Skýrslur

Optimal storage conditions for fresh farmed tilapia (Oreochromis niloticus) fillets

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Emilía Martinsdóttir, Cyprian Ogombe Odoli, Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Optimal storage conditions for fresh farmed tilapia (Oreochromis niloticus) fillets

Tilgangur tilraunanna var að finna bestu geymsluaðstæður fyrir fersk tilapíuflök með því að ákveða geymsluþol með skynmati, örverutalningum og eðlis- og efnafræðilegum mælingum. Nílartilapía (Oreochromis niloticus) alin í endurnýtanlegu vatnshringrásarkerfi var flökuð og pökkuð í 100% lofti og loftskiptum pakkningum 50% CO2: 50% N2 MA fyrir geymslu við 1˚C og -1˚C. Lýst er þróun QIM-einkunnaskala og skynmatseiginleikum ferskra og soðinna tilapíuflaka og notkun skalans í geymsluþolstilraun. Línulegt samband fannst milli gæðastuðuls og geymslutíma (r > 0.93) fyrir alla geymsluhópa. Niðurstöður skynmats og örverutalninga sýndu að flök sem pakkað var í lofti höfðu geymsluþol 13-15 daga við 1˚C og 20 daga við -1˚C. Við lok geymsluþols í loftpakkningum var heildarörverufjöldi og fjöldi pseudomonads örvera log 7 CFU/g í holdi. Í flökum í loftskiptum pakkningum var lagfasi lengri og heildarfjöldi örvera var undir log 4 CFU/g eftir 27 daga geymslu bæði við 1˚C og -1˚C. Samt sem áður höfðu loftskiptar aðstæður slæm áhrif á lit flaka skömmu eftir pökkun en litur flaka hefur veruleg áhrif á val kaupenda. Efnafræðilegar mælingar eins og TVB-N og TMA voru ekki góður mælikvarði á skemmd tilapiuflaka. Bestu geymsluaðstæður fyrir tilapíuflök er pökkun í lofti og geymsla við stöðugt lágt hitastig -1°C. Skýrsla þessi er byggð á helstu niðurstöðum úr meistaraprófsverkefni Cyprian Ogombe Odoli.

The main aim was to establish optimal storage conditions for fresh tilapia fillets by determining its shelf life by sensory and microbiological evaluation, as well as monitoring its physical-chemical properties. Nile tilapia (Oreochromis niloticus) farmed in recirculation aquaculture system was filleted and packaged in 100% air and 50% CO2: 50% N2 MA prior to storage at different temperature; 1˚C and -1˚C. This report further describes the development of a Quality Index Method (QIM) scheme and a sensory vocabulary for fresh and cooked tilapia fillets accordingly and application in a shelf life study. The application of the QIM scheme for tilapia fillets showed a linear relationship between QIM scores and storage time (r > 0.93) for all samples. The results from sensory analysis of cooked samples as well as microbial growth indicated that fillets packaged in 100% air had a shelf life of 13-15 days during storage at 1˚C and 20 days during storage at -1˚C. At the end of shelf life in 100% air packaged groups, TVC and pseudomonads counts reached log 7 CFU/g in flesh. In MA packaged fillets, the lag phase and generation time of bacteria was extended and recorded total counts below the limit for consumption (< log 4 CFU/g) up to 27 days of storage at both 1˚C and -1˚C. However, MA packaging affected negatively the colour characteristics of the fillets soon after packaging (as from d6) but colour is an important indicator of quality and a major factor in influencing retail purchase decisions. Chemical analyses (TVB-N and TMA) were not good indicators of spoilage of tilapia fillets in the present study. 100% air packaging at -1˚C storage temperature is the optimal storage conditions for fresh tilapia fillets. The report is based on the master thesis of Cyprian Ogombe Odoli.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sprautun og pæklun tilapíuflaka / Injection and brining of tilapia fillets

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski, Aðalheiður Ólafsdóttir, Hannes Magnússon, Arnljótur Bjarki Bergsson, Ragnar Jóhannsson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís / Technology Development Fund, RANNIS ‐ Icelandic Centre for Research

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Sprautun og pæklun tilapíuflaka / Injection and brining of tilapia fillets

Markmið verkefnisins var að kanna áhrif sprautunar og pæklunar á nýtingu, geymsluþol og eiginleika tilapiuflaka. Framleiddir voru þrír afurðaflokkar: kældar afurðir, frystar afurðir (með óverulegum breytingum á saltinnihaldi) og léttsaltaðar, frystar afurðir. Við vinnslu kældra afurða voru flök með roði sprautuð með daufum pækli (1% salt) sem innihélt smækkaðan þorskmarning (2% prótein í pækli). Léttsöltuð flök voru í upphafi sprautuð með 4% saltpækli, síðan pækluð yfir nótt. Hluti flaka var frystur eftir pæklun en sambærilegt magn sprautað með próteinlausninni eftir pæklun. Nýting jókst við sprautun og pæklun, verulegur munur var þyngdarbreytingum á frystum flökum og léttsöltuðum flökum vegna mismunar í saltinnihaldi þessara tveggja afurðaflokka. Vatnsheldni flaka var lakari eftir frystingu heldur en eftir geymslu í kæli. Geymsluþol afurða var stutt og eru mögulegar ástæður fyrir því ræddar í skýrslunni. Örveruvöxtur og niðurbrotsferlar voru að mestu óháð sprautun og pæklun.

The objective of the project was to study effect of injection and brining on the yield, storage life and characteristics of tilapia fillets. Three different product groups were produced: chilled. Frozen (with small salt changes) and lightly salted products. During processing of chilled products fillets with skin were injected with brine containing minced cod (2%) protein in brine. Lightly brined fillets were at the beginning injected with 4% brine and then brined overnight. A part of the fillets was frozen after brining but similar part was injected with protein solution after brining. The yield increased with injection and brining, distinct difference was in the weight changes of frozen and lightly salted fillets because of the difference of the salt content of these two product groups. Water holding capacity of the frozen fillets was lower than for chilled fillets and the storage life was very short. Microbial growth was mostly not depending on the injection and brining.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Greining sýna og flokkunareiginleikar / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Analysing samples and grading trait

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar, flokkun, vinnsla  og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Greining sýna og flokkunareiginleikar / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Analysing samples and grading trait

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta var söfnun og greiningu makrílsýna sem safnað var sumrin 2008 og 2009 gerð skil. Einnig var fjallað um flokkunareiginleika.

The objective of this project is to examine mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrician measurements, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Analyze what kind of technology is necessary. Moreover, to examine the markets for mackerel caught on Icelandic fishing grounds during the summer.   In this part conclusion are present after the collecting and analysis of samples during summers 2008 and 2009. Also, some conclusions are about grading properties.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum / 24-hour detection of undesirable microbes in food

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum / 24-hour detection of undesirable microbes in food

Markmið verkefnisins var að þróa og koma upp aðferðum fyrir hraðvirkar greiningar á óæskilegum bakteríum í landbúnaðar‐ og sjávarafurðum sem og öðrum matvælum. Með hefðbundnum aðferðum eins og notaðar eru í dag fást niðurstöður eftir 3 og allt upp í 7 daga en með þeim aðferðum sem þróaðar voru í þessu verkefni er hægt að fá niðurstöður á nokkrum klukkustundum eða innan sólarhrings. Aðferðin byggir á real‐time PCR aðferðafræði og sértækri mögnun á erfðaefni sjúkdómsvaldandi baktería og annarra óæskilegu baktería. Komið var upp greiningaraðferðum fyrir helstu sýkla (Salmonella, Campylobacter , Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) í mjólk, kjöt‐  og fiskmeti sem og fyrir sértækar skemmdarbakteríur í matvælum. Niðurstöður verkefnisins koma til með að bæta þjónustu við matvælaiðnaðinn á Íslandi með því að greina miklu fyrr óæskilegar örverur svo hægt verði að grípa inn í framleiðsluferla og auka þar með öryggi neytenda á landbúnaðar‐ og fiskafurðum.

The aim of this project was to develop and set up new methods for rapid identification of undesirable bacteria in food and feed. With today’s conventional and accredited culture methods results can be expected after 3 and up to 7 days. With the new methods to be taken in use and was developed in this project, the time of diagnostic procedure will decrease to few hours or to one working day. The detection methods are based on real‐time PCR technology and a specific amplification of genetic material of the undesired bacteria. Diagnostic methods for the most common pathogens (Salmonella, Campylobacter, Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) in meat‐, milk and fish products was developed through as well as quantitative assays for the main spoilage bacteria in fish. The results of the project will be used to improve the service for the Icelandic food industry on the domestic‐ and overseas markets by having rapid diagnostic methods for bacterial contamination at hand.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kryddlegin söl / Pickled dulce

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski, Eyjólfur Friðgeirsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Kryddlegin söl / Pickled dulce

Íslensk hollusta ehf fékk Matís til samstarfs við sig til að ljúka vöruþróun á kryddlegnum sölvum. Gerðar voru prófanir á marineringu í nokkrum algengum efnum þ.e. olíu, soja‐sósu, ediki, mysu og saltpækli. Marinering svipuð því sem Íslensk hollusta ehf hafði notað reyndist best, en prófanir sýndu að verulega var hægt að bæta vinnsluferlið til að besta vöruna með tilliti til útlits, bragðs og geymsluþols. Kryddlegin söl eru nú áhugaverð vara með fallegt útlit og gómsætt bragð. Áhugavert verður að sjá hvernig markaðurinn tekur við þessari nýjung.

The project focused on finalizing product development of pickled dulse developed by Íslensk hollusta ehf. Tests were executed with various curing media; oil, soya, vinegar, whey and salt brine. The curing media selected was similar to the one already developed by Íslensk hollusta. However, improvements in the processing were obtained, especially in regard to optimization of appearance, flavour and storage time or shelf life. Pickled dulse is now an interesting product with attractive appearance and taste. It will be interesting to see how the market will respond to this new product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fullvinnsla svínakjöts frá vistvænu búi / Porkmeat products from an ecological farm

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Guðmundur Heiðar Gunnarsson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Fullvinnsla svínakjöts frá vistvænu búi / Porkmeat products from an ecological farm

Í verkefninu var unnið með heildstæðri nálgun að því að hámarka framlegð úr svínarækt hjá Miðskersbúinu með fullvinnslu á völdum afurðum fyrir neytendamarkað. Verkefnið hefur skilað því að Miðskersbúið vinnur og selur milliliðalaust um 15% af sínu kjöti á neytendamarkað. Farið var ítarlega yfir þau tækifæri sem til staðar voru í vöruþróun. Þetta var gert með því að skilgreina hugsanlegar framleiðsluafurðir á nákvæman hátt. Í framhaldi var síðan greind nýting og rýrnun í Miðskerssvíni með því að vinna fjögur dýr. Byggt á ofangreindu var sett saman reiknilíkan þar sem hægt er að áætla framlegð úr heilu dýri út frá mismunandi afurðum og bera hana saman við það sem bóndinn fengi fyrir dýrið með því að selja það á fæti til sláturleyfishafa. Með slíkri áætlun kom í ljós að ná má fram verulegri framlegðaraukningu með áframvinnslu á lærum, hryggjum og síðum yfir í Bayonne skinku, hamborgarhrygg og beikon. Samhliða vöruþróun var unnið að uppbyggingu ímyndar og kynningarefnis fyrir framleiðsluna. Miðskersbúið selur nú afurðir sínar beint, bæði í gegnum Beintfrá-býli og í gegnum matvælaklasann í Ríki Vatnajökuls. Verkefnið hefur styrkt Miðskersbúið í þeirri viðleitni að ná fram hagkvæmni í rekstri með fullvinnslu sælkeraafurða í stað þess að einbeita sér að magnframleiðslu á óunnu kjöti.

In this project a holistic approach was taken to optimize the value of the meat produced by a local pig farmer. This was achieved by increased processing of the meat in such manner that it was ready for marketing at high end local gourmet market. Based on the project the farmer now processes and sells 15% of his produce directly to local customers. During the project candidate products were defined. Further the yield of meat was analyzed during deboning of the whole animal. Based on the observed yield it was possible to assemble a model to optimize the value of the meat with further production. With such studies we found out that the highest price was obtained with production of bacon, Bayonne ham, glazed ham (hamborgarhryggur), and pate. Parallel to the processing we designed new material for advertisement and media giving a clear image of the small scale production. Currently the farmer markets his high end products directly through two different clusters. One is a national co-op between farmers selling products directly and the other is an regional co-op for marketing the product of Vatnajokull Region (South-East of Iceland). The project has resulted in increased value addition for the farmer with further processing of his meat instead of turning into mass production approach to increase the margin of profit.

Lokuð skýrsla.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bragð og beitarhagar. Framvinduskýrsla

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Landbúnaðarháskóli Íslands

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Bragð og beitarhagar. Framvinduskýrsla

Verkefnið snýst um að rannsaka og kanna hvort munur sé á eiginleikum og bragði lambakjöts eftir beitarhögum og uppruna lamba í þeim. Tilgangurinn er að styrkja enn frekar grunninn fyrir vinnslu og sölu lambakjöts beint frá býli út frá sérkennum hvers svæðis. Verkefnið er unnið í samstarfi Austurlambs, Búnaðarsambands Austurlands, bæjanna Hákonarstaða og StóruBreiðuvíkur, Gunnarsstaða, Matís og Félags matreiðslumeistara. Það skiptist í undirbúning hjá bændum, slátrun og sýnatöku, mælingar á bragð- og lyktarefnum, mat á matreiðslueiginleikum, uppgjör og kynningu á Fræðaþingi landbúnaðarins og gerð kynningarefnis fyrir viðkomandi býli/svæði til að nota í markaðsstarfi og loks ritun vísindagreinar um rannsóknina. Með verkefninu er vonast til að geta greint í smáatriðum frá bragði og eiginleikum kjöts lamba af mismunandi beitarhögum til að nota þegar kjötið er selt á markaði fyrir staðbundið lambakjöt jafnt í netverslun, í ferðaþjónustu, veitingahúsum og öðrum sælkeramarkaði svo hægt sé að fá hærra verð fyrir kjötið og meiri arðsemi beint á býlið. Viðkomandi býli og Austurlamb munu hagnýta sér niðurstöðurnar í kynningar og markaðsstarfi jafnframt því sem verkefnið nýtist öðrum framleiðendum og vinnsluaðilum lambakjöts. Öllum undirbúningi, slátrun, sýnatöku og mælingum er lokið og verið er að vinna úr niðurstöðum. Lokaskýrsla og birting niðurstaða er að vænta í febrúar á Fræðaþingi landbúnaðarins. Í lok janúar er stefnt að hálfsdags málþingi um áhrif beitarhaga á bragð lambakjöts, haldið í Matvælaskólanum í Kópavogi með þátttöku Matís, Matvælaskólans, sauðfjárbænda og matreiðslumeistara.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA Final report from the cluster activities

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Björn Þorgilsson

Styrkt af:

European Commission, Matís, FERA, RIVM, WU, Upatras, Altagra, INRB IP/IPIMAR

QALIBRA Final report from the cluster activities

Þessi verkefnaskýrsla greinir frá sameiginlegum fundi í tveimur Evrópskum verkefnum sem nefnast QALIBRA og BENERIS. Fundurinn var haldinn í Búdapest í Ungverjalandi, 10 og 11 Júni 2009. Bæði verkefnin heyra undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB og deila sumum verkþáttum.

Tilgangur fundarins var:

1) Kynning á helstu niðurstöðum beggja verkefna

2) Vinna að endurbótum á sameiginlegri kynningaráætlun verkefnanna

3) Umsögn og tillögur vísingaráðgjafanefndar verkefnanna um vinnuna og framhaldið

QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er þriggja og hálfs árs verkefni sem Matís stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Makmið QALIBRA – verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvælum á heilsu manna. Markmiðið er að setja þessar aðferðir fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum. Markmið BENERIS verkefnisins er að skapa aðferðafræði til að meðhöndla flóknar ávinnings-áhættu aðstæður, og nota þær síðan til að meta ávinning/áhættu sem ákveðnar tegundir matvæla geta haft í för með sér. Fyrsta tegund matvæla sem unnið verður með við þróun þessarar aðferðafræði er sjávarfang. Þessi skýrsla greinir frá umræðum og helstu niðurstöðum fundarins.

This report is a summary of the 3rd and final Cluster meeting of the QALIBRA and the BENERIS projects in Budapest, Hungary, June 10-11th, 2009. Both projects are funded by the EC´s 6th framework programme, and have the same contract start dates and a common workpackage (WP6) for cluster activities. The projects started on April 1st 2006 and the cluster activities will run until October 2009, or for 42 months. This report contains results of the discussions that took place and the actions defined, while the overheads presented during the meeting are compiled in an Annex to the report. The overall objectives of QALIBRA are to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods, and make them available to stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts. The methods and tools developed by QALIBRA will be tested in two case studies on oily fish and functional food. The overall objective of BENERIS is to create a framework for handling complicated benefit-risk situations, and apply it for analysis of the benefits and risks of certain foods. The first food commodity to be used in the development of the methodology is fish.

The objectives of the Cluster meeting were:

1) Dissemination and sharing of information of the main findings of the different parts of both projects

2) Refining the joint dissemination plan

3) Obtain feedback and advice from the Qalibra/Beneris Scientific Advisory Panel (SAP)

This report contains results of the discussions that took place and the actions defined.

Skýrsla lokuð til 01.01.2012

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA Dissemination material for first end-user workshop

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Jeljer Hoekstra, Marco Zeilmaker, Nynke de Jong, Bas Bokkers, Helen Owen, Andy Hart, Lynn Frewer, Nikos Avouris

Styrkt af:

European Commission Matís, FERA, RIVM, WU, Upatras, Altagra, INRB IP/IPIMAR

QALIBRA Dissemination material for first end-user workshop

Þessi verkefnaskýrsla inniheldur kynningarefni og kennslugögn sem notuð voru á fyrsta námskeiðinu sem haldinn var fyrir hagsmunaaðila til að kynna niðurstöður og forrit sem þróað hefur verið í Evrópuverkefninu QALIBRA. Á þessu námskeiði fengu þátttakendur kynningu og kennslu á forrit sem þróað hefur verið í QALIBRA til að meta áhættu og ávinning af neyslu matvæla, jafnframt fengu þeir tækifæri til að prófa að nota forritið sjálfir. Námskeiðið var haldið dagana 9-10 september 2009 í Búdapest í Ungverjalandi. Matís skipulagði og stjórnaði námskeiðinu og tók einnig þátt í kynningu og kennslu ásamt öðrum þátttakendum (partnerum) í Evrópuverkefninu QALIBRA Þátttakendur á námskeiðinu voru 31 og komu þeir frá ýmsum hagsmunaaðilum m.a. frá matvælaeftirlitsstofnunum, heilbrigðisgeiranum, matvælafyrirtækjum og háskólum víðsvegar um Evrópu. Þátttakendur skiluðu mati á námskeiðinu að því loknu og voru þeir almennt mjög ánægðir með hvernig tiltókst og töldu QALIBRA forritið til að meta áhættu og ávinning af neyslu matvæla bjóða uppá mikla möguleika, jafnfram bentu þeir á leiðir til að bæta það, en stefnt er að því að forritið verði aðgengilegt hagsmunaðilum á veraldarvefnum þegar verkefninu lýkur.

This report contains the dissemination materials that were used at the first enduser workshop of the QALIBRA project, 9-10 September 2009. These materials are also intended for use in further training activities which may be organised after the end of the Qalibra project. The overall objectives of QALIBRA are to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods, and make them available to stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts. Dissemination of, information about complex systems, such as the integrated assessment methodologies being developed in the Qalibra project, to end-users and stakeholders can be difficult. Similarly, knowledge transfer to potential endusers also represents a challenge. In QALIBRA, end-user uptake is promoted by a systematic program of dissemination activities adapted to the needs of all stakeholders, and by the development of targeted, tested materials and programs that allow use of the system by technical end-users during and after completion of the Qalibra project. To promote end-user uptake of the web-based software developed in QALIBRA, a workshop format is used. This report contain s the material used at the first end-user workshop, which was carried out with project partners and 31 prospective end-users from food authorities, food companies and academia from 12 different Member States and 3 Associated States. A post-workshop feedback survey showed a very positive response by the participants, and was also useful in identifying areas for further improvement of the Qalibra tool in the final months of the project.

Skýrsla lokuð til 01.01.2012

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kvikasilfur og önnur óæskileg snefilefni í urriða úr Þingvallavatni / Mercury and other undesirable trace elements in brown trout (Salmo trutta trutta L.) from Lake Thingvallavatn

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Jóhannes Sturlaugsson, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Franklín Georgsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfis‐ og orkusjóður Orkuveitu Reykjavíkur (UOOR), Matís ohf, Laxfiskar ehf

Kvikasilfur og önnur óæskileg snefilefni í urriða úr Þingvallavatni / Mercury and other undesirable trace elements in brown trout (Salmo trutta trutta L.) from Lake Thingvallavatn

Markmið verkefnisins var að afla upplýsinga um magn kvikasilfurs og annarra óæskilegra snefilefna í Þingvallaurriðum með hliðsjón af stærð þeirra og forsögu með manneldissjónarmið að leiðarljósi. Í því markmiði fólst ennfremur að þeim niðurstöðum skyldi komið á framfæri við almenning sem og hagsmunaaðila á Þingvallasvæðinu. Rannsóknin var unnin í samvinnu Matís og Laxfiska. Samtals voru rannsakaðir 43 urriðar á stærðarbilinu 23‐98 cm og 0,13‐14 kg. Urriðarnir sem rannsóknin tók til voru veiddir á árunum 2002‐2008. Fyrir nokkurn hluta þeirra lágu fyrir upplýsingar frá hefðbundnum merkingum. Auk þess voru tekin sýni af nokkrum fiskum sem höfðu forsögu sem var ítarlega skráð með mælitækjum m.t.t. atferlis þeirra og umhverfis. Niðurstöður þeirra athugana á atferlisvistfræði fiskanna sýndu að hluti þeirra sótti í að dvelja við heitar lindir sem renna í Þingvallavatn undan Nesjahrauninu. Líffræðilegir þættir fiskanna s.s. stærð, aldur, kyn, kynþroski   o.fl. voru skráðir fyrir hvern einstakling og sýni tekin af holdinu og snefilefni greind. Niðurstöður snefilefnagreininga á holdi fiskanna sýna að töluverðar líkur eru á að fiskar sem eru lengri en 60 cm, innihaldi kvikasilfur í meira magni en leyfilegt er samkvæmt íslenskum og evrópskum reglugerðum (0,5 mg/kg kvikasilfur). Samkvæmt tilmælum Matvælastofnunar (MAST), sem er opinber eftirlitsaðili með matvælum á Íslandi, er ekki leyfilegt að selja fisk sem inniheldur meira magn kvikasilfurs en 0,5 mg/kg.  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að sterk fylgni var milli lengdar urriðans og magns kvikasilfurs í honum. Lífmögnun er líklegasta ástæðan fyrir háum styrk kvikasilfurs í urriðum úr Þingvallavatni sem verða venju fremur stórir og gamlir, þar sem styrkur kvikasilfurs eykst eftir því sem ofar dregur í fæðukeðjunni. Þingvallaurriðinn er efst í fæðukeðjunni þar sem hann étur mestan sinn aldur aðallega bleikju, fyrst og fremst   murtu afbrigðið. Æskilegt er að frekari rannsóknir fari fram á þessu sviði til að fá mynd af uppruna kvikasilfurs í Þingvallaurriðanum og feril uppsöfnunar þess.  

The aim of the project was to study the occurrence and quantity of mercury as well as other undesirable trace elements in brown trout from Lake Thingvallavatn in relation to the fish size and their life history. Public health was the main issue of this study. The aim was also to disseminate the results to the public and all stakeholders. The study was carried out in co‐operation of Matis and Salmon and Trout Research (Laxfiskar). In total, 3 brown trout individuals, 23‐98 cm long and weighing 0,13‐14 kg, were    examined. The trout were caught during the years 2002 to 2008. Information from conventional tagging studies were available for some of the individuals. For six fish additional detailed results from studies on their behavior and corresponding environment was available, due to use of electronic tags (data storage tags and ultrasonic tags). These studies on the behavioral ecology of the trout showed that some of the individuals preferred areas where hot spring water runs into Lake Thingvallavatn at the Nesjahraun area. Individual were measured and examined in order to get information on their size, condition and life history. Flesh samples were taken from the fish for trace element analyses. The results of the study show that there is a positive linear relationship between the mercury concentration and the fish length. These analytical results showed that there is significant probability that fish that is 60 cm in length or larger, can contain mercury in quantity that exceeds the maximum allowed limit according to Icelandic and European regulations (0,5 mg/kg mercury). According to the Icelandic Food and Veterinary Authority (MAST), food products containing mercury in higher concentration than 0,5 mg/kg should not be sold or distributed. Biomagnification is presumed to be  the cause for high concentration of mercury in the bigger and older brown trout from Lake Thingvallavatn as the results show that brown trout is a top predator in Lake Thingvallavatn and feeds mainly on charr (Salvelinus alpinus L.), especially the pelagic morph    murta. Further research is needed on the origin of mercury in brown trout in Lake Thingvallavatn and on the route of the corresponding biomagnifications in the food chain of the lake.

Skoða skýrslu
IS