Fréttir

Vinnustofa um hagnýtingu átu og mesópelagískra tegunda

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Stefán Þór Eysteinsson

Fagstjóri

stefan@matis.is

Vinnustofan verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands 1.-2. október

Matvæla- og næringarfræðideild HÍ heldur í samstarfi við Matís og Hafrannsóknastofnun vinnustofu um hagnýtingu átu og mesópelagískra tegunda í Hátíðarsal Háskóla Íslands dagana 1.-2. október. Vinnustofunni er ætlað að fara yfir stöðu þekkingar á rauðátu, ljósátu og miðsjávarfiskum með tilliti til framtíðarnýtingar.

Megináhersla verður lögð á þær áskoranir sem fylgja mögulegri nýtingu á rauðátu, ljósátu og miðsjávarfiskum og hvernig hægt sé að mæta þeim áskorunum.

Fulltrúar frá vísindasamfélaginu og iðnaðnum mæta ásamt fulltrúum rannsóknarsjóða og kynnt verður hvernig sjóðirnir geta komið að því að leysa þessar áskoranir í samstarfi við þá.

Workshop1_1537884125809
Workshop1_1537884125809
IS