Fréttir

Greining nóróveirusmita á Íslandi

Hjá Matís hafa verið þróaðar sértækar aðferðir til að greina nóróveirur í matvælum og vatni, en veirurnar eru bráðsmitandi og geta valdið mjög slæmum iðrakveisum hjá fólki.

 Nóróveirur finnast þar sem saurmengun hefur átt sér stað og það þarf næmari aðferð til að greina þær en hefðbundnar aðferðir sem notaðar eru til að greina saurmengun í matvöru og vatni.

Aðferðirnar sem Matís hefur þróað til greininga á nóróveirum eru sameindalíffræðilegar aðferðir með svokallaðri PCR tækni (e. Polymerase Chain Reaction). Notkun PCR aðferða til örverugreininga hefur færst mikið í vöxt undanfarin ár, en með tækninni er nú hægt að greina tilvist nóróveira í matvælum og vatni og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu veiranna. Hópsýkingar af völdum nóróveiru geta verið alvarlegt vandamál þar sem þær koma upp og því mikilvægt að hindra útbreiðslu veiranna.

Það eru einkum matvæli sem neytt er hrárra eða lítið eldaðra, s.s. skelfisks, grænmetis og ávaxta, sem eru varhugarverð m.t.t. nórósýkinga. Veiran þolir frost en drepst við hitun yfir 60°C. Neysla skelfisks var löngum talin helsta ástæða matvælasýkinga af völdum nóróveira og hópsýkingar af völdum mengaðs skelfisks eru algengar. Fjöldi hópsýkinga sem ekki hefur mátt rekja til neyslu skelfisks hefur hins vegar beint sjónum manna að öðrum matvælum, einkum tilbúnum réttum, ávöxtum, grænmeti og drykkjarvatni sem áhættuþáttum.

Beitum nýjum greiningaraðferðum

„Matís hefur sett upp aðferðir til greiningar á nóróveirum í drykkjarvatni, yfirborðsvatni og matvælum og getum við nú greint nóróveirur af genótýpu I og II, en það eru þær týpur sem einkum sýkja menn,“ segir Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís.

Fréttir

App fyrir sjómenn til að reikna ísþörf – nú fyrir Windows síma

Eins og flestir vita sem stunda sjóinn þá bjó Matís til sérstakt smáforrit (app) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir sjómönnum auðvelt að reikna út ísþörf vegna afla. Forritið var kynnt á Sjávarútvegsráðstefnunni haustið 2013.

Eins og fram kom á vef Matís þá var forritið eingöngu aðgengilegt fyrir snjallsíma með Android stýrikerfi en nú hefur Windows stýrikerfið bæst í hópinn. Von er á ÍsAppi Matís fyrir snjallsíma frá Apple (iPhone) á allra næstu vikum.

ÍsAppið eða smáforritið er einkar hentugt og auðvelt í notkun og nýtist sjómönnum til að reikna út hversu mikil ísþörfin er fyrir þann afla sem veiddur er. Í forritinu er tekið tillit til aðstæðna eins og sjávarhita, lofthita og dagar á sjó og leiðbeiningar varðandi kg magn af ís gefnar út auk þess í fjölda skófla og fjölda fata.

Nú hefur aldrei verið auðveldara að finna út hversu mikið af ís þarf til að fara sem best með okkar dýrmæta hráefni.

QR fyrir ísreikni Matís | QR for Matís' ice app
Google Play (fyrir Android snjallsíma) – skannaðu kóðann

Windows store (fyrir Windows snjallsíma) – skannaðu kóðann

Forritið má nálgast á Google Play 

Skýrslur

Bættur vinnsluferill þurrkaðra fiskpróteina / Improved processing of dry fish proteins

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS Nr. V 11 038‐11

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Bættur vinnsluferill þurrkaðra fiskpróteina / Improved processing of dry fish proteins

Markmið verkefnisins var að bæta framleiðsluferil sprotafyrirtækisins Iceprotein. Hjá Iceprotein hefur verið unnið að nýtingu vannýttra próteina úr fiski með ágætum árangri. Hins vegar er nauðsynlegt að bæta gæði þurrkaðra afurða.   Tilgangur þessa verkefnis var að bæta úr því og tryggja þar með áframhaldandi þróun þessa mikilvæga vaxtabrodds í Skagafirði.

The aim of the project was to improve the processing of dry fish proteins at the company Iceprotein. Iceprotein is a development company that utilizes cut‐offs from fish processing for production of value added protein products.   With this project, the aim was to improve their production and thereby strengthening this frontline company in use of fish by‐ products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Arnljótur B. Bergsson, Gísli Eyland, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Sindri Magnason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi. Tilvísunarnr.: S 12 007‐12

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri

Mikil breyting hefur orðið á útgerð frystitogara á Íslandi síðan hún hófst í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Hlutdeild frystitogara í þorski hefur dregist saman umtalsvert og er hann í dag eingöngu veiddur sem meðafli við sókn í aðrar tegundir eins og karfa, ufsa og grálúðu. Árið 1992 voru frystitogarar flestir í íslenska flotanum, 35 talsins en í dag eru þeir aðeins 23 og fer fækkandi. Ástæður fyrir minnkandi hlutdeild frystiskipa í þorskveiðum má rekja til hærra olíuverðs, en orkukostnaður við frystingu úti á sjó er mun meiri en sambærilegur kostnaður í landi, hærri launakostnaðar við vinnslu úti á sjó en í landi og breytingar í markaðsmálum þar sem ferskur fiskur hefur undanfarið skilað einna mestri verðmætasköpun í íslenskum fiskiðnaði. Mikilvægustu rekstrarþættir frystitogara í dag eru aflaheimildir, aflaverðmæti, laun sjómanna, olíuverð og veiðigjöld. Álagning veiðigjalda hafa valdið óvissu og dregið úr hagkvæmni frysti‐ togara sem hefur komið í veg fyrir fjárfestingu í greininni ásamt hlutaskipakerfi sem hvetur ekki til fjárfestinga í tækni eða vöruþróun.   Frystitogarar eru Íslendingum nauðsynlegir, og þó hlutdeild þeirra í þorski og ýsu hafi farið minnkandi þá verður áfram hagkvæmt að veiða aðrar tegundir með vinnsluskipum. Tegundir eins og karfi og grálúða henta vel fyrir vinnslu sem þessa og eins verða fjarlæg mið varla sótt nema með frystitogurum.

Significant changes have occurred in operation of freezing trawlers in Iceland since it began in the early eighties. Its share in the most important stock, the cod, has declined significantly and today cod is only caught as by‐catch with other species. The main species caught by and processed on‐board freezing trawlers today are; redfish, saithe and Greenland halibut.   In 1992 the number of freezing trawlers peaked in the Icelandic fishing fleet, with 35 vessel, but has declined to 23 today. Reasons for the reduction is mainly higher oil prices, higher energy cost of freezing at sea than onshore, relatively higher salaries of processing offshore and changes on markets where fresh fish portions has recently delivered better value than see‐frozen fillets in the Icelandic fishing industry .   The most important operating parameters for freezing trawlers are quotas, catch value, crew remuneration, fuel cost and fishing fee. Imposition of fishing fees in Iceland have caused uncertainty and reduced profitability of freezing trawlers and prevented capitalization in the industry, along with crew salary‐systems that do not encourage investment in technology or product development. Freezing trawlers are necessary in Icelandic fish industry, though their share of the cod and haddock have declined it remains profitable to catch other types of species, such as redfish and Greenland halibut and these vessels are vital for the Icelandic deep sea fishing around Iceland and in the Barents see.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lágmörkun fóðukostnaðar í bleikjueldi / Minimizing the feed cost of Arctic charr

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Jón Árnason, Heiðdís Smáradóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

AVS tilvísunarnr. R 09‐12

Lágmörkun fóðukostnaðar í bleikjueldi / Minimizing the feed cost of Arctic charr

Niðurstöður fyrri rannsókna hafa leitt í ljós að hægt er að ala bleikju á próteinminna fóðri en hefðbundið er notað og lækka þar með verulega framleiðslukostnað í bleikjueldi. Fyrri rannsóknir hafa verið framkvæmdar í tilraunaaðstöðu og var markmið þessa verkefnis að endurtaka fóðurtilraunir við raunaðstæður við framleiðslu bleikju. Bleikja var alin á tveimur mismunandi samsettum fóðurgerðum sem innhéldu mis mikið prótein sem einnig var af ólíkum uppruna þar sem í viðmiðunarfóðrinu komu 50% af próteininu úr fiskimjöli en 45% í tilraunafóðrinu. Mat var lagt á áhrif fóðurgerðar á vöxt fiskanna, efnasamsetningu og gæðaþætti. Niðurstöður sýna að mismunandi fóður sem var prófað hafði ekki áhrif á vöxt eða gæði afurðanna og benda niðurstöður því til þess að hægt er að minnka hlutfall próteina í fóðri og skipta út fiskimjöli fyrir ódýrara próteinríkt plöntuhráefni. Niðurstöðurnar sýna einnig að hægt er að lækka innihald próteins miðað við það fóður sem nú er á markaði fyrir bleikju og lækka þannig framleiðslukostnað bleikju umtalsvert. 

Previous results have suggested that Arctic charr can be reared on feed with lower protein content than is commonly used, without compromising growth rate and quality, and thus lowering production cost. Previous experiments have only been carried out using experimental conditions and but this project aimed aims at confirming previous results in large scale experiments carried out using at actual production conditions. Arctic charr was fed for eleven months on two feed formulations containing different total protein content and proteins of different origin, The test feed contained  different proportions of fish meal with 45% of the protein originating from fish meal in the test diet as compared to 50% in the control feed. The effects of the diets on growth and product quality were nutritional factors was evaluated.     The results indicate that the test diet feed tested neither did not affected growth nor and product quality of the product. Also, tThe results therefore suggest that it is possible to reduce the  proportion the ratio of proteins and the fish meal in the diets for Arctic charr can be reduced and partially and substituted fish meal for by raw material of plant origin. This substitution of fish meal with less expensive raw material could reduce the cost of Arctic charr production considerably.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Framleiðsla og markaðssetning á „Sætfiskur“ / Production and marketing of „Sætfiskur“

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

AVS tilvísunarnr. V 13 026‐13

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Framleiðsla og markaðssetning á „Sætfiskur“ / Production and marketing of „Sætfiskur“

Markmið verkefnisins var áframhaldandi vöruþróun á þeirri frumgerð „Sætfisks“ sem hefur verið í þróuð hjá Reykhöll Gunnu á Rifi undanfarin misseri og hefur fengið eftirtektarverðar viðtökur. Ætlunin er að gera „Sætfisk“ að matarminjagrip fyrir ferðamenn á Íslandi og kanna möguleika á markaðssókn erlendis. Ískýrslu þessari kemur fram hvað hefur verið gert til að ná þessum markmiðum. Verkefnið tók til gerðar á gæðahandbók fyrirtækisins, skoðun og mat á æskilegum tækjabúnaði til að auka við framleiðsluna og gerð kynningarefnis og þátttaka í kynningum á svæðinu. Einnig var skoðað hvaða leiðir séu hentugastar varðandi markaðssetningu vörunnar. 

The goal of the project was ongoing development of the prototype „Sætfiskur“ which has been developed by Reykholl Gunnu at Rif and has received notable acceptance. The intention is to make „Sætfiskur“ a food souvenir for tourists in Iceland and explore the possibility of marketing abroad. Thisreportshows what has been done to achieve these goals. The project consisted of making a company Quality Manual, inspection and evaluation of the appropriate equipment to increase the production and preparation of promotional materials and participation in presentations in the area. It also looked into which ways are mostsuitable for marketing the product.

Skoða skýrslu

Fréttir

Andoxunarefni og lífvirk efni í sjávarfangi

Út er komin bókin „Antioxidants and Functional Components in Aquatic Foods“ en Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri Líftækni og lífefnasviðs og rannsóknastjóri Matís er ritstjóri bókarinnar. Auk þess skrifa nokkrir starfsmenn Matís kafla í bókinni.

Í bókinni er fjallað um andoxunarefni og önnur lífvirk efni sem finna má í sjávardýrum og hvernig slík efni geta nýst til bættrar heilsu. Ítarlega er fjallað um hvað hefur áhrif á gæði þessara lífvirku efna við geymslu, framleiðslu og vegna fleiri þátta.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Wiley. Einnig veitir Hörður G. Kristinsson nánari upplýsingar.

Fréttir

Allir hagsmunaaðilar komi að stjórnun fiskveiða

Í tengslum við EcoFishMan verkefnið er skoðanakönnun í gangi á meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Tilgangur könnunarinnar er að leita sjónarmiða allra þeirra aðila sem koma að fiskveiðum á Íslandi, hvort sem það er í stjórnun eða framkvæmd.

Í EcoFishMan verkefninu er lögð áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla.  Eitt af markmiðum EcoFishMan verkefnisins er að greina það sem vel hefur tekist í íslenskri fiskveiðistjórnun og miðla þeirri reynslu áfram. Jafnframt því er horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum. Gert er ráð fyrir að kerfið verði innleitt í áföngum og sniðið að hverri tegund fiskveiða fyrir sig.  Fullkominnar nafnleyndar verður gætt við úrvinnslu og farið verður með öll gögn samkvæmt fyrirmælum Persónuverndar. Nafn þátttakenda mun að sjálfsögðu hvergi koma fram og þess verður gætt að ekki verði hægt að rekja neinar upplýsingar í niðurstöðum til einstaklinga.

Mjög mikilvægt er að sem flestir svari könnuninni, svo niðurstöður verði sem áreiðanlegastar.

Könnuninni má svara hér: https://docs.google.com/forms/d/1sv5xw8Ya8kRtC0UPGeOtB7_aT0SB61MZZ4P_syIQuuA/viewform

Fréttir

Atvinnulífssýningin Lífsins gæði og gleði 2014

Atvinnulífssýningin Lífsins gæði og gleði 2014 fer fram í þriðja sinn á morgun og á sunnudaginn og mun Matís kynna starfssemi sína ásamt öðrum úr Verinu á Sauðárkróki.

Sveitarfélagið Skagafjörður mun í samvinnu við Skagafjarðarhraðlestina, SSNV og ýmsa aðila standa fyrir atvinnulífssýningu á Sauðárkróki við upphaf Sæluviku, dagana 26. – 27. apríl nk. Var sú ákvörðun tekin í kjölfarið á óformlegri könnun um tíðni atvinnulífssýninga þar sem mikill vilji kom fram um að halda sýningarnar á 2ja ára fresti en fyrri sýningar voru haldnar árin 2010 og 2012.

Sjá nánar á vef Sveitarfélags Skagafjarðar.

Fréttir

Langvarandi geymsla fisks hefur mest áhrif á gæði fjölómettaðra fitusýra

Magnea Guðrún Karlsdóttir matvælafræðingur varði doktorsritgerð sína, Oxunarferlar og stöðugleiki frosinna sjávarafurða, í Hátíðarsal HÍ þann 21.3. sl.. Andmælendur voru dr. Santiago Aubourg prófessor hjá CSIC á Spáni, og dr. Sigríður Jónsdóttir fræðimaður við HÍ. Leiðbeinendur voru dr. Hörður G. Kristinsson og próf. Sigurjón Arason.

Neysla á unnum og frystum sjávarafurðum hefur aukist á undanförnum árum. Fita í fiskafurðum er góð uppspretta af fjölómettuðum fitusýrum (PUFA) sem sýnt hefur verið fram á að hafa jákvæð áhrif á heilsu manna. Fiskafurðir með hátt hlutfall af PUFA eru einstaklega viðkvæmar gagnvart þránun. Varðveisla á gæðum fitu er því mikilvæg við geymslu og vinnslu sjávarafurða. Frysting og frostgeymsla er skilvirk aðferð til að lengja geymsluþol fiskafurða, og hefur verið beitt í fjölda ára. Engu að síður geta gæði afurðanna rýrnað í frostgeymslu. Verkefninu var ætlað að auka skilning á mismunandi oxunarferlum sem eiga sér stað í frystum fiskafurðum, og kanna stöðugleika ólíkra fisktegunda við langvarandi frostgeymslu. Rannsökuð voru áhrif mismunandi geymsluhita á hráefnisgæði og stöðugleika fiskafurða, og áhrif hitunar og áframhaldandi frostgeymslu eldaðra afurða á gæði fitunnar. Ennfremur var lagt mat á ýmsar efnamælingar og hraðvirkar mælingar sem gjarnan er beitt til þess að fylgjast eftir með niðurbroti fitu.

Rannsóknir verkefnisins leiddu í ljóst dýpri skilning á mismunandi ferlum oxunar og stöðugleika frystra sjávarafurða og á því hvernig mismunandi geymsluskilyrði og breytileiki hráefnis hefur áhrif á þessa ferla. Hitastig og tími við geymslu reyndust mjög mikilvægir þættir fyrir stöðugleika frystra afurða. Gæði og stöðugleiki fitunnar í frostgeymslu reynast mjög háð fisktegundum. Þá hefur langvarandi geymsla fyrir eldun mest áhrif á stöðugleika fitunnar eftir eldun.

Magnea Guðrún er fædd 1978. Hún lauk BS prófi í matvælafræði frá HÍ 2008 og MSc-prófi í matvælafræði 2010. Samhliða námi hefur Magnea starfað hjá Matís ohf. og sinnt margvíslegum rannsóknarverkefnum.

Foreldrar Magneu eru Karl Jóhann Valdimarsson og Erla Þóra Óskarsdóttir. Eiginmaður Magneu er Ingvar Júlíus Tryggvason og eru börn þeirra Ástrós, Erla Ósk, Eva María og Tryggvi.

Nánari upplýsingar veitir Magnea Guðrún Karlsdóttir.

IS