Gærdagurinn var að mörgu leyti áhugaverður í sögu Matís en þá var síðasti bændamarkaður á Hofsósi þetta sumarið, en markaðurinn var samstarfsverkefni bænda í Skagafirði og Matís og var verkefnið stutt fjárhagslega af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Auk þess var í fyrsta skipti, eftir því sem best er vitað, örslátrað kjöt selt beint til neytenda þar sem framleiðslan og viðskiptin eru að öllu leyti gagnsæ.
Afurð þessa verkefnis var, eins og fram kemur hér ofar, mjög vinsælir bændamarkaðir sem og heimasíðan, www.matarlandslagid.is en þar er bitakeðjutæknin (Blockchain) nýtt til að tryggja rekjanleika upplýsinga frá bændum til neytenda. Bitakeðjutæknin í Matarlandslaginu er samstarfsverkefni Advania og Matís.
Til þess að skoða og skilja betur þessa bitakeðjutækni þá má smella á Matarlandslagið –> uppi hægra megin, smella á „BÆNDAMARKAÐUR“ –> smella á „Opna yfirlitskort“ –> smella á „6. Birkihlíð“ vinstra megin á síðunni og á síðunni sem þá birtist má sjá grænan flipa með þessum upplýsingum.
Þegar kemur að rekjanleika og gagnsæi þá má klárlega segja að um byltingu sé að ræða hvað varðar upplýsingagjöf frá bændum til neytenda.
Heimir, Gulli og Þráinn fengu Svein Margeirsson, forstjóra Matís, í viðtal vegna þessa í Bítið á Bylgjunni og kom fram í máli Sveins að gera þarf ákveðnar breytingar á lögum til þess að bændur geti skapað aukin verðmæti, sjálfum sér og þjóðinni allri til heilla.
Ferlastýring búklýsis úr uppsjávarfiski / Process control of pelagic fish crude oil
Markmið þessa forverkefnisins var að greina mismunandi strauma í fiskmjöls- og lýsisvinnslu uppsjávartegunda. Áhersla var lögð á að greina fitusýrusamsetningu vökva á mismunandi stöðum í vökvaskiljunni. Talið er að afurð verkefnisins geti leitt til bættrar framleiðslu á búklýsi uppsjávarfisks, þar sem að hægt verður að framleiða lýsi með mismunandi hlutföllum af fjölómettuðum fitusýrum (s.s. EPA og DHA). Með því að taka lýsið úr mismunandi vökvastraumum má ná fram lýsi með mismunandi eiginleika og auka þannig verðmæti lýsisafurða sem framleiddar eru í fiskmjöls- og lýsisverksmiðjum. Talsverður breytileiki í fitusýrusamsetningu mældist í sýnunum, bæði eftir fisktegund og sýnatökustað. Sýnin áttu öll það sameiginlegt að einómettaðar fitusýrur voru í meirihluta óháð fisktegund og sýnatökustað. Fjölómettaðar og mettaðar fitusýrur fylgdu þar á eftir. Vísbendingar voru um að lengri fjölómettuðu fitusýrurnar brotni niður eftir því sem lengra er farið inn í ferlið. Með bættum vinnsluferlum væri hægt að fara í framleiðslu á hágæða lýsisafurðum til manneldis. Fara þarf því í mun ýtarlegri greiningu á öllu ferlinu, en niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna að það er eftir miklu að slægjast.
The objective of the project was to identify different streams during production of fishmeal and oil from pelagic fish. Emphasis was placed on analysing the fatty acid composition of streams collected at different processing steps. It is believed that the results can lead to improved production of pelagic fish oil, since it will be possible to produce fish oil with various proportion of polyunsaturated fatty acids (such as EPA and DHA). Considerable variability was observed between the collected samples, both by species as well as where in the process the samples were collected. Monounsaturated fatty acids were majority in all the samples, regardless of fish species and sampling location. Moreover, the results indicated that the longer polyunsaturated fatty acids can break down as the process go further. With improved processing control, it is possible to produce high quality oil products intended for human consumption. A comprehensive analysis on the entire process is however necessary.
Verkefnið „Aukið virði og sérstaða geitfjárafurða“ er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og er unnið á Matís í samstarfi við Geitfjárræktarfélag Íslands. Gerð var greining á styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum í geitfjárræktinni. Íslenski geitastofninn er lítill og er í útrýmingarhættu. Því þarf að fjölga í stofninum til að hann haldi velli. Besta ráðið í þessari baráttu er að finna sem flesta notkunarmöguleika fyrir afurðir geitanna. Um fjölmargar athyglisverðar afurðir er að ræða, mjólkurafurðir, kjötafurðir, stökur (gærur), skinn, garn o.fl. Geiturnar sjálfar gefa fjölmörg tækifæri í ferðaþjónustu og tískuvörugeirinn getur unnið úr afurðum geita. Fjölmargar heimildir um gæði og hollustu geitamjólkur og geitakjöts voru kannaðar og eru niðurstöður teknar saman í skýrslunni. Geitamjólk er að ýmsu leyti frábrugðin kúamjólk þótt sömu meginefnin séu í báðum mjólkurtegundum. Geitamjólk inniheldur heilsueflandi efni eins og lífvirk peptíð og konjúgeraða línolsýru. Geitakjöt er mjög magurt og er með próteinríkasta kjöti. Það inniheldur konjúgeraða línolsýru eins og mjólkin. Loks er gefið yfirlit um mögulegar afurðir úr geitamjólk og geitakjöti.
The project “Added value and special status of goat products” is supported by the Agricultural Productivity Fund and carried out at Matis in cooperation with the Association of Goat Farmers in Iceland. SWOT analysis of goat farming in Iceland was carried out. The Icelandic goat stock is small, and extinction is a possibility. Therefore, it is necessary to increase the number of goats in the country. The best solution is to use to stock and increase the production of goat products. Many different products can be produced. The goats and their products are of interest to tourists. The fashion industry can use some of the goat products. A literature review was carried out on quality and wholesomeness of goat milk and goat meat. Results are listed in the report. Goat milk is different from cow milk although the same nutrients are found in both milk types. Goat milk contains health promoting compounds, e.g. bioactive peptides and conjugated linoleic acid. Goat meat contains little fat and is rich in protein. It contains conjugated linoleic acid as the milk. Finally, the possible goat products from milk and meat are revied.
Veiðar, vinnsla og markaðssetning á hafkóngi / Catching, processing and marketing of Neptune whelk
Hafkóngur (Neptunea despecta) er kuðungur sem líkist beitukóng, en er þó nokkuð stærri og heldur sig yfirleitt á meira dýpi. Talið er að hafkóngur sé í veiðanlegu magni víða hér við land og að stofninn þoli töluverða veiði. Hafrannsóknarstofnun hefur skráð upplýsingar um hafkóng úr humarleiðöngrum til fjölda ára sem benda til talsverðs þéttleika víða í kringum landið. Árið 2012 fékk Sægarpur ehf. á Grundarfirði styrk frá AVS rannsóknarsjóð í Sjávarútvegi til að kanna möguleika á veiðum, vinnslu og útflutningi á hafkóngi. Um var að ræða svokallað smáverkefni eða forverkefni. Verkefninu var skipt upp í verkþætti er sneru að kortlagningu útbreiðslu og tilraunaveiðum, vinnslutilraunum, efnamælingum og markaðsrannsókn. Svo fór hins vegar að Sægarpur ehf. varð gjaldþrota á verkefnistímanum og segja má að verkefnið hafi að nokkur leyti dagað uppi í framhaldi af því. En þar sem stórum hluta verkefnisins var lokið þegar Sægarpur fór í þrot þykir höfundum nú rétt og skylt að greina opinberlega frá framgangi og helstu niðurstöðum verkefnisins. Þar að auki er hér greint frá þeim tilraunum sem fyrirtækið Royal Iceland hf. hefur staðið að í tengslum við veiðar og vinnslu á hafkóngi, en Royal Iceland keypti eignir þrotabús Sægarps árið 2014 og hefur frá þeim tíma meðal annars stundað veiðar og vinnslu á beitukóngi. Helstu niðurstöður kortlagningar útbreiðslu og tilraunaveiða voru heldur takmarkaðar, þar sem upplýsingar um hafkóng sem meðafla við aðrar veiðar eru af skornum skammti og tegundinni hefur verið gefinn lítill gaumur við rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar. Tilraunaleiðangur sem verkefnið stóð fyrir skilaði einnig mjög litlum niðurstöðum. Niðurstöður vinnslutilrauna sýndu að unnt er að fjarlægja eiturkirtla hafkóngsins og að mögulegt er að mæla hvort tetramine (eitrið) finnist í afurðum, en það útheimtir hins vegar ærinn tilkostnað. Niðurstöður grunn-markaðskönnunar benda til að hægt sé að selja hafkóngsafurðir, þá sér í lagi á vel borgandi mörkuðum í Asíu. En þar sem hafkóngurinn er ekki þekktur á mörkuðum í Asíu og það er alltaf til staðar hætta á tetramine eitrunum, þá er markaðssetning á afurðunum miklum vandkvæðum bundin. Ljóst er að þörf er á umtalsvert meiri rannsóknum í allri virðiskeðjunni áður en unnt er að fullyrða nokkuð um hvort og hve mikil tækifæri liggja í veiðum og vinnslu hafkóngs hér á landi.
Neptune whelk (Neptunea despecta) is a gastropod that looks a lot like the common whelk, but is though considerably larger and is usually found in deeper water. Neptune whelk is believed to be in significant volume in Icelandic waters, but concreate knowledge on stock size and distribution is however lacking. In 2012 the company Sægarpur ltd., which was during that time catching, processing and exporting common whelk, received funding from AVS research fund to do some initial investigation on the applicability of catching, processing and marketing Neptune whelk. Sægarpur did however run into bankruptcy before the project ended. The project has therefore been somewhat dormant since 2013. The company Royal Iceland ltd. did though buy the bankrupt estate of Sægarpur and has to a point continued with exploring opportunities in catching and processing Neptune whelk. The authors of this report do now want to make public the progress and main results of the project, even though the project owner (Sægarpur) is no longer in operation. The project was broken into three parts i.e. mapping of distribution, processing experiments and initial market research. The main results of the mapping exercise showed that very little knowledge is available on distribution of Neptune whelk in Icelandic waters and data on Neptune whelk by-catches is almost noneexistent. The Marine Research Institute has as well awarded very little attention to the species in its research. The project organised a research cruse, where a fishing vessel operating a sea cucumber dredge tried fishing for Neptune whelk in 29 different locations; but with very little success. The results of the processing experiments showed that it is possible to remove the poison glands from the Neptune whelk, bot mechanically and manually. It also showed that the products can be measured for the presence of tetramine (poison). Both the processing and the measurements do however require significant efforts and cost. The initial marketing research indicated that there are likely markets for Neptune whelk products. These markets are primarily in Asia and some of them are high-paying markets. The efforts of Royal Iceland in marketing the Neptune whelk have though shown that this is a difficult product to market, especially because the Neptune whelk is unknown on the Asian markets and there is always a possibility of a tetramine poisoning. It is clear that much more research is necessary throughout the entire value chain before it is possible to say with level of certainty if and how much opportunities are in catching and processing of Neptune whelk in Iceland.
Vinnustofan verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands 1.-2. október
Matvæla- og næringarfræðideild HÍ heldur í samstarfi við Matís og Hafrannsóknastofnun vinnustofu um hagnýtingu átu og mesópelagískra tegunda í Hátíðarsal Háskóla Íslands dagana 1.-2. október. Vinnustofunni er ætlað að fara yfir stöðu þekkingar á rauðátu, ljósátu og miðsjávarfiskum með tilliti til framtíðarnýtingar.
Megináhersla verður lögð á þær áskoranir sem fylgja mögulegri nýtingu á rauðátu, ljósátu og miðsjávarfiskum og hvernig hægt sé að mæta þeim áskorunum.
Fulltrúar frá vísindasamfélaginu og iðnaðnum mæta ásamt fulltrúum rannsóknarsjóða og kynnt verður hvernig sjóðirnir geta komið að því að leysa þessar áskoranir í samstarfi við þá.
Sala afurða beint frá býli fer vaxandi. Haldast þar í hendur aukning ferðamanna, breytt neyslumynstur og vilji bænda til að sinna auknum óskum neytenda um staðbundna framleiðslu (e. local food). Sökum þessa er lagt til að reglur verði aðlagaðar þannig að bændum verði gert kleift að slátra, vinna og selja neytendum beint afurðir úr eigin bústofni.
Verði bændum gert kleift að slátra, vinna og selja neytendum beint mun það stuðla að aukinni nýsköpun í sveitum landsins og viðhalda mikilvægri verkkunnáttu fyrir fæðuöryggi Íslendinga. Því leggur Matís til að gefið verði upp á nýtt og tækifæri til verðmætasköpunar sett í hendur bænda.
Heimaslátrun er leyfileg á lögbýlum, þar sem afurðir úr slíkri slátrun er eingöngu ætlaðar til notkunar á býlinu sjálfu. Hverskyns dreifing eða sala er bönnuð. Það er alkunna að þær reglur eru sniðgengnar. Að teknu tilliti til fyrirkomulags í Þýskalandi og í fleiri löndum ætti að aðlaga reglur þ.a. heimaslátrun, þar sem dreifing og sala afurða fer fram sé möguleg. Kalla mætti slík sláturhús örsláturhús.
Við viljum öll neyta öruggra og heilnæmra matvæla áhyggjulaust
og er áhættumat forsenda þess. Auk þess tryggir áhættumat
framleiðendum þann sveigjanleika sem þarf til að stunda sjálfbæra nýsköpun.
Í örsláturhúsum geta sauðfjárbændur nýtt möguleika sína til aukinnar verðmætasköpunar og lífvænlegra rekstrarumhverfis, sér og þjóðinni allri til heilla. Mikilvægt er þó að muna að allar breytingar sem þessar geta ekki átt sér stað án innleiðingar áhættumats, enda skal matvælaöryggis ávalt gætt.
Vísinda- og tækniráð býður öllum að taka þátt í mótun vísindastefnu Íslands | Vísinda- og tækniráð efnir til opins samráðs við íslenskt samfélag um skilgreiningu brýnustu samfélagslegu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir.
Öllum er boðið að taka þátt í samráðinu með því að svara nokkrum spurningum á síðunni www.samfelagslegaraskoranir.is.
Einnig býður Vísinda- og tækniráð öllum áhugasömum að heimsækja sýningarbás sinn á Vísindavöku Rannís 2018 sem haldin verður í Laugardalshöllinni föstudaginn 28. september 2018, kl. 16:30-22:00, fylla út könnunina og að ræða við fulltrúa Vísinda- og tækniráðs á staðnum.
Síðasti bændamarkaðurinn á Hofsósi fer fram nk. sunnudag, 30. september en samtals hafa markaðirnir verið fjórir þetta sumarið. Markaðurinn fer fram í Pakkhúsinu frá kl. 12-15.
Um bændamarkað Hofsósi
Markmiðið er að gera frumframleiðslu svæðisins aðgengilega heimafólki og jafnframt að stuðla að aðgengi ferðamanna að menningarsögu og hefðum svæðisins, sem matarmenning og handverk eru mikilvægur hluti af. Markaðurinn leggur áherslu á hefðbundnar skagfirskar afurðir. Markaðurinn er vettvangur þar sem umbúðalaus verslun afurða nærumhverfisins á sér stað, með áherslu á vistvænar og sjálfbærar aðferðir, allt í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni samfélaga sem og áherslur Slow Food.
Þar verður í boði margskonar góðgæti beint frá býli; lambakjöt af nýslátruðu, nautakjöt, geitakjöt, reykt kjöt, grafið kjöt, grænmeti, sumarblóm, afskornar rósir, siginn fisk, harðfisk, hákarl, kornhænuegg, andaregg, hænuegg, hunang, smyrsl, krem og fleira.
Auk þess munu gestir fá forsmekkinn af því hvernig bitakeðjan (blockhain) getur tryggt örugga upplýsingagjöf frá bændum til neytenda.
Verkefnið er tilraunaverkefni á vegum Matís, í samvinnu við bændur og framleiðendur í Skagafirði og Þjóðminjasafn Íslands, en Pakkhúsið tilheyrir Húsasafni Þjóðminjasafnsins.
Nánari upplýsingar um Bændamarkaðinn Hofsósi og opnunartíma eru aðgengilega á Facebook síðu markaðarins ( Bændamarkaður Hofsósi ) og á Facebook síðu Matís ( MatisIceland ).
Þörf er á því að vandað sé til verka við þróun atvinnulífsins. Þó Íslendingum hafi gengið vel að gera mikil verðmæti úr endurnýjanlegum auðlindum sjávar, sumpart betur en öðrum, er slíkt engin trygging fyrir Íslendingar skari fram úr á þessu sviði til frambúðar. Þess sáust skýr merki á síðasta ári. Því er mikilvægt að auka sókn fram á við með rannsóknum og þróun í tengslum við sjávarútveg frekar en að draga í land.
Íslendingar öfluðu meira úr sjó á árinu 2017, þrátt fyrir langt verkfall sjómanna, en þeir gerðu á árinu 2016. Á árinu 2017 nam magn útfluttra sjávarafurða um 52% af lönduðum heildarafla, árið áður var sambærilegt hlutfall 54%. Árið 2016 var að líkindum besta ár íslensk sjávarútvegs ef litið er til verðmætasköpunar í útflutningi fyrir hvert landað kg. Árið 2016 fengust 1,3 XDR útflutningsverðmæti fyrir hvert landað kg. Árið 2017 skilaði útflutningur sjávarafurða 1,13 XDR á hvert kg landaðs afla, lækkun um 13%. Svipaða þróun mátti sjá í 17% lækkun aflaverðmætis í íslenskum krónum milli áranna 2016 og 2017. Við veiddum um fjórðungi meira af uppsjávartegundum árið 2017 en árið 2016, en aflaverðmæti uppsjávartegunda var lægra í íslenskum krónum árið 2017 en 2016. Þorskafli var 5% minni árið 2017 en 2016, aflaverðmæti þorsks dróst saman um 16% milli ára.
Útflutningsverðmæti, nýting og heildarveiði
Síðastliðið haust var bent á það að frá árinu 2010 hefur flökt frekar einkennt verðmætasköpun í sjávarútvegi hérlendis frekar en aukning sem mátti sjá með meira afgerandi hætti frá stofnun AVS Rannsóknasjóðs í sjávarútvegi, 2003, og Tækniþróunarsjóðs Vísinda- og tækniráðs, 2004, fram til 2010 eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Stuðningur þessara lykilsjóða við nýsköpunarverkefni hefur stuðlað að þróun virðiskeðju íslensks sjávarfangs, nýjar aðferðir og lausnir byggðar á þekkingu hafa verið innleiddar í daglegan rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Markaðsaðstæður og aflasamsetning hafa jafnframt mikil áhrif á verðmætamyndun við veiðar og vinnslu sjávarfangs.
Fyrirtæki sem veiða, verka, flytja og selja fiskafurðir sem og fyrirtæki, sem þjónusta framangreind fyrirtæki m.a. með þróun tækjabúnaðar, hafa í samstarfi við Matís unnið með stuðningi AVS sjóðsins, Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og/eða Tækniþróunarsjóðs að verkefnum sem stuðlað hafa að auknum verðmætum.
Fiskverðvísitala FAO og útflutningsverðmæti kg í afla í XDR
Borið saman við fiskverðsvísitölu Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (e. FAO Fish Price Index) má sjá vísbendingar um mun á þróun verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi og þróunar fiskverðs skv. FAO og til frekari glöggvunar er hér að neðan jafnframt dregin upp lína sem sýnir þróun útflutningsverðmæta færeysks sjávarútvegs m.v. landaðan afla.
Afli og útflutningsverðmæti í XDR á kg afla
Ef litið er til aflamagns og útflutningsverðmætis í SDR (XDR) er ljóst að mikill afli er ekki ávísun á mikil verðmæti fyrir hvert landað kg. Jafnframt má sjá að frá því að lagt er upp með að auka verðmæti sjávarfangs með hagnýtingu rannsókna og þróunar við stofnun AVS Rannsóknasjóðs í sjávarútvegi árið 2003 og Tækniþróunarsjóðs árið 2004, fremur en að kappkosta það að auka magn sjávarfangs virðist sem meiri útflutningsverðmæti fáist fyrir hvert kg sem dregið er úr sjó.
Árið 2011 var hæstri fjárheimild veitt af fjárlögum í AVS. Sama ár hófst niðurskurður á fjárframlögum til matvælarannsókna á föstu verðlagi af fjárlögum. Á fjárlögum yfirstandandi árs er fjárheimild AVS innan við 44% af því sem mest var, árið 2011. Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár (2019) er lagt upp með 12% niðurskurð á framlögum til matvælarannsókna (grunnur þjónustusamnings Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við Matís), 9% skerðingu á framlögum úr ríkissjóði til AVS, rannsóknasjóðs í sjávarútvegi og 55% samdrætti á heildargjöldum Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Í frétt á vef Fiskifrétta sagði um lækkun tekna Verkefnasjóðs Sjávarútvegsins að Hafrannsóknastofnun ráðgerði 340 milljón króna lækkun á tekjuáætlun sinni. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 323 milljón króna lækkun á gjöldum Verkefnasjóðs Sjávarútvegsins. Í framlögðu fjárlagafrumvarpi er boðaður niðurskurður á framlögum til matvælarannsókna (Matís) 12%. Tekjur Matís af styrkjum AVS við rannsóknaverkefni hafa numið um 27% af framlagi til matvælarannsókna. Tekjur Matís af styrkjum Verkefnasjóðs Sjávarútvegsins hafa numið um 12% af framlagi til matvælarannsókna. Það er því ekki tryggt að við getum búist við viðlíka fjölda af nýjungum í tengslum við íslenskan sjávarútveg á næstunni, sem mun eflaust koma niður á kynningarstarfi Íslenska Sjávarklasans.
Nýting þorks 2017
Árið 2017 nýttu Íslendingar um 72% af þorskafla til framleiðslu á vörum sem fluttar voru úr landi eða neytt hér heima, skv. Hagtölum. Nýting Íslendinga á þorski árið 2017 var í takti við nýtingu ársins 2013 en nokkru minni en árið 2015 þegar sambærilegt hlutfall var um 77%.
Afli og verðmæti þorsks 1981 og 2017
Til gamans má varpa fram mynd sem sýndi hvaða verðmæti Íslendingar sköpuðu með veiðum og vinnslu á þorski á árinu 1981 og svo aftur í fyrra. Árið 2017 skapaði þorskafli Íslendinga útflutningsverðmæti sem nam um 565 milljónum í XDR, umtalsvert meiri verðmæti en árið 1981, þó þorskafli ársins 2017 hafi verið um 55% af þorskafla ársins 1981. Hvert aflað kg árið 1981 skilaði um 0,54 XDR í útflutningsverðmætum en árið 2017 skilaði hvert aflað kg, m.v. hagtölur 2,23 XDR í útflutningsverðmætum. Óskandi er að Íslendingum takist að skapa enn meiri verðmæti úr fiskistofnunum sem þrífast á hafsvæðunum umhverfis landið í framtíðinni.
Í þessu samhengi má geta þess að á morgun, miðvikudaginn 26. september 2018, fer fram í Hörpu Sjávarútvegsdagurinn, milli klukkan 08:00 og 10:00, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins.
Lofbornar bakteríufrumur sem falla niður úr andrúmsloftinu taka þátt sem fyrstu landnemar í samfélögum sem myndast á yfirborði jarðar. Umhverfi sem innihalda lítinn bakteríuþéttleika, eins og eldfjallasvæðin á Íslandi, fá einkum loftbornar bakteríur. Andrúmsloft er aðal dreifingarleið baktería en um 1016 bakteríur fara upp í andrúmsloftið frá yfirborði jarðar á hverri sekúndu.
Árangur dreifingarinnar ræðst af: (i) getu baktería til að lifa af og til að fjölga sér í flutningum í andrúmsloftinu, og (ii) af hæfileika þeirra til að keppa við samfélög baktería sem eru þar fyrir um aðföng.
Fjölbreytileiki örvera í andrúmsloftinu yfir Íslandi hefur enn ekki verið rannsakaður. Að auki er ekki vitað hvort lífeðlisfræðilegt- og efnaskiptaástand baktería í dreifingu hafi áhrif á getur þeirra til að nema land í nýju umhverfi.
Markmið rannsókna sem nú eru í gangi hjá Matís, og styrktar eru af Rannís, er í fyrsta lagi að skilgreina fjölbreytileika og uppruna örverusamfélaga í andrúmslofti og rannsaka samband fjölbreytileikans við eldfjallasvæði. Í öðru lagi verður rannsakað hvernig lífeðlisfræðilegt- og efnaskiptaástand loftborinna baktería hefur áhrif á getu þeirra til að nema land í tilteknum eldfjallasvæðum.
Niðurstöður rannsóknanna munu stuðla að auknum skilningi á lögmálum sem hafa áhrif á mynstur dreifinga örvera og auka skilning okkar á útbreiðslu þeirra á jörðinni.