAO starfa 14 milljónir manna í Kína í fiskiðnaði, en það nemur 25% af öllum þeim sem starfa í greininni á heimsvísu. Frá árinu 1995 hefur þó dregið verulega úr fjölda þeirra sem starfa í iðnaðinum á heimsvísu, þrátt fyrir að sífellt meira sé framleitt með vélvæðingu sem leitt hefur af sér hagkvæmni. Þetta á einnig við hér á landi þar sem fiskvinnslustörfum hefur fækkað um 30% frá árinu 1995 – 2012. Í Japan hefur störfum í iðnaðinum fækkað um 42% í og um 49% í Noregi. Ástæðan er bætt vinnsluferli og tækniframfarir sem hafa leyst mannaflið af hólmi að stórum hluta.

En þrátt fyrir vissa hnignun m.t.t. fjölda starfsfólks í greininni á síðust árum má ljóst vera að tækifærin eru til staðar ef vilji er fyrir hendi, enda bendir ekkert til þess að fisk neysla muni gera neitt annað en aukast á komandi árum. Í því sambandi má benda á þá athygli sem beinist að lífhagkerfum jarðar sjávarútvegstengd starfsemi getur nýtt sér þá athygli til vaxtar, einkum í löndum þar sem hráefnisins er aflað með sjálfbærum hætti og vinnsla þess er í samræmi við kröfur um samfélagslega ábyrgð, í því felast okkar tækifæri.

Ítarefni

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson hjá Matís.

Fréttir

Verkun saltfisks bætt með segulómun

Nýverið lauk samstarfsverkefninu „Jafnari dreifing salts í saltfisksvöðva“ sem AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi styrkti (R 052-10). Rannsóknaverkefnið var unnið í samstarfi Íslenskra Saltfisksframleiðanda (ÍSF), Institut National de la Recherche Agronomique (INRA) í Clermont-Ferrand í Frakklandi og Matís. 

Meginmarkmið verkefnisins var að minnka gallatíðni í blautverkuðum saltfiski vegna misdreifingar salts og vatns um vöðvann og að þróa vöru sem hentar nýjum markaði með aðstoð nýjustu tækni.

Íslenskar saltfisksafurðir hafa löngum verið eftirsóttar og áberandi á erlendum mörkuðum. Má rekja þessa sterku stöðu til mikillar vinnslu- og verkunarþróunar á undanförnum árum, sem hafa gjörbreytt allri meðhöndlun við framleiðsluna. Blautverkaður saltfiskur hefur verið sú afurð sem skilað hefur hlutfallslega mestum útflutningsverðmætum sjávarafurða, en mikill meirihluti útfluttra saltaðra afurða frá Íslandi eru framleidd með þessari nýju verkunaraðferð. Stærsti hluti þessara afurða var fluttur til Spánar, þar sem blautverkaður saltfiskur er vinsæll og markaðshlutdeild íslenskra afurða er þar góð.

Mikilvægt er að viðhalda góðri markaðsstöðu á núverandi mörkuðum og tryggja íslenskum framleiðendum áfram það forskot sem þeir hafa haft á afurðir frá Noregi og Færeyjum, en jafnframt að sækja inn á nýja markaði með þróun nýrra afurða sem henta viðkomandi markaði. Aðrar þarfir eru þó á Portúgals- og Brasilíumarkaði, en þar er eftirspurn eftir þurrkuðum saltfiski meiri. Þessir markaðir eru stórir og því eftirsóknarvert fyrir íslenska framleiðendur að auka hlut sinn á þessum mörkuðum. Til þess þarf þó að vinna að frekari ferlastýringu þurrkunar og útvötnunar miðað við þær söltunaraðferðir sem tíðkast hér á landi. Áætla má að með bestun vinnslu- og verkunarferla allt frá hráefni til lokaafurðar megi stuðla að gæðaafurð sem hentar þessum nýja markaði fyrir íslenskar saltfiskafurðir. Þá hafa kvartanir borist reglulega um súra vansaltaða hnakka sem rekja má til misdreifingar salts um vöðvann.

Í verkefninu var sérstaklega litið til dreifingu salts og vatns um saltfisksvöðvann og hvernig mismunandi meðhöndlun hefur áhrif á þetta viðkvæma jafnvægi og gæði lokaafurðarinnar. Meðal markmiða verkefnisins var að finna ástæðu þess að fyrrnefndir gallar koma upp og að koma í veg fyrir myndun þeirra með bættum verkunaraðferðum. Stuðst var við nýjustu tækniframfarir innan matvælarannsókna (Nuclear Magnetic Resonance (NMR) og segulómun (MRI)) auk hefðbundinna efna- og eðliseiginleikamælinga til þess að öðlast sem bestan skilning á þeim áhrifum sem mismunandi meðhöndlun og verkunaraðferðir hafa á gæði saltfiskafurða. Segulómtæknin veitir innsýn í uppbyggingu vöðvans og dreifingu vatns og salts um hann með myndrænum hætti.  Einn helsti kostur þessarar tækni er að hún hefur engin áhrif á sýnin og sýnin eru því ólöskuð eftir greiningu. Auk þessa þá voru ítarlegri magnmælingar á áhrif vinnsluaðferða á hreyfanleika og dreifingu salts og vatns, innan sem utan vöðvafruma, framkvæmdar með NMR tækni.

Niðurstöður verkefnisins gáfu góða innsýn inn í hvernig mismunandi verkunaraðferðir hafa áhrif á dreifingu salts í fiskvöðvanum og um leið á gæði lokaafurðarinnar. Ennfremur undirstrika niðurstöður verkefnisins að segulómun og NMR tækni eru öflugar aðferðir til þess að leggja mat á vinnslueignleika afurða, sem og til þess að hámarka árangur verkunaraðferða.


Mynd 1. Flattur saltfiskur 

Mynd 2. NMR mæibúnaður

Mynd 3. Þversnið með NMR

Nánari upplýsingar veitir Magnea G. Karlsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Icelandic Agricultural Sciences

Nú er 27. árgangur alþjóðlega vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences kominn út og allar greinarnar sem þar birtast eru einnig aðgengilegar á heimasíðu ritsins, www.ias.is.

Í heftinu er að finna níu greinar eftir valinkunna innlenda og erlenda fræðimenn sem fjalla um hin fjölbreytilegustu efni, auk ritstjórnargreinar. Fyrst ber að nefna yfirlitsgrein um ónæmisviðbrögð í þorski, en slík grunnþekking er afar mikilvæg ef takast á að þróa arðbært þorskeldi hérlendis. Í ritinu eru einnig merkilegar greinar um rannsóknir á kuldaaðlögun vetrarhveitis, mat á frumframleiðni íslensks graslendis með fjarkönnun, rannsókn á listeríusýkingu í hrossum, mælingar á eðlis- og efnaeiginleikum uppfoks og rykmengunar á Íslandi, erfðafræðileg greining á sögu og stofngerð íslenska hestsins, jarðvegsrannsóknir á afdrifum áborins fosfórs í túnum hérlendis, frjókornarannsóknir til að skýra gróðurfarssögu birkis og blöndun þess við fjalldrapa frá Ísaldarlokum hérlendis og að lokum rannsókn á rótarvexti íslenska birkisins.

Ritstjórn IAS vill vekja athygli ykkar á ritinu og hvetur starfsfólk útgáfustofnana og aðra fræðimenn og konur til að kynna sér þessar nýju greinar.

Nánar um útgáfu IAS

Í ár bárust ritinu alls 55 handrit til birtingar. Fjöldi innsendra handrita, sem einkum berast frá Asíu, falla ekki að landfræðilegu áherslusviði ritsins (norðlæg eða önnur svöl svæði) og er því hafnað strax. Í ár voru það alls 39 handrit. Hin 16 handritin voru send í faglega ritrýni og á því stigi féllu 5 handrit út og má segja að það sé mjög hátt hlutfall (31%), en sýnir að hin faglega ritrýni er vel unnin. Tvö handrit sem bárust á þessu ári hafa nú verið ritrýnd og ná væntanlega að birtast í næsta hefti.

IAS er í opnum aðgangi (open access) og kemur út einu sinni á ári og er einungis með ritrýndar vísindagreinar á ensku. Það er í hópi fyrsta flokks vísindarita (ISI) og sem slíkt fékk það núna þriðja árið í röð mat frá Tomson Reuters Web of Knowlgede. Fyrstu tvö árin var matsstuðullinn (ISI Impact Factor) 0,562 og 1,750, sem er mjög góður árangur, en hann féll í 0,071 á þessu ári. Þennan mikla breytileika má skýra með því að ISI matsstuðullinn byggir bara á tilvitnun í greinar síðustu tveggja ára og þar sem við gefum einungis út mjög fáar greinar á hverju ári getur matsstuðullinn fallið í mjög lága tölu ef lítið er vitnað í greinar eins árs. Ritið kemur jafnframt út frekar seint á árinu og það dregur einnig úr líkum á háum matsstuðli og eykur breytileikann, þar sem stuðullinn byggir þá nær eingöngu á einu ári. Ritstjórn vill því gjarnan færa útgáfuna fram til að draga úr þessum sveiflum.

Ritstjórn hefur nú gengið frá samningi um að allar greinar sem birtast hér eftir í IAS munu hafa svokallað doi-númer, en slík rafræn tilvísunarnúmer eru að verða krafa fyrir öll fyrsta flokks vísindarit.

Heftið í ár eru samtals 125 blaðsíður og í því eru nokkrar greinar sem eru mun lengri en sett viðmið. Við það eykst kostnaður umtalsvert fyrir útgefendur. Til að stemma stigu við þessari þróun hefur ritstjórn nú ákveðið að setja 12 bls hámarkslengd á almennar greinar sem höfundar geta fengið birtar sér að kostnaðarlausu, en taka 250 € (um 40.000 ISK) gjald fyrir hverja blaðsíðu umfram þá lengd. Þetta gjald samsvarar tæplega raunkostnaði við útgáfu hverrar blaðsíðu í ritinu.

Nánar má sjá um þetta í leiðbeiningum til höfunda (e. Instructions to Authors) á heimasíðu ritsins (www.ias.is).

Við tökum við handritum að greinum í ritið árið um kring og birtum þær á netinu jafnskjótt og þær eru tilbúnar til birtingar. Þar sem nokkur handrit eru nú þegar í vinnslu má gera ráð fyrir að fyrstu greinar í hefti 28/2015 birtist á netinu í byrjun næsta árs.

Ritið er fáanlegt hjá: Margréti Jónsdóttur, LbhÍ, Keldnaholti, 112 Reykjavík (margretj@lbhi.is).

Útgefendur ritsins

  • Bændasamtök Íslands
  • Háskólinn á Hólum
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Landgræðsla ríkisins
  • Matís
  • Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá
  • Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði, Keldum
  • Veiðimálastofnun

Ritstjórn IAS

  • Þorsteinn Guðmundsson (aðalritstjóri)
  • Bjarni Diðrik Sigurðsson
  • Sigurður Ingvarsson

Ritnefnd IAS

  • Bjarni Kristófer Kristjánsson
  • Edda Oddsdóttir
  • Guðmundur Halldórsson
  • Helga Gunnlaugsdóttir
  • Jón Ólafsson
  • Ólöf Sigurðardóttir
  • Ægir Þór Þórsson

Fréttir

Hægt er að auka verðmæti karfaflaka með bættum vinnsluaðferðum

Reynsla síðasta ártugar sýnir að þekking er eitt verðmætasta verkfærið sem íslenskur sjávarútvegur hefur til umráða til að auka nýtingu og verðmæti sjávarafurða. Farsælt samstarf rannsóknaraðila og sjávarútvegsfyrirtækja hefur skilað sér í umtalsverði verðmætaaukningu og bættum gæðum íslensks sjávarfangs.

Sérfræðingar Matís hafa í nánu samstarfi við fyrirtæki unnið að því efla þekkingu á íslensku sjávarfangi með það að leiðarljósi að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi. HB Grandi er eitt þeirra fjölda fyrirtækja sem Matís hefur átt farsælt samstarf með. Reynsla og þekking í nýtingu auðlindar og framleiðslu sjávarafurða endurspeglast í starfi HB Granda þar sem lögð er rík áhersla á háþróaða tækni við veiðar og vinnslu og stöðuga framþróun framleiðslunnar. „Kæling karfa í vinnslu og flutningi“ er eitt af þeim rannsóknarverkefnum sem Matís og HB Grandi hafa unnið að. Markmið þessa verkefnis var að setja fram endurbætur á verklagi og meðhöndlun í vinnslu- og flutningsferlum karfa til að tryggja framleiðslu öruggrar hágæðavöru.

Rannsóknir á karfa hafa hingað til verið að skornum skammti hvað varðar vinnslueiginleika, gæði og nýtingu. Ekki er hægt að yfirfæra fengna vitneskju um vinnslumöguleika t.d. þorsks beint yfir á karfann vegna mismunar í efnasamsetningu vöðva, stærðar fisks, lifnaðarhátta og fleiri þátta. Vegna þessa mismunar er mikilvægt að greina og bæta veikustu hlekkina í virðiskeðju karfans á leið sinni frá veiðum gegnum vinnslu og til neytanda.

Útflutningur á ferskum karfaflökum hefur nær eingöngu farið fram með flugi þar sem ekki hefur tekist að tryggja  nægilega langt geymsluþol til að nýta aðrar flutningaleiðir eins og skipaflutning. Lengra geymsluþol má m.a. öðlast með bættri meðhöndlun um borð, bættri kælingu um borð og við vinnslu, ofurkælingu við geymslu og notkun á loftskiptum pakkningum. Með auknum rannsóknum á geymsluþoli og meðhöndlun við framleiðslu ferskra karfaflaka, sem gefur hvað hæst verð á mörkuðum, má auka það magn sem flutt er út af ferskum flökum og þannig auka verðmæti karfaframleiðslu. Rannsóknir sýna að lengja megi geymsluþol á ferskum fiski með loftskiptum geymsluaðstæðum og góðri hitastýringu við geymslu og flutning ferskra fiskafurða.

Í samstarfsverkefni Matís og HB Granda var þessi leið til lengingar á geymsluþoli ferskra karfaafurða einstaklega áhugaverð. Í því ljósi voru rannsakaðar margar útfærslur á geymsluaðstæðum í samhengi við aðra áhrifaþætti við vinnslu á karfa. Auk mikilvægi stöðugrar kælingar þá gáfu niðurstöðurnar til kynna að hægt er að ná allt að 3 daga lengra geymsluþoli með loftskiptum umbúðum. Með 2-3 daga aukningu á geymsluþoli eykst afurðaverðið beint, þar sem erlendir kaupendur geta þá haft vöruna í lengur í sölu og eru þar af leiðandi tilbúnir að greiða hærra afurðaverð.

Þetta verkefni hefur gefið okkur aukna þekkingu á vinnsluáhrifum og annarrar meðhöndlunar karfa í gegnum alla virðiskeðjuna á lokagæði sem mun stuðla að auknu verðmæti íslenskra karfaafurða. Þekkingin sem hefur skapast í þessu verkefni mun auk þess styðja undir frekari rannsóknir og stuðla að bættum gæðum fiskafurða.

Með loftskiptum umbúðum er átt við að samsetningu
loftsins er breytt m.v. venjulegt andrúmsloft. Með þessu
móti má minnka og breyta þeirri örveruflóru sem þrífst
í fiskinum auk þess sem heft aðgengi súrefnis leiðir til
hægari þránun fitu.

Nánari upplýsingar veitir Magnea G. Karlsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Mikið fagnaðarefni í huga rektors Háskóla Íslands

Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag fagnar Kristín Ingólfsdóttir því að Háskóli Íslands skuli vera á lista yfir 400 bestu háskóla heimsins. Þar er HÍ í 251.-275. sæti ásamt fleiri háskólum. Gaman er frá því að segja að í viðtalinu nefnir rektor nokkra samstarfsaðila sem hún telur að eigi mikið í þessum árangri. Matís er þar á meðal.

Viðtalið á Morgunblaðinu, sem Hjörtur J. Guðmundsson tók, má finna hér.

Um samstarf HÍ og Matís

Háskóli Íslands og Matís hafa átt í farsælu samstarfi um langt skeið um kennslu en starfsmenn Matís hafa í gegnum tíðina kennt við HÍ og munu gera það áfram. Báðir aðilar hafa byggt upp mikla þekkingu á  matvælafræði, líftækni, erfðafræði og fleiri greinum. Sem dæmi þá hafa starfsmenn sem starfa bæði hjá Matís og HÍ birt tæplega 90 vísindagreinar í ritrýndum tímaritum á sl. þremur árum og á sama tímabili hafa 10 nemendur varið doktorsritgerðir sínar og 15 meistaranemendur útskrifast þar sem verkefnin hafa verið unnin í samstarfi Matís og Háskóla Íslands. Í dag eru átta doktorsnemendur og 19 nemendur í meistaranámi við HÍ að vinna sín rannsóknaverkefni með Matís. Auk þess hafa Matís og HÍ sótt um og eru saman í nokkrum alþjóðlegum verkefnum.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri á sviðinu Menntun og matvælaframleiðsla.

Fréttir

Þurrkun fiskhryggja í færibandaþurrkara

Magnús Kári Ingvarssson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í vélaverkfræði. Verkefnið ber heitið Airflow and energy analysis in geothermally heated conveyor drying of fishbone. 

Hvenær hefst þessi viðburður:  2. október 2014 – 15:30

Staðsetning viðburðar: Askja

Nánari staðsetning: N-129

Magnús Kári Ingvarssson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í vélaverkfræði. Verkefnið ber heitið Airflow and energy analysis in geothermally heated conveyor drying of fishbone. 

Í verkefninu er tekin til skoðunar þurrkun fiskhryggja í færibandaþurrkara. Frumgerð þurrkarans var smíðuð árið 1981 eftir hönnun Sigurjóns Arasonar, en þurrkarinn nýtir jarðvarma til hitunar á lofti sem notað er til þurrkunarinnar. Frá smíði frumgerðarinnar hafa litlar breytingar verið gerðar á hönnuninni, aðrar en þær að stærð þurrkarans hefur verið sköluð upp til að auka afkastagetu.

Tilgangur verkefnisins er að nota mælingar og aðferðir massa- og orkubókhalds til að auka skilning og þekkingu á virkni þurrkarans, svo bæði framleiðendur og notendur tækisins geti bætt sína framleiðsluvöru. Mælingar eru gerðar á eiginleikum loftflæðis þurrkarans (flæði, þrýstingi, hita- og rakastigi) og vatnsinnihaldi afurðarinnar. Niðurstöður mælinga eru notaðar til að reikna helstu kennistærðir þurrkarans og fundið hefur verið að óvermin nýtni þurrkarans er 50,5%, hlutfallsleg hringrásun lofts er 64% og orkuþörf til að gufa upp hverju kílógrammi af vatni er 5500 kJ. Þá er heildar orkunotkun metin sem 919 kW fyrir framleiðslugetu sem samsvarar 800 kílógrömmum hráefnis á klukkustund. Niðurstöður benda til þess að nýtni loftflæðisins sé ábótavant hvað varðar þrýstifall og vatnsupptöku. Mælingar á vatnsinnihaldi vörunnar gefa til kynna að þurrkferlinu sé ekki rétt stýrt, verklagi sé ábótavant og tækifæri sé til þess að tvöfalda afköst.

Leiðbeinendur:

Sigurjón Arason, prófessor við Matvæla og næringarfræðideild,Halldór Pálsson, dósent við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild.

Prófdómari:

Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri hjá ÁTVR.

Skýrslur

Ný lífvirk húðvara

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Hörður G. Kristinsson, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 012‐12)

Ný lífvirk húðvara

Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að einangra lífvirk efni úr þangi og þau þróuð yfir í hefðbundin andlitskrem með góðum árangri. Markmið þessa verkefnisins var að búa til nýja húðvöru sem inniheldur þessi nýju öflugu lífvirku efni með markvissa virkni gegn öldrun húðarinnar.   Í verkefninu var lokið við þróun á nýrri vöru, öflugu augnkrem sem er sérhannað til að vinna á húðinni í kringum augun og inniheldur m.a. lífvirk efni sem unnin eru úr íslenskum sjávarþörungum (Fucus vesiculosus) ásamt öðrum mjög öflugum og virkum sérvöldum innihaldsefnum, augnkremi sem hefur verið nokkuð vel tekið og þykir hafa góða virkni.  

In the past years, new methodsto isolate bioactive ingredientsfrom seaweed have been developed and used for cosmetic day cream with good results. In this project a new cosmetic product was developed.   This product is a bioactive ultra rich eye cream that is designed and developed to aid in the maintenance of the skin around the eyes. Among its carefully selected and effective constituents are bioactive ingredients, which are extracted from Fucus vesiculosus harvested on the clean shores of Iceland. The product has received good remarks and got positive remarks.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Hörður G. Kristinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís ‐ RAN090915‐1790

Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum

Markmið verkefnisins var að þróa og setja upp nýjan vinnsluferil til að framleiða hágæða lífvirkar surimiafurðir úr vannýttu og ódýru hráefni. Það er mikill skortur á hágæða surimi í heiminum og einnig mjög vaxandi eftirspurn eftir afurðum með lífvirkni og heilsubætandi áhrif. Því er mikið tækifæri núna fyrir Ísland að hasla sér völl á þessum markaði. Í verkefninu var ferillinn hámarkaður og eiginleikar afurðarinnar mældur og staðfestur af viðskiptavinum. Nýjar aðferðir og blöndur voru þróaðar til að framleiða nýja afurð, lífvirktsurimi, með áherslu á vörursem geta stuðlað að bættri heilsu neytenda. Nú er því mögulegt að setja í gang surimiframleiðslu sem getur leitt af sér fleiri störf, aukinn fjölbreytileika í framleiðslu sjávarafurða á Íslandi og aukningu gjaldeyristekna.

The overall objective of this project was to develop and commercialize a highly novel protein recovery process to produce high value and high quality bioactive surimi and surimi seafood products from low value and underutilized Icelandic raw materials. On world bases, there is a need for high quality surimi and furthermore an increasing demand for bioactive and “health‐ promoting” products. In the project the process was optimized, product properties measured and confirmed by future byers. It´s now possible to start production in Iceland on bioactive surimi that will lead to increased value, more jobs and diverse new products from the Icelandic fishing industry.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara (Saccharina latissima)

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Símon Sturluson

Styrkt af:

AVS (V11 002‐11)

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara (Saccharina latissima)

Í þessari skýrslu er greint frá öflun upplýsinga um aðferðir til meta helstu gæðaþætti hráefnis, vinnslu og verkun beltisþara og stýringu á þeim til manneldis. Sýnataka og mælingar á hráefni og unnum vörum voru síðan framkvæmdar til að prófa og meta viðkomandi aðferðir. Skýrslan er hluti af verkefninu Þróun matvara úr beltisþara sem hefur það að markmiði að öðlast þekkingu og færni við meðhöndlun og vinnslu beltisþara og sýna fram á möguleika á verðmætasköpun úr honum.

Methods were evaluated for measuring the main quality indicators of sugar kelp (Saccharina latissima) as raw material for food applications.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla hráefnis frá norðanverðum Vestfjörðum / Production of raw material from North Westfjords

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsla hráefnis frá norðanverðum Vestfjörðum / Production of raw material from North Westfjords

Um 10 þúsund tonn af hráefni er flutt frá norðanverðum Vestfjörðum til vinnslu annars staðar. Mest af þeim afla er flutt óslægt og því er það ekki bara flökunarvinnsla sem fer á mis við hráefni heldur jafnframt aðilar sem framleiða vöru úr aukaafurðum, t.d. hausaþurrkun og lifraframleiðendur. Hugmyndin um að skylda aðila til að slægja og hugsanlega hausa afla er því freistandi.   Niðurstaða þessa verkefnis er hins vegar sú að slíkt sé mjög óhagkvæmt og heildaráhrifin verði neikvæð. Í fyrsta lagi eru slægingarstuðlar á Vestfjörðum með þeim hætti að útgerðir myndu tapa kvóta með slægingarskyldu. Í öðru lagi eru kaupendur sunnanlands, sem vinna ferskan fisk í flug, tilbúnir að greiða aukalega um 20 kr/kg fyrir fisk sem nær flutningabílum sem aka afstað kl. 15:00 samkvæmt áætlun. Ef fiskur er slægður eftir löndun er útlokað að koma þeim afla í þennan flutning og bíður sá fiskur flutnings þangað til daginn eftir. Fiskur sem fer beint í flutning er komin í vinnsluhús á suðvestur svæðinu um kl. 04:00  og er búið að slægja hann fyrir vinnslu sem hefst kl. 07:00. Fiskurinn er síðan tilbúinn í flug sem í sumum tilfellum fer um hádegisbil frá Keflavíkurvelli. Hér er því um hagkvæmt fyrirkomulag að ræða sem hámarkar verðmætasköpun í sjávarútvegi á Íslandi.

About 10 thousand tons of whole round fish are trucked from northern Westfjords to fish processors in south/west region of Iceland. Most of the fish is exported un‐gutted and therefore it is not just the filleting factories missing raw materials, but also those producing side product like cod heads drying and liver canning. The concept idea of this project was to force vessels owners and fish markets to head and gut the fish before trucing and looked like a tempting idea. However, the outcome of this work is that this would be inefficient and the overall effect will be negative. Firstly, the gutting standard given by the Icelandic authority is 16% but the average radio in Westfjords is only 12%, so the vessel owners would lose the difference in quota.    Secondly the customers in the south/west are willing to pay extra 20 kr/kg for fish reaching the scheduled truck leaving the area at 15:00. If the fish would be headed or/and gutted it would not be ready for trucking, and be leaving the day after. Fish going straight from vessel at the harbor for trucking will be delivered in a fish plant in the south west at around 04:00 following morning. It will be ready for filleting at 07:00 and can be exported by airfreight around noon.   Here is an advantageous arrangement case that maximizes value for the fisheriesin Iceland.

Skoða skýrslu
IS